Fótbolti

Börsungar leika eitt tímabil á Ólympíuleikvanginum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ólympíuleikarnir fóru fram á Montujic vellinum árið 1992.
Ólympíuleikarnir fóru fram á Montujic vellinum árið 1992. Steve Etherington/EMPICS via Getty Images

Spænska stórveldið Barcelona mun flytja sig af heimavelli liðsins tímabilið 2023-2024 yfir á Ólympíuleikvanginn í Montujic á meðan framkvæmdir standa yfir á Camp Nou.

Börsungar hafa fengið grænt ljós frá borgaryfirvöldum og geta því hafið framkvæmdir á vellinum í júní. 

Hinn sögufrægi heimavöllur liðsins mun þó geta tekið við áhorfendum í flest sæti á næsta tímabili, en félagið þarf svo að flytja sig yfir á Ólympíuleikvanginn tímabilið eftir það.

Börsungar munu svo flytja aftur heim tímabilið 2024-2025, en þá mun Camp Nou einungis geta tekið við helmingi þeirra áhorfenda sem nú rúmast þar fyrir. Ef allt gengur eftir áætlun mun félagið svo geta fyllt völlinn á ný tímabilið 2025-2026.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×