Samfella í stuðningi við fanga með þroskahömlun og á einhverfurófinu Unnur Helga Óttarsdóttir, Sigrún Birgisdóttir og Elfa Dögg S. Leifsdóttir skrifa 19. apríl 2022 10:30 Erlendar rannsóknir sýna svart á hvítu að fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem dæmt er til fangelsisvistar hefur mjög mikla þörf fyrir viðeigandi stuðning og vernd meðan á fangelsisvist stendur og eftir að það hefur lokið afplánun. Alls engin ástæða er til að ætla að því sé öðru vísi farið hér á landi. Einnig er talið að inni í fangelsum séu einstaklingar sem ekki hafi greiningar en sýni öll einkenni einhverfu/taugaþroskaraskana. Sá hópur þarf einnig stuðning og viðeigandi greiningu meðan á afplánun stendur. Einstaklingar með þroskahömlun og/eða einhverft fólk hafa líka rétt til viðeigandi stuðnings og verndar meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur samkvæmt íslenskum lögum og fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirgekkst árið 2016 segir að ríkið skuli „efla viðeigandi þjálfun fyrir þau sem starfa á sviði réttarvörslu, þar á meðal lögreglu og starfsfólk fangelsa“ til að tryggja að þeir einstaklingar sem eiga rétt til sérstaks stuðnings og verndar samkvæmt samningnum njóti hans meðan á fangelsisvist stendur. Til að stuðla að því sóttu Landssamtökin Þroskahjálp um styrk til félagsmálaráðuneytisins til að halda fræðslu- og umræðufundi, í samstarfi við Fangelsismálastofnun, með starfsfólki stofnunarinnar og fangelsanna og er það verkefni nú í gangi. Einhverfusamtökin taka þátt í þessu verkefni með Þroskahjálp. Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir sjálfboðaliða-verkefni sem kallast „Aðstoð eftir afplánun“, sem er ætlað fólki sem hefur lokið afplánun eða er í afplánun til að veita fólki stuðning við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála, að efla félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi. Rauði Krossinn, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp hafa átt í samtali um þessi mikilvægu verkefni sín og hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að vinna að því að vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga á aðstæðum, þörfum og réttindum fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur. Þá vilja þau leggja sitt af mörkum í samstarfi við þau stjórnvöld til að bæta aðstæður, mæta þörfum og stuðla að því að réttindi þessara einstaklinga til stuðnings og verndar séu virt og þeim framfylgt. Að mati þessara samtaka eru mjög mikilsverð mannréttindi og tækifæri í húfi og ekki aðeins fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga, heldur fyrir samfélagið allt. Fangelsisvist getur því aðeins talist „betrun“ fyrir þessa einstaklinga að þessi réttindi þeirra til viðeigandi stuðnings séu virt og þeim framfylgt. Vitað er og viðurkennt að einstaklingar sem ekki fá viðeigandi stuðning til að koma undir sig fótunum í samfélaginu þegar þeir hafa lokið afplánun eru mun líklegri til að lenda aftur í sama fari með líf sitt og áður hefur leitt til þess að þeir hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Með þessu samstarfi vonumst við til að það verði vakning á stöðunni með tilliti til umrædds hóps eftir að afplánun lýkur og að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga skoði þessi mál ítarlega. Við erum tilbúin til að vera í samráði til úrbóta til að koma til móts við þarfir þessa hóps með viðeigandi stuðningi út í lífið. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparSigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri EinhverfusamtakannaElfa Dögg S. Leifsdóttir sálfræðingur, teymisstjóri heilbrigðisverkefna - Rauði krossinn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Erlendar rannsóknir sýna svart á hvítu að fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem dæmt er til fangelsisvistar hefur mjög mikla þörf fyrir viðeigandi stuðning og vernd meðan á fangelsisvist stendur og eftir að það hefur lokið afplánun. Alls engin ástæða er til að ætla að því sé öðru vísi farið hér á landi. Einnig er talið að inni í fangelsum séu einstaklingar sem ekki hafi greiningar en sýni öll einkenni einhverfu/taugaþroskaraskana. Sá hópur þarf einnig stuðning og viðeigandi greiningu meðan á afplánun stendur. Einstaklingar með þroskahömlun og/eða einhverft fólk hafa líka rétt til viðeigandi stuðnings og verndar meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur samkvæmt íslenskum lögum og fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirgekkst árið 2016 segir að ríkið skuli „efla viðeigandi þjálfun fyrir þau sem starfa á sviði réttarvörslu, þar á meðal lögreglu og starfsfólk fangelsa“ til að tryggja að þeir einstaklingar sem eiga rétt til sérstaks stuðnings og verndar samkvæmt samningnum njóti hans meðan á fangelsisvist stendur. Til að stuðla að því sóttu Landssamtökin Þroskahjálp um styrk til félagsmálaráðuneytisins til að halda fræðslu- og umræðufundi, í samstarfi við Fangelsismálastofnun, með starfsfólki stofnunarinnar og fangelsanna og er það verkefni nú í gangi. Einhverfusamtökin taka þátt í þessu verkefni með Þroskahjálp. Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir sjálfboðaliða-verkefni sem kallast „Aðstoð eftir afplánun“, sem er ætlað fólki sem hefur lokið afplánun eða er í afplánun til að veita fólki stuðning við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála, að efla félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi. Rauði Krossinn, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp hafa átt í samtali um þessi mikilvægu verkefni sín og hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að vinna að því að vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga á aðstæðum, þörfum og réttindum fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur. Þá vilja þau leggja sitt af mörkum í samstarfi við þau stjórnvöld til að bæta aðstæður, mæta þörfum og stuðla að því að réttindi þessara einstaklinga til stuðnings og verndar séu virt og þeim framfylgt. Að mati þessara samtaka eru mjög mikilsverð mannréttindi og tækifæri í húfi og ekki aðeins fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga, heldur fyrir samfélagið allt. Fangelsisvist getur því aðeins talist „betrun“ fyrir þessa einstaklinga að þessi réttindi þeirra til viðeigandi stuðnings séu virt og þeim framfylgt. Vitað er og viðurkennt að einstaklingar sem ekki fá viðeigandi stuðning til að koma undir sig fótunum í samfélaginu þegar þeir hafa lokið afplánun eru mun líklegri til að lenda aftur í sama fari með líf sitt og áður hefur leitt til þess að þeir hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Með þessu samstarfi vonumst við til að það verði vakning á stöðunni með tilliti til umrædds hóps eftir að afplánun lýkur og að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga skoði þessi mál ítarlega. Við erum tilbúin til að vera í samráði til úrbóta til að koma til móts við þarfir þessa hóps með viðeigandi stuðningi út í lífið. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparSigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri EinhverfusamtakannaElfa Dögg S. Leifsdóttir sálfræðingur, teymisstjóri heilbrigðisverkefna - Rauði krossinn
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun