Hvenær erum við að tala um gerendameðvirkni og hvenær er þetta gerendastuðningur? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 19. apríl 2022 14:02 Hugtakið gerendameðvirkni hefur verið í mikilli notkun í umræðunni um ofbeldi á undanförnum misserum. Í MeToo-bylgjunni sem hófst fyrir um það bil ári síðan jókst orðanotkunin til muna - eða á sama tíma og við sáum þolendur nafngreina gerendur sína opinberlega. Margir hverjir eru þjóðþekktir einstaklingar og allir eiga þeir líka sitt net af aðstandendum. Við svona opinbera afhjúpun gerenda myndast hjá aðdáendum og aðstandendum þeirra einhverskonar togstreita sem þau svo tjá sig um á vettvangi fjölmiðla og samfélagsmiðla. Sú orðræða og umræða hefur verið kölluð gerendameðvirkni. Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að hafa flækt það aðeins fyrir mér að nota orðið meðvirkni í þessu samhengi. Mig langar aðeins að fá að velta vöngum yfir þessu hugtaki hér í þessum pistli. Ég skilgreindi sjálfa mig sem meðvirka lengi vel og það var í samhengi þess að hafa alist upp við alkóhólisma og öryggisleysi. Ég sótti til að mynda fundi hjá 12 spora samtökunum AlAnon í mörg ár til að fá bata frá meðvirkni með ágætum árangri. Á sl. árum hef ég svo áttað mig á því hugtakið meðvirkni er skilgreint á mismunandi vegu og er mögulega ennþá að taka breytingum. Einnig er spurning um hversu vítt hugtakið skuli túlkað og hvort það sé hægt að greina meðvirkni sem sjúkdóm. Einkenni meðvirkni og hvernig verður hún til Fimm kjarnaeinkenni meðvirks einstaklings, samkvæmt Pia Mellody (1989)*, sem staðist hafa tímans tönn, eru eftirfarandi: 1. Erfiðleikar með að upplifa stöðugt og gott sjálfsmat 2. Erfiðleikar með að setja sér og öðrum mörk. 3. Erfiðleikar með að skilgreina og gangast við eigin upplifunum 4. Erfiðleikar með að skilgreina og mæta eigin þörfum. 5. Erfiðleikar með að hvíla í sjálfum sér og finna tilfinningum sínum heilbrigðan farveg. Þessi fimm höfuðeinkenni meðvirkni birtast í viðleitni manneskju til að reyna að stýra umhverfi sínu. Önnur einkenni, eins og að taka ábyrgð á tilfinningum annarra, eru algeng sem og erfiðleikar í nánum samböndum. Ofuráhersla á stjórnun og tilraunir til að breyta öðrum eru kannski þau einkenni sem best eru þekkt, en þau eiga oft við aðstandendur alkóhólista sem og fullorðin börn fíkla og alkóhólista. Meðvirkar manneskjur verða háðar því hvað öðrum finnst um þær. Vegna lágs sjálfsmats sækja þær óspart í samþykki útávið og finna þá aðeins fyrir mikilvægi sínu ef þeim er hrósað. Þær forðast það að rugga bátnum vegna ótta við að einhverjum mislíki þeirra gjörðir.Innra með sér er hin meðvirka manneskja að kljást við skömm og einmanaleika samhliða tilfinninguni fyrir því að vera ekki í lagi sem manneskja. Segja má að sá meðvirkir hafi í raun ekki neitt eigið sjálf, heldur stjórnist af umhverfi sínu eins og laufblað í vindi.Orsök meðvirkni má oftast nær rekja til uppeldis í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi hvers konar. Börn sem alast til að mynda upp við ofbeldi nota varnaraðferðir til að lifa af sársauka og ótta og þær aðferðir geta svo þróast í að verða meðvirkni. Meðvirkni eða stuðningur? Ástæðan fyrir því að ég hef verið að flækja það fyrir mér að kalla fólk, sem tekur upp hanskann fyrir ofbeldismenn og jafnvel gera þá að þolendum, gerendameðvirk er að ég horfi á orsaksamhengið meðvirkninnar. Horfi til hvaðan hún kemur og hvernig hún varð til líkt og ég fer yfir hér að ofan. Ég sá til dæmis engin framangreind einkenni meðvirkni í pistli þjóðþekktrar leikkonu, sem fór víða í sl. viku. Ég las pistilinn sem stuðningsyfirlýsingu við gerendur sem hafa upplifað útskúfun og gagnrýni á byltingar, baráttur og bylgjur á borð við MeToo. En auðvitað er svona lestur persónubundin túlkun hvers og eins. Þess má geta að þessi tilteknu skrif fengu svo mikinn stuðning í formi like-a, stuðning í athugasemdum og deilinga. Það er eðlilega sársaukafullt fyrir þolendur sem eru að kljást við afleiðingar ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir að sjá gerendur ofbeldis fá svona ótvíræðan stuðning og í einhverjum tilfellum aumkun. Það sem þolendur eiga sameiginlegt er að þau vilja öll fá viðurkenningu á því að á þeim var brotið. Ég velti því fyrir mér hvort við getum alltaf kallað stuðning, af þessum toga, meðvirkni og þá án þess að vita hvaðan meðvirknin kemur og hvernig hún varð til?Hér er nefnilega oft um fólk sem tekur einfaldlega upplýsta ákvörðun um að vera gerendastyðjandi. Þurfum við ekki að fara að greina þar á milli? Höfundur er með diplómu í sálgæslufræðum á meistarastigi og baráttukona gegn ofbeldi *Heimild: Meðvirkni - orsakir, einkenni og úrræði eftir Pia Mellody 1989 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Kynferðisofbeldi Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hugtakið gerendameðvirkni hefur verið í mikilli notkun í umræðunni um ofbeldi á undanförnum misserum. Í MeToo-bylgjunni sem hófst fyrir um það bil ári síðan jókst orðanotkunin til muna - eða á sama tíma og við sáum þolendur nafngreina gerendur sína opinberlega. Margir hverjir eru þjóðþekktir einstaklingar og allir eiga þeir líka sitt net af aðstandendum. Við svona opinbera afhjúpun gerenda myndast hjá aðdáendum og aðstandendum þeirra einhverskonar togstreita sem þau svo tjá sig um á vettvangi fjölmiðla og samfélagsmiðla. Sú orðræða og umræða hefur verið kölluð gerendameðvirkni. Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að hafa flækt það aðeins fyrir mér að nota orðið meðvirkni í þessu samhengi. Mig langar aðeins að fá að velta vöngum yfir þessu hugtaki hér í þessum pistli. Ég skilgreindi sjálfa mig sem meðvirka lengi vel og það var í samhengi þess að hafa alist upp við alkóhólisma og öryggisleysi. Ég sótti til að mynda fundi hjá 12 spora samtökunum AlAnon í mörg ár til að fá bata frá meðvirkni með ágætum árangri. Á sl. árum hef ég svo áttað mig á því hugtakið meðvirkni er skilgreint á mismunandi vegu og er mögulega ennþá að taka breytingum. Einnig er spurning um hversu vítt hugtakið skuli túlkað og hvort það sé hægt að greina meðvirkni sem sjúkdóm. Einkenni meðvirkni og hvernig verður hún til Fimm kjarnaeinkenni meðvirks einstaklings, samkvæmt Pia Mellody (1989)*, sem staðist hafa tímans tönn, eru eftirfarandi: 1. Erfiðleikar með að upplifa stöðugt og gott sjálfsmat 2. Erfiðleikar með að setja sér og öðrum mörk. 3. Erfiðleikar með að skilgreina og gangast við eigin upplifunum 4. Erfiðleikar með að skilgreina og mæta eigin þörfum. 5. Erfiðleikar með að hvíla í sjálfum sér og finna tilfinningum sínum heilbrigðan farveg. Þessi fimm höfuðeinkenni meðvirkni birtast í viðleitni manneskju til að reyna að stýra umhverfi sínu. Önnur einkenni, eins og að taka ábyrgð á tilfinningum annarra, eru algeng sem og erfiðleikar í nánum samböndum. Ofuráhersla á stjórnun og tilraunir til að breyta öðrum eru kannski þau einkenni sem best eru þekkt, en þau eiga oft við aðstandendur alkóhólista sem og fullorðin börn fíkla og alkóhólista. Meðvirkar manneskjur verða háðar því hvað öðrum finnst um þær. Vegna lágs sjálfsmats sækja þær óspart í samþykki útávið og finna þá aðeins fyrir mikilvægi sínu ef þeim er hrósað. Þær forðast það að rugga bátnum vegna ótta við að einhverjum mislíki þeirra gjörðir.Innra með sér er hin meðvirka manneskja að kljást við skömm og einmanaleika samhliða tilfinninguni fyrir því að vera ekki í lagi sem manneskja. Segja má að sá meðvirkir hafi í raun ekki neitt eigið sjálf, heldur stjórnist af umhverfi sínu eins og laufblað í vindi.Orsök meðvirkni má oftast nær rekja til uppeldis í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi hvers konar. Börn sem alast til að mynda upp við ofbeldi nota varnaraðferðir til að lifa af sársauka og ótta og þær aðferðir geta svo þróast í að verða meðvirkni. Meðvirkni eða stuðningur? Ástæðan fyrir því að ég hef verið að flækja það fyrir mér að kalla fólk, sem tekur upp hanskann fyrir ofbeldismenn og jafnvel gera þá að þolendum, gerendameðvirk er að ég horfi á orsaksamhengið meðvirkninnar. Horfi til hvaðan hún kemur og hvernig hún varð til líkt og ég fer yfir hér að ofan. Ég sá til dæmis engin framangreind einkenni meðvirkni í pistli þjóðþekktrar leikkonu, sem fór víða í sl. viku. Ég las pistilinn sem stuðningsyfirlýsingu við gerendur sem hafa upplifað útskúfun og gagnrýni á byltingar, baráttur og bylgjur á borð við MeToo. En auðvitað er svona lestur persónubundin túlkun hvers og eins. Þess má geta að þessi tilteknu skrif fengu svo mikinn stuðning í formi like-a, stuðning í athugasemdum og deilinga. Það er eðlilega sársaukafullt fyrir þolendur sem eru að kljást við afleiðingar ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir að sjá gerendur ofbeldis fá svona ótvíræðan stuðning og í einhverjum tilfellum aumkun. Það sem þolendur eiga sameiginlegt er að þau vilja öll fá viðurkenningu á því að á þeim var brotið. Ég velti því fyrir mér hvort við getum alltaf kallað stuðning, af þessum toga, meðvirkni og þá án þess að vita hvaðan meðvirknin kemur og hvernig hún varð til?Hér er nefnilega oft um fólk sem tekur einfaldlega upplýsta ákvörðun um að vera gerendastyðjandi. Þurfum við ekki að fara að greina þar á milli? Höfundur er með diplómu í sálgæslufræðum á meistarastigi og baráttukona gegn ofbeldi *Heimild: Meðvirkni - orsakir, einkenni og úrræði eftir Pia Mellody 1989
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar