Það er nægt byggingaland í Hafnarfirði Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 28. apríl 2022 11:30 Allir þurfa þak yfir höfuðið. Ungu hjónin sem eru að hefja búskap með eða án barna, námsmaðurinn sem vill standa á eigin fótum, einstæðu foreldrarnir, einstaklingar á öllum aldri, farandverkafólk, miðaldra hjónin þar sem ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, aldraðir, öryrkjar og hinar ýmsu fjölskyldugerðir. Þarfirnar eru mismunandi þar sem ólík íbúðaform henta ólíkum einstaklingum og fjölskyldum. Því er mikilvægt að fjölbreytt framboð húsnæðis sé fyrir hendi bæði til eignar og leigu. Viðvarandi skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hann stafar meðal annars af því hversu þunglamalegt skipulagsferlið er og af tregðu ráðandi meirihluta til að viðhalda nægu lóðaframboði. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins setur bæjarfélögum vissar skorður hvað varðar uppbyggingu nýrra svæða og er í núverandi svæðisskipulagi mikil áhersla lögð á þéttingu byggðar. Hafnarfjörður hefur því takmarkaða möguleika innan gildandi skipulags til að bæta við nýbyggingarsvæðum. Nægt landrými er hins vegar fyrir hendi og því allir möguleikar á því að mæta hinni miklu lóðaþörf . Þótt þéttingarreitir séu mikilvægir, þá er ljóst að byggingamagn á slíkum reitum verður alltaf takmarkað, auk þess sem mun dýrara er að byggja þéttingarreiti heldur en ný óbyggð svæði og húsnæði á slíkum svæðum hentar því ekki efnaminni fjölskyldum. Því er mikilvægt að endurskoða svæðisskipulagið strax að loknum kosningum til að lyfta þeim klafa sem er á skipulagsmálum bæjarins í dag. Á kjörtímabilinu sem nú er að renna sitt skeið, eða frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2022, hefur íbúum Hafnarfjarðar samkvæmt tölum Hagstofu einungis fjölgað um 1% eða um 351 íbúa á sama tíma og íbúafjölgun annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var miklu meiri eða allt að 23%. Hér er um algera stöðnun að ræða í Hafnarfirði sem að mestu leyti má rekja til heimatilbúins skorts á lóðaframboði. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaðnum hefur m.a. leitt til þeirrar óásættanlegu stöðu að atvinnuhúsnæði hefur í auknum mæli verið nýtt sem íbúðarhúsnæði en í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um búsetu í atvinnuhúsnæði kemur fram að slík búseta sé hlutfallslega langmest í Hafnarfirði eða 1,6% íbúa. Brunavörnum, öryggi og aðbúnaði íbúa er iðulega ábótavant í slíku húsnæði enda ekki ætlað til búsetu. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði ætla að breyta byggðamörkum í svæðisskipulagi og tryggja aukið og fjölbreytt lóðaframboð fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði, auk þess að lækka lóðagjöld svo unnt sé að byggja hagkvæmari íbúðir. M-listinn vinnur fyrir þig! Höfundur skipar 2. sætið á M-lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allir þurfa þak yfir höfuðið. Ungu hjónin sem eru að hefja búskap með eða án barna, námsmaðurinn sem vill standa á eigin fótum, einstæðu foreldrarnir, einstaklingar á öllum aldri, farandverkafólk, miðaldra hjónin þar sem ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, aldraðir, öryrkjar og hinar ýmsu fjölskyldugerðir. Þarfirnar eru mismunandi þar sem ólík íbúðaform henta ólíkum einstaklingum og fjölskyldum. Því er mikilvægt að fjölbreytt framboð húsnæðis sé fyrir hendi bæði til eignar og leigu. Viðvarandi skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hann stafar meðal annars af því hversu þunglamalegt skipulagsferlið er og af tregðu ráðandi meirihluta til að viðhalda nægu lóðaframboði. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins setur bæjarfélögum vissar skorður hvað varðar uppbyggingu nýrra svæða og er í núverandi svæðisskipulagi mikil áhersla lögð á þéttingu byggðar. Hafnarfjörður hefur því takmarkaða möguleika innan gildandi skipulags til að bæta við nýbyggingarsvæðum. Nægt landrými er hins vegar fyrir hendi og því allir möguleikar á því að mæta hinni miklu lóðaþörf . Þótt þéttingarreitir séu mikilvægir, þá er ljóst að byggingamagn á slíkum reitum verður alltaf takmarkað, auk þess sem mun dýrara er að byggja þéttingarreiti heldur en ný óbyggð svæði og húsnæði á slíkum svæðum hentar því ekki efnaminni fjölskyldum. Því er mikilvægt að endurskoða svæðisskipulagið strax að loknum kosningum til að lyfta þeim klafa sem er á skipulagsmálum bæjarins í dag. Á kjörtímabilinu sem nú er að renna sitt skeið, eða frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2022, hefur íbúum Hafnarfjarðar samkvæmt tölum Hagstofu einungis fjölgað um 1% eða um 351 íbúa á sama tíma og íbúafjölgun annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var miklu meiri eða allt að 23%. Hér er um algera stöðnun að ræða í Hafnarfirði sem að mestu leyti má rekja til heimatilbúins skorts á lóðaframboði. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaðnum hefur m.a. leitt til þeirrar óásættanlegu stöðu að atvinnuhúsnæði hefur í auknum mæli verið nýtt sem íbúðarhúsnæði en í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um búsetu í atvinnuhúsnæði kemur fram að slík búseta sé hlutfallslega langmest í Hafnarfirði eða 1,6% íbúa. Brunavörnum, öryggi og aðbúnaði íbúa er iðulega ábótavant í slíku húsnæði enda ekki ætlað til búsetu. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði ætla að breyta byggðamörkum í svæðisskipulagi og tryggja aukið og fjölbreytt lóðaframboð fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði, auk þess að lækka lóðagjöld svo unnt sé að byggja hagkvæmari íbúðir. M-listinn vinnur fyrir þig! Höfundur skipar 2. sætið á M-lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar