Reggie Miller lét Ben Simmons heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 11:01 Ben Simmons mætir litríkur til leiks og situr á varamannabekk Brooklyn Nets í þessari úrslitakeppni en hann er ekkert að fara að klæða sig í keppnisbúning liðsins á næstunni eins og menn héldu um tíma. AP/John Minchillo Það er margir búnir að fá nóg af hrakfallasögu NBA-körfuboltamannsins Ben Simmons og nýjustu fréttirnar fóru illa í einn af mestu keppnismönnum sögunnar. Reggie Miller tókst aldrei að vinna NBA-titilinn en var nokkrum sinnum nálægt því. Hann spilaði allan ferilinn með Indiana Pacers og sýndi ávallt ótrúlegan sigurvilja á sínum farsæla ferli þótt að titilinn hafi aldrei komið í hús. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Miller var allt annað en ánægður með nýjustu fréttirnar af Ben Simmons sem hefur verið leikmaður Brooklyn Nets í marga mánuði en hefur enn ekki spilað með liðinu. Orðrómur um endurkomu Simmons hefur verið í gangi alla úrslitakeppnina og bandarískir fjölmiðlamenn þóttust vera búnir að hlera það að hann væri að fara að spila í leik fjögur. Nets tapaði hins vegar þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og er þvi einum tapleik frá sumarfríi. Eftir tap Nets í leiknum á laugardagskvöldið þá breyttist allt og nú komu fréttir um að Ben Simmons myndi ekki leika með Brooklyn í fjórða leiknum. Í síðasta leik hans datt hann út úr úrslitakeppninni með Philadelphia 76ers og átti þá á hættu að detta út úr úrslitakeppninni í tveimur leikjum í röð sem enginn hefur lent í frá því að úrslitakeppni NBA-deildarinnar var stofnuð. Þessar fréttir kölluðu á hörð viðbrögð frá Reggie Miller. „Ekki láta svona maður!!! Ekki með í leik fjögur þegar orðrómur var um að þú myndir spila þinn fyrsta leik. Þessi gæi er með núll prósent keppnisskap,“ skrifaði Reggie Miller á Twitter. „Það var smá von um að Nets gæti komið til baka í þessu einvígi. Þú ert með KD og Kyrie í liðinu og allt sem þarf er að vinna einn leik og meta stöðuna eftir það,“ skrifaði Miller á Twitter. Hann bætti við í myllumerki. „Sýndu karlmennsku,“ skrifaði Miller. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Reggie Miller tókst aldrei að vinna NBA-titilinn en var nokkrum sinnum nálægt því. Hann spilaði allan ferilinn með Indiana Pacers og sýndi ávallt ótrúlegan sigurvilja á sínum farsæla ferli þótt að titilinn hafi aldrei komið í hús. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Miller var allt annað en ánægður með nýjustu fréttirnar af Ben Simmons sem hefur verið leikmaður Brooklyn Nets í marga mánuði en hefur enn ekki spilað með liðinu. Orðrómur um endurkomu Simmons hefur verið í gangi alla úrslitakeppnina og bandarískir fjölmiðlamenn þóttust vera búnir að hlera það að hann væri að fara að spila í leik fjögur. Nets tapaði hins vegar þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og er þvi einum tapleik frá sumarfríi. Eftir tap Nets í leiknum á laugardagskvöldið þá breyttist allt og nú komu fréttir um að Ben Simmons myndi ekki leika með Brooklyn í fjórða leiknum. Í síðasta leik hans datt hann út úr úrslitakeppninni með Philadelphia 76ers og átti þá á hættu að detta út úr úrslitakeppninni í tveimur leikjum í röð sem enginn hefur lent í frá því að úrslitakeppni NBA-deildarinnar var stofnuð. Þessar fréttir kölluðu á hörð viðbrögð frá Reggie Miller. „Ekki láta svona maður!!! Ekki með í leik fjögur þegar orðrómur var um að þú myndir spila þinn fyrsta leik. Þessi gæi er með núll prósent keppnisskap,“ skrifaði Reggie Miller á Twitter. „Það var smá von um að Nets gæti komið til baka í þessu einvígi. Þú ert með KD og Kyrie í liðinu og allt sem þarf er að vinna einn leik og meta stöðuna eftir það,“ skrifaði Miller á Twitter. Hann bætti við í myllumerki. „Sýndu karlmennsku,“ skrifaði Miller. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira