Viðreisn vill faglega ráðinn bæjarstjóra næsta kjörtímabil Jón Ingi Hákonarson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður að koma rekstri Hafnarfjarðarbæjar í jafnvægi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skilar af sér þröngu búi þar sem reglulegar tekjur eru langt frá því að standa undir reglulegum útgjöldum. Sala eigna hefur staðið undir fjárfestingu og niðurgreiðslu lána, reksturinn stendur ekki undir sér. Það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er sú bjargfasta trú fulltrúa meirihlutans um það að hér gangi allt í haginn og að miklum árangri hafi verið náði í rekstri Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Það ber vott um algjöran skort á fjármálalæsi og í mínum huga fer ekki saman ábyrg fjármálastjórnun og torlæsi á fjármál. Það að selja eignir til að eiga fyrir launum og afborgunum lána er ekki hugmyndafræði til útflutnings. Það er því mikilvægt að fá til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju til að aðstoða okkur við að koma rekstrinum i gott horf. Hlutverk bæjarfulltrúa er tvíþætt að mínu mati, annars vegar að móta stefnuna og hins vegar aðhafa eftirlit með rekstrinum. Það er ekki hollt að hafa æðsta embættismann bæjarins kjörinn af meirihlutanum. Bæjarstjórinn verður að njóta trausts allra bæjarfulltrúa og vera ákveðið mótvægi við kjörna fulltrúa og tengiliður milli þeirra og embættismanna og starfsfólks bæjarins. Hafnarfjarðarbær er að stórum hluta rekstrarfélag og það væri styrkur fyrir sviðsstjóra að hafa reynslumikla rekstrarmanneskju sem gæti stutt við þá með þekkingu og reynslu. Auðvitað kitlar það egóið að vilja verða bæjarstjóri, ég efst ekki um að metnaðarfullir oddvitar hafi vilja til þess. En við höfum ekki efni á því að kitla egóin, við verðum að hafa þá gæfu til að bera að ráða réttu manneskjuna í þetta lykilhlutverk. Fyrsta skrefið í átt að ábyrgri fjármálastjórn er að átta sig á stöðunni, næsta skref er ráða til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju í starf bæjarstjóra. Setjum bæjarfélagið í fyrsta sæti, almannahagsmunir eru í húfi. Meiri fagmennsku, meiri skynsemi, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður að koma rekstri Hafnarfjarðarbæjar í jafnvægi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skilar af sér þröngu búi þar sem reglulegar tekjur eru langt frá því að standa undir reglulegum útgjöldum. Sala eigna hefur staðið undir fjárfestingu og niðurgreiðslu lána, reksturinn stendur ekki undir sér. Það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er sú bjargfasta trú fulltrúa meirihlutans um það að hér gangi allt í haginn og að miklum árangri hafi verið náði í rekstri Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Það ber vott um algjöran skort á fjármálalæsi og í mínum huga fer ekki saman ábyrg fjármálastjórnun og torlæsi á fjármál. Það að selja eignir til að eiga fyrir launum og afborgunum lána er ekki hugmyndafræði til útflutnings. Það er því mikilvægt að fá til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju til að aðstoða okkur við að koma rekstrinum i gott horf. Hlutverk bæjarfulltrúa er tvíþætt að mínu mati, annars vegar að móta stefnuna og hins vegar aðhafa eftirlit með rekstrinum. Það er ekki hollt að hafa æðsta embættismann bæjarins kjörinn af meirihlutanum. Bæjarstjórinn verður að njóta trausts allra bæjarfulltrúa og vera ákveðið mótvægi við kjörna fulltrúa og tengiliður milli þeirra og embættismanna og starfsfólks bæjarins. Hafnarfjarðarbær er að stórum hluta rekstrarfélag og það væri styrkur fyrir sviðsstjóra að hafa reynslumikla rekstrarmanneskju sem gæti stutt við þá með þekkingu og reynslu. Auðvitað kitlar það egóið að vilja verða bæjarstjóri, ég efst ekki um að metnaðarfullir oddvitar hafi vilja til þess. En við höfum ekki efni á því að kitla egóin, við verðum að hafa þá gæfu til að bera að ráða réttu manneskjuna í þetta lykilhlutverk. Fyrsta skrefið í átt að ábyrgri fjármálastjórn er að átta sig á stöðunni, næsta skref er ráða til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju í starf bæjarstjóra. Setjum bæjarfélagið í fyrsta sæti, almannahagsmunir eru í húfi. Meiri fagmennsku, meiri skynsemi, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar