Menningarsögu fargað í Hafnarfirði? Árni Matthíasson og Árni Áskelsson skrifa 26. apríl 2022 07:00 Þó margt sé vel gert í Hafnarfirði þá situr iðulega það á hakanum sem ekki er hægt að verðmerkja eða reikna út i krónum og aurum. Þar á meðal eru menningarmál, til að mynda staða leikfélaganna í Hafnarfirði: Leikfélags Hafnarfjarðar, sem er á hrakhólum, og Gaflaraleikhússins, sem verður brátt á hrakhólum, ef svo fer sem horfir. Það segir sitt að síðasta leikrit Leikfélags Hafnarfjarðar var sýnt í Kópavogi. Aðsend Tónlistariðja ungmenna hefur sína aðstöðu í Músík og mótor á Dalshrauni eins og við nafnarnir fengum að kynnast í menningargöngu VG í Hafnarfirði undir leiðsögn Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns, fyrir stuttu. Magnús fræddi okkur um það hvað skiptir máli til að efla tónlistariðkun ungmenna og Margrét Gauja Magnúsdóttir, yfirmaður Hamarsins ungmennahúss og Músík & mótors, fræddi okkur um það starf sem þar fer fram og hugmyndafræðina á bak við það. Göngunni lauk svo í Hljóðrita, sem er sennilega eitt best geymda menningar-leyndarmál Hafnarfjarðar: Innan um ýmislegan smáiðnað og verslanir á Trönuhrauni er hljóðverið Hljóðriti, sem var stofnsett fyrir nærfellt fimmtíu árum og er enn rekið í sama húsnæði. Þar var lengi helsta hljóðver landsins þar sem margar vinsælustu plötur Íslands voru teknar upp og líka sumar þær bestu. Aðsend Ekki er þó bara að Hljóðriti sé á efstu hæðinni á Trönuhrauni 6, heldur eru fleiri stúdíó í húsinu, hljóðverin Higher, Friðland, og Skamm, syntha smiðja- og viðgerðarstofan Lalaland, Gítarsmiðurinn Brooks, plötufyrirtækið Record Records og vinylsmiðjan og plötubúðin Vinyll.is. Öll þessi starfsemi er er sjálfsprottin, þó ekki hafi hún orðið til úr engu, heldur er hún afrakstur atorku, skipulags og gríðarlegrar vinnu þeirra sem reka þessi fyrirtæki. Segja má að þarna á Trönuhrauninu sé vísir að einskonar menningarlegri stóriðju á íslenskan mælikvarða, listiðja sem skapar störf og tekjur fyrir þá sem að henni starfa, en líka tekjur vegna tengdrar starfsemi, til að mynda menningar-tengdrar ferðamennsku sem sækir í sig veðrið um allan heim. Það var því nöturlegt að heyra að bæjaryfirvöld virðast ekki hafa gefið þessari starfsemi gaum, vita kannski ekki einu sinni af henni, því áform eru um að rífa obbann af húsum á svæðinu til að breyta í íðbúðarbyggð. Vissulega er hægt að smíða ný hljóðver, setja upp tæki og tól í öðru húsnæði, en þá er verið að farga menningarsögu sem ekki verður endurheimt. Árni Matthíasson skipar 4.sæti og Árni Áskelsson 18. sæti á framboðslista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hafnarfjörður Menning Leikhús Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þó margt sé vel gert í Hafnarfirði þá situr iðulega það á hakanum sem ekki er hægt að verðmerkja eða reikna út i krónum og aurum. Þar á meðal eru menningarmál, til að mynda staða leikfélaganna í Hafnarfirði: Leikfélags Hafnarfjarðar, sem er á hrakhólum, og Gaflaraleikhússins, sem verður brátt á hrakhólum, ef svo fer sem horfir. Það segir sitt að síðasta leikrit Leikfélags Hafnarfjarðar var sýnt í Kópavogi. Aðsend Tónlistariðja ungmenna hefur sína aðstöðu í Músík og mótor á Dalshrauni eins og við nafnarnir fengum að kynnast í menningargöngu VG í Hafnarfirði undir leiðsögn Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns, fyrir stuttu. Magnús fræddi okkur um það hvað skiptir máli til að efla tónlistariðkun ungmenna og Margrét Gauja Magnúsdóttir, yfirmaður Hamarsins ungmennahúss og Músík & mótors, fræddi okkur um það starf sem þar fer fram og hugmyndafræðina á bak við það. Göngunni lauk svo í Hljóðrita, sem er sennilega eitt best geymda menningar-leyndarmál Hafnarfjarðar: Innan um ýmislegan smáiðnað og verslanir á Trönuhrauni er hljóðverið Hljóðriti, sem var stofnsett fyrir nærfellt fimmtíu árum og er enn rekið í sama húsnæði. Þar var lengi helsta hljóðver landsins þar sem margar vinsælustu plötur Íslands voru teknar upp og líka sumar þær bestu. Aðsend Ekki er þó bara að Hljóðriti sé á efstu hæðinni á Trönuhrauni 6, heldur eru fleiri stúdíó í húsinu, hljóðverin Higher, Friðland, og Skamm, syntha smiðja- og viðgerðarstofan Lalaland, Gítarsmiðurinn Brooks, plötufyrirtækið Record Records og vinylsmiðjan og plötubúðin Vinyll.is. Öll þessi starfsemi er er sjálfsprottin, þó ekki hafi hún orðið til úr engu, heldur er hún afrakstur atorku, skipulags og gríðarlegrar vinnu þeirra sem reka þessi fyrirtæki. Segja má að þarna á Trönuhrauninu sé vísir að einskonar menningarlegri stóriðju á íslenskan mælikvarða, listiðja sem skapar störf og tekjur fyrir þá sem að henni starfa, en líka tekjur vegna tengdrar starfsemi, til að mynda menningar-tengdrar ferðamennsku sem sækir í sig veðrið um allan heim. Það var því nöturlegt að heyra að bæjaryfirvöld virðast ekki hafa gefið þessari starfsemi gaum, vita kannski ekki einu sinni af henni, því áform eru um að rífa obbann af húsum á svæðinu til að breyta í íðbúðarbyggð. Vissulega er hægt að smíða ný hljóðver, setja upp tæki og tól í öðru húsnæði, en þá er verið að farga menningarsögu sem ekki verður endurheimt. Árni Matthíasson skipar 4.sæti og Árni Áskelsson 18. sæti á framboðslista VG í Hafnarfirði.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun