Geðlyfjanotkun hjá börnum og íbúum hjúkrunarheimila Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 2. maí 2022 12:46 Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum. Tæplega 19% barna á aldrinum 10 til 13 ára á Íslandi eru á geðlyfjum. Það er áhyggjuefni að notkun geðlyfja, sem sum hver eru ávanabindandi, hafi aukist svo mikið meðal barna undanfarin ár. Lyfjanotkunin er mest hjá börnum á Vesturlandi og Suðurnesjum, um 17%. Á Suðurlandi nota 15% barna geðlyf. Geðlyfjanotkun fer ekki í neinum landshluta undir 12%. Skortur á úrræðum helsta ástæða aukningar Lyfjastofnun leiðir að því líkur í skýrslu frá 2017 að þessi lyfjanotkun sé afleiðing þess að ekki sé boðið upp á viðeigandi úrræði á Íslandi. Sálfræðiþjónusta er þar að auki ekki niðurgreidd þrátt fyrir að vitað sé að fyrsta meðferð og áhrifamesta úrræðið við kvíða eigi alltaf að vera gagnreynd samtalsmeðferð. Þetta er vanræksla af hálfu ríkisstjórnarinnar sem setur viðeigandi úrræði fyrir börn ekki í forgang. Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að 70% einstaklinga á hjúkrunarheimilum eru á einu eða fleiri geðlyfjum. Rannsóknaniðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að sérstaklega sé vandað til ávísana geðlyfja til aldraðra einstaklinga og að þær byggi á nákvæmri geðskoðun. Það kemur þó fram í rannsóknarniðurstöðum í Læknablaðinu að árið 2018 fengu 18% íbúa á hjúkrunarheimilum ávísuð geðlyf án greiningar. Þrátt fyrir það segir í svari heilbrigðisráðherra “Ekki er gert ráð fyrir sérstakri endurskoðun á ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum eins og sakir standa.” Það er undarlegt að ráðherra vilji ekki endurskoða ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum. Réttast væri að endurskoða með reglulegu millibili lyfjagjöf. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir eru á lyfjum án greininga. Eyðum biðlistum og tryggjum úrræði Lausnirnar virðast vera lyf, lyf og meiri lyf til þess að meðhöndla einkenni, frekar en úrræði til þess að meðhöndla orsök. Plástrar í stað heildrænnar nálgunar og langtímalausna. Huga þarf að þjónustu og því er mikilvægt að setja mun meiri kraft og fjármagn í að koma á fót og styðja við úrræði við geð- og atferlisvanda. Ég skora á ríkisstjórnina að bregðast hratt og örugglega við þessum niðurstöðum og setja úrræði fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins í forgang með það mikilvæga markmið að eyða biðlistum og tryggja þjónustu við hæfi. Höfundur er varaþingmaður Pírata og er á lista Pírata í Kópavogi til sveitastjórnarkosninga 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Lyf Börn og uppeldi Píratar Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum. Tæplega 19% barna á aldrinum 10 til 13 ára á Íslandi eru á geðlyfjum. Það er áhyggjuefni að notkun geðlyfja, sem sum hver eru ávanabindandi, hafi aukist svo mikið meðal barna undanfarin ár. Lyfjanotkunin er mest hjá börnum á Vesturlandi og Suðurnesjum, um 17%. Á Suðurlandi nota 15% barna geðlyf. Geðlyfjanotkun fer ekki í neinum landshluta undir 12%. Skortur á úrræðum helsta ástæða aukningar Lyfjastofnun leiðir að því líkur í skýrslu frá 2017 að þessi lyfjanotkun sé afleiðing þess að ekki sé boðið upp á viðeigandi úrræði á Íslandi. Sálfræðiþjónusta er þar að auki ekki niðurgreidd þrátt fyrir að vitað sé að fyrsta meðferð og áhrifamesta úrræðið við kvíða eigi alltaf að vera gagnreynd samtalsmeðferð. Þetta er vanræksla af hálfu ríkisstjórnarinnar sem setur viðeigandi úrræði fyrir börn ekki í forgang. Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að 70% einstaklinga á hjúkrunarheimilum eru á einu eða fleiri geðlyfjum. Rannsóknaniðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að sérstaklega sé vandað til ávísana geðlyfja til aldraðra einstaklinga og að þær byggi á nákvæmri geðskoðun. Það kemur þó fram í rannsóknarniðurstöðum í Læknablaðinu að árið 2018 fengu 18% íbúa á hjúkrunarheimilum ávísuð geðlyf án greiningar. Þrátt fyrir það segir í svari heilbrigðisráðherra “Ekki er gert ráð fyrir sérstakri endurskoðun á ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum eins og sakir standa.” Það er undarlegt að ráðherra vilji ekki endurskoða ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum. Réttast væri að endurskoða með reglulegu millibili lyfjagjöf. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir eru á lyfjum án greininga. Eyðum biðlistum og tryggjum úrræði Lausnirnar virðast vera lyf, lyf og meiri lyf til þess að meðhöndla einkenni, frekar en úrræði til þess að meðhöndla orsök. Plástrar í stað heildrænnar nálgunar og langtímalausna. Huga þarf að þjónustu og því er mikilvægt að setja mun meiri kraft og fjármagn í að koma á fót og styðja við úrræði við geð- og atferlisvanda. Ég skora á ríkisstjórnina að bregðast hratt og örugglega við þessum niðurstöðum og setja úrræði fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins í forgang með það mikilvæga markmið að eyða biðlistum og tryggja þjónustu við hæfi. Höfundur er varaþingmaður Pírata og er á lista Pírata í Kópavogi til sveitastjórnarkosninga 14. maí nk.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun