Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 15:59 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. Gangi áform Icelandair eftir verður hægt að fljúga til og frá 42 áfangastöðum frá Norðurlandi með stuttu stoppi á Keflavíkurflugvelli yfir sumartímann í náinni framtíð. Þetta kom fram í erindi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, á ráðstefnu Markaðsstofu Norðurlands í dag sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi. Samkvæmt framtíðarsýninni verður flogið fram og til baka milli Akureyrar og Keflavíkur tvisvar á dag til að þjónusta farþega á leið til og frá Evrópu og Ameríku. Bogi sagði að það væri sameiginlegt verkefni að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið samhliða vexti ferðaþjónustunnar og að Icelandair tæki hlutverki sínu í þeirri þróun alvarlega. Flæði ferðamanna frá erlendum mörkuðum flugfélagsins til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar hafi stóraukist eftir að innanlandsflugið var fært inn í Icelandair og erlendum ferðamönnum gert auðveldar að bóka flug þangað með auðveldari hætti. Nú er unnið að því að stækka flugstöðina á Akureyri til að bæta aðstöðu fyrir utanlandsflug.ISAVIA Ýmislegt þurfi að ganga upp Forstjórinn sagði að Icelandair ætli að styrkja tengingarnar milli millilanda- og innanlandsflugsins enn frekar og sú vinna sé þegar hafin. Icelandair sæi veruleg tækifæri í þessari þróun. „Þetta gerist þó ekki á einni nóttu. Það þarf ýmislegt að ganga upp til þess að þessi framtíðarsýn okkar gangi eftir.“ Til að mynda þyrfti að bæta innviði fyrir innanlandsflug á Keflavíkurflugvelli með aðkomu Isavia og einfalda flæðið á flugvellinum. Ítrekað hefur verið reynt að viðhalda áætlunarflugi milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og síðast flaug Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair, milli áfangastaðanna árið 2018. Air Iceland Connect rann inn í Icelandair í mars 2021. Fréttir af flugi Icelandair Akureyri Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Gangi áform Icelandair eftir verður hægt að fljúga til og frá 42 áfangastöðum frá Norðurlandi með stuttu stoppi á Keflavíkurflugvelli yfir sumartímann í náinni framtíð. Þetta kom fram í erindi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, á ráðstefnu Markaðsstofu Norðurlands í dag sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi. Samkvæmt framtíðarsýninni verður flogið fram og til baka milli Akureyrar og Keflavíkur tvisvar á dag til að þjónusta farþega á leið til og frá Evrópu og Ameríku. Bogi sagði að það væri sameiginlegt verkefni að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið samhliða vexti ferðaþjónustunnar og að Icelandair tæki hlutverki sínu í þeirri þróun alvarlega. Flæði ferðamanna frá erlendum mörkuðum flugfélagsins til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar hafi stóraukist eftir að innanlandsflugið var fært inn í Icelandair og erlendum ferðamönnum gert auðveldar að bóka flug þangað með auðveldari hætti. Nú er unnið að því að stækka flugstöðina á Akureyri til að bæta aðstöðu fyrir utanlandsflug.ISAVIA Ýmislegt þurfi að ganga upp Forstjórinn sagði að Icelandair ætli að styrkja tengingarnar milli millilanda- og innanlandsflugsins enn frekar og sú vinna sé þegar hafin. Icelandair sæi veruleg tækifæri í þessari þróun. „Þetta gerist þó ekki á einni nóttu. Það þarf ýmislegt að ganga upp til þess að þessi framtíðarsýn okkar gangi eftir.“ Til að mynda þyrfti að bæta innviði fyrir innanlandsflug á Keflavíkurflugvelli með aðkomu Isavia og einfalda flæðið á flugvellinum. Ítrekað hefur verið reynt að viðhalda áætlunarflugi milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og síðast flaug Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair, milli áfangastaðanna árið 2018. Air Iceland Connect rann inn í Icelandair í mars 2021.
Fréttir af flugi Icelandair Akureyri Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45 Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. 2. ágúst 2019 12:45
Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust. 4. maí 2018 20:15
Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00