Viðreisn vill faglega ráðinn bæjarstjóra næsta kjörtímabil Jón Ingi Hákonarson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður að koma rekstri Hafnarfjarðarbæjar í jafnvægi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skilar af sér þröngu búi þar sem reglulegar tekjur eru langt frá því að standa undir reglulegum útgjöldum. Sala eigna hefur staðið undir fjárfestingu og niðurgreiðslu lána, reksturinn stendur ekki undir sér. Það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er sú bjargfasta trú fulltrúa meirihlutans um það að hér gangi allt í haginn og að miklum árangri hafi verið náði í rekstri Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Það ber vott um algjöran skort á fjármálalæsi og í mínum huga fer ekki saman ábyrg fjármálastjórnun og torlæsi á fjármál. Það að selja eignir til að eiga fyrir launum og afborgunum lána er ekki hugmyndafræði til útflutnings. Það er því mikilvægt að fá til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju til að aðstoða okkur við að koma rekstrinum i gott horf. Hlutverk bæjarfulltrúa er tvíþætt að mínu mati, annars vegar að móta stefnuna og hins vegar aðhafa eftirlit með rekstrinum. Það er ekki hollt að hafa æðsta embættismann bæjarins kjörinn af meirihlutanum. Bæjarstjórinn verður að njóta trausts allra bæjarfulltrúa og vera ákveðið mótvægi við kjörna fulltrúa og tengiliður milli þeirra og embættismanna og starfsfólks bæjarins. Hafnarfjarðarbær er að stórum hluta rekstrarfélag og það væri styrkur fyrir sviðsstjóra að hafa reynslumikla rekstrarmanneskju sem gæti stutt við þá með þekkingu og reynslu. Auðvitað kitlar það egóið að vilja verða bæjarstjóri, ég efst ekki um að metnaðarfullir oddvitar hafi vilja til þess. En við höfum ekki efni á því að kitla egóin, við verðum að hafa þá gæfu til að bera að ráða réttu manneskjuna í þetta lykilhlutverk. Fyrsta skrefið í átt að ábyrgri fjármálastjórn er að átta sig á stöðunni, næsta skref er ráða til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju í starf bæjarstjóra. Setjum bæjarfélagið í fyrsta sæti, almannahagsmunir eru í húfi. Meiri fagmennsku, meiri skynsemi, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður að koma rekstri Hafnarfjarðarbæjar í jafnvægi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skilar af sér þröngu búi þar sem reglulegar tekjur eru langt frá því að standa undir reglulegum útgjöldum. Sala eigna hefur staðið undir fjárfestingu og niðurgreiðslu lána, reksturinn stendur ekki undir sér. Það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er sú bjargfasta trú fulltrúa meirihlutans um það að hér gangi allt í haginn og að miklum árangri hafi verið náði í rekstri Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Það ber vott um algjöran skort á fjármálalæsi og í mínum huga fer ekki saman ábyrg fjármálastjórnun og torlæsi á fjármál. Það að selja eignir til að eiga fyrir launum og afborgunum lána er ekki hugmyndafræði til útflutnings. Það er því mikilvægt að fá til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju til að aðstoða okkur við að koma rekstrinum i gott horf. Hlutverk bæjarfulltrúa er tvíþætt að mínu mati, annars vegar að móta stefnuna og hins vegar aðhafa eftirlit með rekstrinum. Það er ekki hollt að hafa æðsta embættismann bæjarins kjörinn af meirihlutanum. Bæjarstjórinn verður að njóta trausts allra bæjarfulltrúa og vera ákveðið mótvægi við kjörna fulltrúa og tengiliður milli þeirra og embættismanna og starfsfólks bæjarins. Hafnarfjarðarbær er að stórum hluta rekstrarfélag og það væri styrkur fyrir sviðsstjóra að hafa reynslumikla rekstrarmanneskju sem gæti stutt við þá með þekkingu og reynslu. Auðvitað kitlar það egóið að vilja verða bæjarstjóri, ég efst ekki um að metnaðarfullir oddvitar hafi vilja til þess. En við höfum ekki efni á því að kitla egóin, við verðum að hafa þá gæfu til að bera að ráða réttu manneskjuna í þetta lykilhlutverk. Fyrsta skrefið í átt að ábyrgri fjármálastjórn er að átta sig á stöðunni, næsta skref er ráða til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju í starf bæjarstjóra. Setjum bæjarfélagið í fyrsta sæti, almannahagsmunir eru í húfi. Meiri fagmennsku, meiri skynsemi, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun