Drögum úr ójöfnuði í heilsufari og lífslíkum Björg Sveinsdóttir skrifar 30. apríl 2022 08:01 Síðasta haust sótti undirrituð málþing BSRB og ASÍ um heilbriðgðismál, þar flutti meðal annarra Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur á sviði stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ, erindið: Bilið sem þarf að brúa,ójöfnuður í heilsufari og mótsagnir í öldrunarmálum. Í erindi hennar kom fram að mælanlegur ójöfnuður er á heilsufari og lífslíkum eftir menntun, kyni og fjárhagslegri stöðu. Þar komu fram tölur um hlutfall fólks á vinnumarkaði sem neitaði sér um heilbrigðisþjónustu (Dæmi: Launfólk sem neitaði sér um tannlæknaþjónustu 29,1% og atvinnulausir 46,9% á 6 mánaða tímabili). Því er spáð að hlutfall 67 ára og eldri af mannfjölda aukist úr 13% í 16% á næstu 10 árum en hjúkrunarrýmum hefur fækkað um helming frá árinu 2007. Á sama tíma fjölgar á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og biðtími lengist - 1. Janúar 2021 voru 453 manns á biðlista, samkvæmt landlæknisembættinu. Hvað á að koma í staðinn fyrir hjúkrunarrými? Jú, efld heimaþjónusta og dagþjónusta en beinlínis er gert ráð fyrir að ættingjar komi meira að umönnun sem er þegar töluverð. Sérstaka athygli mína vakti umfjöllun Söru um hlutfall einstaklinga á aldrinum 18-64 ára sem segjast annast fatlaðan eða aldraðan ættingja eftir Evrópulöndum. Í Danmörku var það 0,7% þar sem ástandið er best í Evrópu, en á Íslandi, þar sem ástandið er verst, eru það 8,9%. Á Íslandi er mjög há atvinnuþátttaka kvenna en umönnunarbyrði vegna ættingja á Íslandi árið 2018 skiptist ekki jafnt. Ljóst er að þetta hlutverk lendir meira á konum, fyrir aldursbilið 55-64 ára um 26% kvenna á móti um 20% karla. Það hefur verið sett í samhengi við aukna örorku kvenna á þessu aldursbili og vísbendingar um aukið brottfall af vinnumarkaði. Ekki eiga allir ættingja sem geta tekið að sér umönnun. Það þarf að auka jöfnuð og aðgengi að læknisþjónustu. VG vill að eldra fólk geti búið lengur heima með því að raunverulega efla félagslega heimaþjónustu fyrir aldraða og samþætta heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og fjölga búsetu- og þjónustuleiðum. VG vill horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu og tryggja samþættingu þjónustu ólíkra kerfa. VG vill auka samráð við fólk sem nýtir velferðarþjónustu. Margoft hefur verið vísað í doktorsritgerð Janusar Guðlaugssonar þar sem kannað var hver áhrif líkamsræktar eru á farsæla öldrun. Sú rannsókn leiddi í ljós að verulegur ávinningur er af fjölþættri heilsurækt og reglubundnu heilsueftirliti eldra fólks. VG vill stóraukna heilsueflingu eldra fólks og sporna gegn einmanaleika. Höfundur skipar 20. sæti á lista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Síðasta haust sótti undirrituð málþing BSRB og ASÍ um heilbriðgðismál, þar flutti meðal annarra Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur á sviði stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ, erindið: Bilið sem þarf að brúa,ójöfnuður í heilsufari og mótsagnir í öldrunarmálum. Í erindi hennar kom fram að mælanlegur ójöfnuður er á heilsufari og lífslíkum eftir menntun, kyni og fjárhagslegri stöðu. Þar komu fram tölur um hlutfall fólks á vinnumarkaði sem neitaði sér um heilbrigðisþjónustu (Dæmi: Launfólk sem neitaði sér um tannlæknaþjónustu 29,1% og atvinnulausir 46,9% á 6 mánaða tímabili). Því er spáð að hlutfall 67 ára og eldri af mannfjölda aukist úr 13% í 16% á næstu 10 árum en hjúkrunarrýmum hefur fækkað um helming frá árinu 2007. Á sama tíma fjölgar á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og biðtími lengist - 1. Janúar 2021 voru 453 manns á biðlista, samkvæmt landlæknisembættinu. Hvað á að koma í staðinn fyrir hjúkrunarrými? Jú, efld heimaþjónusta og dagþjónusta en beinlínis er gert ráð fyrir að ættingjar komi meira að umönnun sem er þegar töluverð. Sérstaka athygli mína vakti umfjöllun Söru um hlutfall einstaklinga á aldrinum 18-64 ára sem segjast annast fatlaðan eða aldraðan ættingja eftir Evrópulöndum. Í Danmörku var það 0,7% þar sem ástandið er best í Evrópu, en á Íslandi, þar sem ástandið er verst, eru það 8,9%. Á Íslandi er mjög há atvinnuþátttaka kvenna en umönnunarbyrði vegna ættingja á Íslandi árið 2018 skiptist ekki jafnt. Ljóst er að þetta hlutverk lendir meira á konum, fyrir aldursbilið 55-64 ára um 26% kvenna á móti um 20% karla. Það hefur verið sett í samhengi við aukna örorku kvenna á þessu aldursbili og vísbendingar um aukið brottfall af vinnumarkaði. Ekki eiga allir ættingja sem geta tekið að sér umönnun. Það þarf að auka jöfnuð og aðgengi að læknisþjónustu. VG vill að eldra fólk geti búið lengur heima með því að raunverulega efla félagslega heimaþjónustu fyrir aldraða og samþætta heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og fjölga búsetu- og þjónustuleiðum. VG vill horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu og tryggja samþættingu þjónustu ólíkra kerfa. VG vill auka samráð við fólk sem nýtir velferðarþjónustu. Margoft hefur verið vísað í doktorsritgerð Janusar Guðlaugssonar þar sem kannað var hver áhrif líkamsræktar eru á farsæla öldrun. Sú rannsókn leiddi í ljós að verulegur ávinningur er af fjölþættri heilsurækt og reglubundnu heilsueftirliti eldra fólks. VG vill stóraukna heilsueflingu eldra fólks og sporna gegn einmanaleika. Höfundur skipar 20. sæti á lista VG í Hafnarfirði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun