Flugvöllurinn á förum og ráðherra í felum? Bergþór Ólason skrifar 3. maí 2022 07:00 Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi. Yfirleitt væri ástæða til að anda léttar við slíkt verkleysi ráðherrans en nú horfir svo við að kosið er til sveitastjórna eftir litla 11 daga og kominn tími fyrir ráðherrann að grípa í taumana þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli áður en illa fer. Nú er raunveruleg hætta á því að sitjandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tryggi það að flugvöllur allra landsmanna í Vatnsmýrinni í Reykjavík verði ónothæfur. Oddviti Samfylkingarinnar er orðinn svo vanur að ráðskast með ráðherrann í þessu máli að hann vílar ekki fyrir sér að ganga gegn gerðu samkomulagi við hann um rekstrarhæfi flugvallarins. Þannig háttar til að borgarstjóri hefur látið samþykkja, að eigin beiðni, heimild til að selja byggingarétt á lóðum í Skerjafirði – sem gerir það einfaldlega að verkum að töluverðar líkur eru á að flugvöllurinn verður ónothæfur. Það er staðfest af hálfu hollensku Loft- og geimferðarstofnunarinnar. Þetta gerir borgarstjóri þrátt fyrir skýrt ákvæði í samkomulagi við Sigurð Inga ráðherra um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkomulagið var undirritað í nóvember 2019 og voru aðilar sammála um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt þar til nýr flugvöllur á nýjum stað yrði tilbúinn til notkunar. Förum aðeins yfir aðdragandann í tímalínu: 3.janúar 2022 – Framkvæmdastjóri ISAVIA innanlands segir fyrirhugaðar húsbyggingar í Skerjafirði hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 21.janúr 2022 – ISAVIA sendir minnisblað til innviðaráðherra um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. 16.febrúar 2022 – Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna brýnir ISAVIA til að verja rekstraröryggi flugvallarins. 28.febrúar 2022 – Innviðaráðherra svarar því til á Alþingi að ef hugmyndir um uppbyggingu í Skerjafirði raski rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli, þá verði einfaldlega að stöðva þau áform. 2.mars 2022 – Ráðherra skrifar borgarstjóra bréf þar sem krafist er upplýsing um með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4.apríl 2022 – Fréttir sagðar af því að innviðaráðuneytið hafi tilkynnt borgarstjóra að hvers kyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 5.apríl 2022 – Embættismaður á skrifstofu borgarstjóra skrifar borgarráði bréf þar sem óskað er heimildar til að bjóða til sölu byggingarrétt lóða í Skerjafirði. Semsagt Dagur skrifar Degi bréf. 7.apríl 2022 – Borgarráð samþykkir að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóða í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. (21.-26.mál á dagskrá fundar borgarráðs) 12.apríl 2022 – Borgarstjóri svarar ráðherra, 41 degi eftir að bréfið barst frá innviðaráðuneytinu. Þá hafði tvisvar verið óskað eftir fresti til að svara enda má ætla að ekki sé einfalt að forma svar þegar málstaðurinn er jafn vondur og í þessu máli og kaupa þarf tíma til að finna leið undan samkomulaginu. 12.apríl 2022 – Frétt birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem sagt er frá „Fjölbreyttri byggð í Nýja Skerjafirði“ og þeirri ákvörðun borgarráðs að úthluta lóðum til Félagsstofnunar Stúdenta og Bjargs íbúðafélags, þar sem reisa á allt að 5 hæða byggingar. Virðingarleysi borgarstjóra gagnvart gerðu samkomulagi við ráðherra flug- og samgöngumála gæti vart verið meira. Fimm dögum áður en borgarstjórinn svaraði ráðherranum hafði hann látið samþykkja aðgerð sem gengur í berhögg við samkomulagið sem ráðherrann var að inna hann eftir svörum um að yrði örugglega haldið. Eftir að hafa dregið ráðherrann á svari í rúman mánuð. Sigurður Ingi ráðherra hefur ekki brugðist við enda verði upptekinn við að fela sig, eins og áður sagði. En hæg eru heimatökin fyrir hann að stíga inn í þetta mál af festu, eins og hann boðaði fyrir skömmu á Alþingi Íslendinga að hann myndi gera kæmi sambærileg staða upp. Hvar er Sigurður Ingi? Við þessa stöðu verður í öllu falli ekki unað og mun Miðflokkurinn í höfuðborginni ekki láta svona dónaskap og yfirgang borgarstjóra óáreittan – Miðflokkurinn mun standa með flugsamgöngum fyrir alla landsmenn og gera allt til að tryggja veru hans og flugöryggi í Vatnsmýrinni. Það munar einfaldlega um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Bergþór Ólason Fréttir af flugi Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Innviðaráðherra, ráðherra