Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 22:00 Það mun skýrast á næstu dögum hvort samkomulag náist milli ríki og borgar í þessu máli. Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum. Mikil umræða hefur skapast um þjóðarhöll sem íþróttahreyfingunni hefur lengi verið lofað og ríkisstjórnin segir í stjórnarsáttmála sínum að verði loks að veruleika á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar nefnilega á tillögum stýrihóps sem ráðherra hefur falið að halda utan um málið. „Það er mjög mikilvægt að við komum verkefnunum af stað. Þetta eru auðvitað stórar og miklar framkvæmdir en þetta hefur tekið eilítið lengri tíma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Verkefnin eru raunar þrjú. Það vantar nýjan fótboltavöll fyrir landsliðið, aðra höll fyrir inniíþróttir og loks frjálsíþróttahöll. Flestir búast við að þjóðarleikvangarnir þrír verði í Laugardalnum en svo þarf ekki endilega að vera. „Við höfum þess vegna verið í samtali við Reykjavíkurborg um það til þess að ná saman um kostnaðarskiptingu notkun á þessu mannvirki og svo framvegis. Ég bind bara vonir við að það geti gengið. Nú ef að það gengur ekki þá sjáum við að það er fjöldinn allur af sveitarfélögum sem að hefur sýnt því áhuga og jafnvel taka þátt í þessum verkefnum,“ segir Ásmundur. Mörg sveitarfélög spennt fyrir verkefninu Í gær skrifuðu allir sveitarstjórar á Suðurnesjunum sameiginlega grein þar sem þeir stungu upp á því að höllin yrði á Suðurnesjum en bæði Mosfellsbær og Selfoss hafa áður lýst yfir samskonar vilja. En hvað segir borgin við þessu? Við hittum borgarstjóra sem var við störf niðri í miðbæ Reykjavíkur í dag. „Það er þá bara þannig. Ég held að það þurfi bara fyrst og fremst að fara að taka af skarið í þessum efnum þannig að við getum farið að vinna að íþróttahúsi í Laugardalnum. Vonandi verður það þjóðarhöll en annars verður það hús fyrir Þrótt og Ármann,“ segir Dagur B. Eggertsson. Málið virðist eins og svo mörg önnur sem ríki og sveitarfélög koma bæði að snúast um það hver eigi að borga. „Þetta stendur í raun ekki á borginni en okkur finnst eðlilegt að ríkið taki þann hluta kostnaðar sem lýtur að áhorfendum, fjölmiðlaaðstöðu og þessum svona þjóðarleikvangshluta af framkvæmdinni,“ segir Dagur. En er ríkið ekki sammála ykkur þar? „Það skýrist bara vonandi núna á allra næstu dögum því að það skiptir máli að fá alveg skýrar línur í þetta fyrir þessi mánaðamót.“ Hefur ekki séð þjóðarleikvang fyrir sér annars staðar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í gær að hún sæi fyrir sér að þjóðarleikvangurinn myndi rísa í höfuðborginni. „Ég hef alltaf séð þjóðarleikvanginn fyrir mér í Reykjavík svo ég segi það nú bara heiðarlega,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „En auðvitað er ekkert útilokað í þeim efnum og það bara hangir á niðurstöðunni í þessum stýrihópi – hvort við náum ekki góðri niðurstöðu út úr honum.“ Ný þjóðarhöll Reykjavík Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Grindavík Mosfellsbær Ölfus Fótbolti Handbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um þjóðarhöll sem íþróttahreyfingunni hefur lengi verið lofað og ríkisstjórnin segir í stjórnarsáttmála sínum að verði loks að veruleika á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar nefnilega á tillögum stýrihóps sem ráðherra hefur falið að halda utan um málið. „Það er mjög mikilvægt að við komum verkefnunum af stað. Þetta eru auðvitað stórar og miklar framkvæmdir en þetta hefur tekið eilítið lengri tíma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Verkefnin eru raunar þrjú. Það vantar nýjan fótboltavöll fyrir landsliðið, aðra höll fyrir inniíþróttir og loks frjálsíþróttahöll. Flestir búast við að þjóðarleikvangarnir þrír verði í Laugardalnum en svo þarf ekki endilega að vera. „Við höfum þess vegna verið í samtali við Reykjavíkurborg um það til þess að ná saman um kostnaðarskiptingu notkun á þessu mannvirki og svo framvegis. Ég bind bara vonir við að það geti gengið. Nú ef að það gengur ekki þá sjáum við að það er fjöldinn allur af sveitarfélögum sem að hefur sýnt því áhuga og jafnvel taka þátt í þessum verkefnum,“ segir Ásmundur. Mörg sveitarfélög spennt fyrir verkefninu Í gær skrifuðu allir sveitarstjórar á Suðurnesjunum sameiginlega grein þar sem þeir stungu upp á því að höllin yrði á Suðurnesjum en bæði Mosfellsbær og Selfoss hafa áður lýst yfir samskonar vilja. En hvað segir borgin við þessu? Við hittum borgarstjóra sem var við störf niðri í miðbæ Reykjavíkur í dag. „Það er þá bara þannig. Ég held að það þurfi bara fyrst og fremst að fara að taka af skarið í þessum efnum þannig að við getum farið að vinna að íþróttahúsi í Laugardalnum. Vonandi verður það þjóðarhöll en annars verður það hús fyrir Þrótt og Ármann,“ segir Dagur B. Eggertsson. Málið virðist eins og svo mörg önnur sem ríki og sveitarfélög koma bæði að snúast um það hver eigi að borga. „Þetta stendur í raun ekki á borginni en okkur finnst eðlilegt að ríkið taki þann hluta kostnaðar sem lýtur að áhorfendum, fjölmiðlaaðstöðu og þessum svona þjóðarleikvangshluta af framkvæmdinni,“ segir Dagur. En er ríkið ekki sammála ykkur þar? „Það skýrist bara vonandi núna á allra næstu dögum því að það skiptir máli að fá alveg skýrar línur í þetta fyrir þessi mánaðamót.“ Hefur ekki séð þjóðarleikvang fyrir sér annars staðar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í gær að hún sæi fyrir sér að þjóðarleikvangurinn myndi rísa í höfuðborginni. „Ég hef alltaf séð þjóðarleikvanginn fyrir mér í Reykjavík svo ég segi það nú bara heiðarlega,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „En auðvitað er ekkert útilokað í þeim efnum og það bara hangir á niðurstöðunni í þessum stýrihópi – hvort við náum ekki góðri niðurstöðu út úr honum.“
Ný þjóðarhöll Reykjavík Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Grindavík Mosfellsbær Ölfus Fótbolti Handbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira