Drögum úr ójöfnuði í heilsufari og lífslíkum Björg Sveinsdóttir skrifar 30. apríl 2022 08:01 Síðasta haust sótti undirrituð málþing BSRB og ASÍ um heilbriðgðismál, þar flutti meðal annarra Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur á sviði stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ, erindið: Bilið sem þarf að brúa,ójöfnuður í heilsufari og mótsagnir í öldrunarmálum. Í erindi hennar kom fram að mælanlegur ójöfnuður er á heilsufari og lífslíkum eftir menntun, kyni og fjárhagslegri stöðu. Þar komu fram tölur um hlutfall fólks á vinnumarkaði sem neitaði sér um heilbrigðisþjónustu (Dæmi: Launfólk sem neitaði sér um tannlæknaþjónustu 29,1% og atvinnulausir 46,9% á 6 mánaða tímabili). Því er spáð að hlutfall 67 ára og eldri af mannfjölda aukist úr 13% í 16% á næstu 10 árum en hjúkrunarrýmum hefur fækkað um helming frá árinu 2007. Á sama tíma fjölgar á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og biðtími lengist - 1. Janúar 2021 voru 453 manns á biðlista, samkvæmt landlæknisembættinu. Hvað á að koma í staðinn fyrir hjúkrunarrými? Jú, efld heimaþjónusta og dagþjónusta en beinlínis er gert ráð fyrir að ættingjar komi meira að umönnun sem er þegar töluverð. Sérstaka athygli mína vakti umfjöllun Söru um hlutfall einstaklinga á aldrinum 18-64 ára sem segjast annast fatlaðan eða aldraðan ættingja eftir Evrópulöndum. Í Danmörku var það 0,7% þar sem ástandið er best í Evrópu, en á Íslandi, þar sem ástandið er verst, eru það 8,9%. Á Íslandi er mjög há atvinnuþátttaka kvenna en umönnunarbyrði vegna ættingja á Íslandi árið 2018 skiptist ekki jafnt. Ljóst er að þetta hlutverk lendir meira á konum, fyrir aldursbilið 55-64 ára um 26% kvenna á móti um 20% karla. Það hefur verið sett í samhengi við aukna örorku kvenna á þessu aldursbili og vísbendingar um aukið brottfall af vinnumarkaði. Ekki eiga allir ættingja sem geta tekið að sér umönnun. Það þarf að auka jöfnuð og aðgengi að læknisþjónustu. VG vill að eldra fólk geti búið lengur heima með því að raunverulega efla félagslega heimaþjónustu fyrir aldraða og samþætta heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og fjölga búsetu- og þjónustuleiðum. VG vill horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu og tryggja samþættingu þjónustu ólíkra kerfa. VG vill auka samráð við fólk sem nýtir velferðarþjónustu. Margoft hefur verið vísað í doktorsritgerð Janusar Guðlaugssonar þar sem kannað var hver áhrif líkamsræktar eru á farsæla öldrun. Sú rannsókn leiddi í ljós að verulegur ávinningur er af fjölþættri heilsurækt og reglubundnu heilsueftirliti eldra fólks. VG vill stóraukna heilsueflingu eldra fólks og sporna gegn einmanaleika. Höfundur skipar 20. sæti á lista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta haust sótti undirrituð málþing BSRB og ASÍ um heilbriðgðismál, þar flutti meðal annarra Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur á sviði stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ, erindið: Bilið sem þarf að brúa,ójöfnuður í heilsufari og mótsagnir í öldrunarmálum. Í erindi hennar kom fram að mælanlegur ójöfnuður er á heilsufari og lífslíkum eftir menntun, kyni og fjárhagslegri stöðu. Þar komu fram tölur um hlutfall fólks á vinnumarkaði sem neitaði sér um heilbrigðisþjónustu (Dæmi: Launfólk sem neitaði sér um tannlæknaþjónustu 29,1% og atvinnulausir 46,9% á 6 mánaða tímabili). Því er spáð að hlutfall 67 ára og eldri af mannfjölda aukist úr 13% í 16% á næstu 10 árum en hjúkrunarrýmum hefur fækkað um helming frá árinu 2007. Á sama tíma fjölgar á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og biðtími lengist - 1. Janúar 2021 voru 453 manns á biðlista, samkvæmt landlæknisembættinu. Hvað á að koma í staðinn fyrir hjúkrunarrými? Jú, efld heimaþjónusta og dagþjónusta en beinlínis er gert ráð fyrir að ættingjar komi meira að umönnun sem er þegar töluverð. Sérstaka athygli mína vakti umfjöllun Söru um hlutfall einstaklinga á aldrinum 18-64 ára sem segjast annast fatlaðan eða aldraðan ættingja eftir Evrópulöndum. Í Danmörku var það 0,7% þar sem ástandið er best í Evrópu, en á Íslandi, þar sem ástandið er verst, eru það 8,9%. Á Íslandi er mjög há atvinnuþátttaka kvenna en umönnunarbyrði vegna ættingja á Íslandi árið 2018 skiptist ekki jafnt. Ljóst er að þetta hlutverk lendir meira á konum, fyrir aldursbilið 55-64 ára um 26% kvenna á móti um 20% karla. Það hefur verið sett í samhengi við aukna örorku kvenna á þessu aldursbili og vísbendingar um aukið brottfall af vinnumarkaði. Ekki eiga allir ættingja sem geta tekið að sér umönnun. Það þarf að auka jöfnuð og aðgengi að læknisþjónustu. VG vill að eldra fólk geti búið lengur heima með því að raunverulega efla félagslega heimaþjónustu fyrir aldraða og samþætta heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og fjölga búsetu- og þjónustuleiðum. VG vill horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu og tryggja samþættingu þjónustu ólíkra kerfa. VG vill auka samráð við fólk sem nýtir velferðarþjónustu. Margoft hefur verið vísað í doktorsritgerð Janusar Guðlaugssonar þar sem kannað var hver áhrif líkamsræktar eru á farsæla öldrun. Sú rannsókn leiddi í ljós að verulegur ávinningur er af fjölþættri heilsurækt og reglubundnu heilsueftirliti eldra fólks. VG vill stóraukna heilsueflingu eldra fólks og sporna gegn einmanaleika. Höfundur skipar 20. sæti á lista VG í Hafnarfirði.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun