Fótbolti

Atlético Madrid missteig sig í baráttunni um annað sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luis Suarez og félagar í Atlético Madrid horfðu upp á nágranna sína tryggja sér spænska deildarmeistaratitilinn í dag.
Luis Suarez og félagar í Atlético Madrid horfðu upp á nágranna sína tryggja sér spænska deildarmeistaratitilinn í dag. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images

Athlétic Bilbao vann góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Eftir að nágrannar Atlético í Real Madrid tryggðu sér spænska deildarmeistaratitilinn fyrr í kvöld geta fráfarandi meistarar í besta falli endað í öðru sæti deildarinnar.

Þeir skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld, en því miður þá var það Mario Hermoso sem varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net.

Heimamenn í Bilbao fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn, en Inaki Williams tvöfaldaði þá forystu snemma í síðari hálfleik af vítapunktinum.

Það reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 2-0 sigur heimamanna í Atlétic Bilbao. Atlético Madrid situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 61 stig eftir 34 leiki, þremur stigum minna en Sevilla sem leiðir kapphlaupið um annað sætið. Athlétic Bilbao situr hins vegar í áttunda sæti með 51 stig og á enn veika von um Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×