flugmála, skipulagsmála og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur undanfarnar vikur látið lítið til sín taka á málefnasviðum sínum eftir að hafa sýnt óviðeigandi háttsemi á nýliðnu Búnaðarþingi. Yfirleitt væri ástæða til að anda léttar við slíkt verkleysi ráðherrans en nú horfir svo við að kosið er til sveitastjórna eftir litla 11 daga og kominn tími fyrir ráðherrann að grípa í taumana þegar kemur að Reykjavíkurflugvelli áður en illa fer. Nú er raunveruleg hætta á því að sitjandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tryggi það að flugvöllur allra landsmanna í Vatnsmýrinni í Reykjavík verði ónothæfur. Oddviti Samfylkingarinnar er orðinn svo vanur að ráðskast með ráðherrann í þessu máli að hann vílar ekki fyrir sér að ganga gegn gerðu samkomulagi við hann um rekstrarhæfi flugvallarins. Þannig háttar til að borgarstjóri hefur látið samþykkja, að eigin beiðni, heimild til að selja byggingarétt á lóðum í Skerjafirði – sem gerir það einfaldlega að verkum að töluverðar líkur eru á að flugvöllurinn verður ónothæfur. Það er staðfest af hálfu hollensku Loft- og geimferðarstofnunarinnar. Þetta gerir borgarstjóri þrátt fyrir skýrt ákvæði í samkomulagi við Sigurð Inga ráðherra um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Samkomulagið var undirritað í nóvember 2019 og voru aðilar sammála um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt þar til nýr flugvöllur á nýjum stað yrði tilbúinn til notkunar. Förum aðeins yfir aðdragandann í tímalínu: 3.janúar 2022 – Framkvæmdastjóri ISAVIA innanlands segir fyrirhugaðar húsbyggingar í Skerjafirði hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 21.janúr 2022 – ISAVIA sendir minnisblað til innviðaráðherra um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. 16.febrúar 2022 – Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna brýnir ISAVIA til að verja rekstraröryggi flugvallarins. 28.febrúar 2022 – Innviðaráðherra svarar því til á Alþingi að ef hugmyndir um uppbyggingu í Skerjafirði raski rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli, þá verði einfaldlega að stöðva þau áform. 2.mars 2022 – Ráðherra skrifar borgarstjóra bréf þar sem krafist er upplýsing um með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 4.apríl 2022 – Fréttir sagðar af því að innviðaráðuneytið hafi tilkynnt borgarstjóra að hvers kyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 5.apríl 2022 – Embættismaður á skrifstofu borgarstjóra skrifar borgarráði bréf þar sem óskað er heimildar til að bjóða til sölu byggingarrétt lóða í Skerjafirði. Semsagt Dagur skrifar Degi bréf. 7.apríl 2022 – Borgarráð samþykkir að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóða í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. (21.-26.mál á dagskrá fundar borgarráðs) 12.apríl 2022 – Borgarstjóri svarar ráðherra, 41 degi eftir að bréfið barst frá innviðaráðuneytinu. Þá hafði tvisvar verið óskað eftir fresti til að svara enda má ætla að ekki sé einfalt að forma svar þegar málstaðurinn er jafn vondur og í þessu máli og kaupa þarf tíma til að finna leið undan samkomulaginu. 12.apríl 2022 – Frétt birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar sem sagt er frá „Fjölbreyttri byggð í Nýja Skerjafirði“ og þeirri ákvörðun borgarráðs að úthluta lóðum til Félagsstofnunar Stúdenta og Bjargs íbúðafélags, þar sem reisa á allt að 5 hæða byggingar. Virðingarleysi borgarstjóra gagnvart gerðu samkomulagi við ráðherra flug- og samgöngumála gæti vart verið meira. Fimm dögum áður en borgarstjórinn svaraði ráðherranum hafði hann látið samþykkja aðgerð sem gengur í berhögg við samkomulagið sem ráðherrann var að inna hann eftir svörum um að yrði örugglega haldið. Eftir að hafa dregið ráðherrann á svari í rúman mánuð. Sigurður Ingi ráðherra hefur ekki brugðist við enda verði upptekinn við að fela sig, eins og áður sagði. En hæg eru heimatökin fyrir hann að stíga inn í þetta mál af festu, eins og hann boðaði fyrir skömmu á Alþingi Íslendinga að hann myndi gera kæmi sambærileg staða upp. Hvar er Sigurður Ingi? Við þessa stöðu verður í öllu falli ekki unað og mun Miðflokkurinn í höfuðborginni ekki láta svona dónaskap og yfirgang borgarstjóra óáreittan – Miðflokkurinn mun standa með flugsamgöngum fyrir alla landsmenn og gera allt til að tryggja veru hans og flugöryggi í Vatnsmýrinni. Það munar einfaldlega um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar