Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafna börnum í viðkvæmri stöðu Lúðvík Júlíusson skrifar 27. apríl 2022 16:01 Sveitarfélög eiga að veita þjónustu á grundvelli laga 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk. Í lögunum stendur: „Þegar fötluð börn og fjölskyldur eiga í hlut skal einnig framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt“ einnig stendur: „Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.“ og „Fjölskyldur fatlaðra barna skulu fá nægilega þjónustu til þess að fötluð börn þeirra geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra.“ Á þessum grundvelli sótti foreldri um þjónustu og stuðning fyrir sig og barnið sitt. Svar Reykjavíkurborgar var stutt: „Synjað“ Ástæðan var ekki sú að barnið ætti ekki rétt á þjónustu heldur var ástæðan sú að foreldrar búa ekki saman. Barnið, eins og önnur börn á Íslandi, hefur engin sjálfstæð réttindi heldur eru réttindi barnsins „eign“ þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Í Kópavogi þá hefur lögheimilisforeldri eitt rétt til að sækja um þjónustu og fá stuðning á grundvelli laga 38/2018. Hitt foreldrið fær kannski „skoðunaraðgang“. Það fer allt eftir geðþótta starfsmanns en ekki eftir forsjá, umgengni, samstarfsvilja foreldra eða því sem barni er fyrir bestu. Börn sem fara reglulega í umgengni, þrátt fyrir að umgengni sé vika-vika og forsjá sameiginleg, njóta ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fara á heimili þar sem foreldri fær nauðsynlegan stuðning og þjónustu til að veita barninu bestu mögulega uppeldisskilyrði. Þessi réttindi veita hvorki Reykjavíkurborg né Kópavogsbær. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála SÞ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þó hann sé lögfestur á Íslandi með lögum 19/2013. Sáttmálinn kveður meðal annars á um að: öll börn skuli vera jöfn (2. gr.), börn eigi að geta notið leiðsagnar foreldra (5. gr.), stjórnvöld eigi að virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna (5. gr.), börn eigi rétt á að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6. gr.), foreldrar beri aðalábyrgð á uppeldi barna sinna og þegar barn á tvo foreldra þá beri þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins (18. gr.). Börn njóta ekki „farsældar“ Ekkert sveitarfélag sem ég veit um virðir réttindi barna í þessari viðkvæmu stöðu. Stjórnvöld eru ekki að tryggja að börn hafi foreldra sér til halds og trausts. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki óskað eftir því að lögum verði breytt svo hægt sé að veita börnum heildstæða og samfellda þjónustu. Ég er mjög áhugasamur að heyra í frambjóðendum hvað þeir ætla að gera til að tryggja að ekkert barn sé skilið eftir. Ef þetta er algjör misskilningur hjá mér þá þætti mér einnig vænt um að heyra í sveitarstjórnarfólki sem getur leiðrétt hann. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með í samfélaginu okkar? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundsson Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Sveitarfélög eiga að veita þjónustu á grundvelli laga 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk. Í lögunum stendur: „Þegar fötluð börn og fjölskyldur eiga í hlut skal einnig framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt“ einnig stendur: „Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.“ og „Fjölskyldur fatlaðra barna skulu fá nægilega þjónustu til þess að fötluð börn þeirra geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra.“ Á þessum grundvelli sótti foreldri um þjónustu og stuðning fyrir sig og barnið sitt. Svar Reykjavíkurborgar var stutt: „Synjað“ Ástæðan var ekki sú að barnið ætti ekki rétt á þjónustu heldur var ástæðan sú að foreldrar búa ekki saman. Barnið, eins og önnur börn á Íslandi, hefur engin sjálfstæð réttindi heldur eru réttindi barnsins „eign“ þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Í Kópavogi þá hefur lögheimilisforeldri eitt rétt til að sækja um þjónustu og fá stuðning á grundvelli laga 38/2018. Hitt foreldrið fær kannski „skoðunaraðgang“. Það fer allt eftir geðþótta starfsmanns en ekki eftir forsjá, umgengni, samstarfsvilja foreldra eða því sem barni er fyrir bestu. Börn sem fara reglulega í umgengni, þrátt fyrir að umgengni sé vika-vika og forsjá sameiginleg, njóta ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fara á heimili þar sem foreldri fær nauðsynlegan stuðning og þjónustu til að veita barninu bestu mögulega uppeldisskilyrði. Þessi réttindi veita hvorki Reykjavíkurborg né Kópavogsbær. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála SÞ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þó hann sé lögfestur á Íslandi með lögum 19/2013. Sáttmálinn kveður meðal annars á um að: öll börn skuli vera jöfn (2. gr.), börn eigi að geta notið leiðsagnar foreldra (5. gr.), stjórnvöld eigi að virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna (5. gr.), börn eigi rétt á að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6. gr.), foreldrar beri aðalábyrgð á uppeldi barna sinna og þegar barn á tvo foreldra þá beri þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins (18. gr.). Börn njóta ekki „farsældar“ Ekkert sveitarfélag sem ég veit um virðir réttindi barna í þessari viðkvæmu stöðu. Stjórnvöld eru ekki að tryggja að börn hafi foreldra sér til halds og trausts. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki óskað eftir því að lögum verði breytt svo hægt sé að veita börnum heildstæða og samfellda þjónustu. Ég er mjög áhugasamur að heyra í frambjóðendum hvað þeir ætla að gera til að tryggja að ekkert barn sé skilið eftir. Ef þetta er algjör misskilningur hjá mér þá þætti mér einnig vænt um að heyra í sveitarstjórnarfólki sem getur leiðrétt hann. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með í samfélaginu okkar? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar