Skattfé og skotvellir Guðjóna Björk Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2022 14:00 Fjármagn sem sveitarfélag hefur til ráðstöfunar er að stærstum hluta skattfé íbúanna og ljóst að þeir sem fara með völdin, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, þurfa að tryggja að farið sé eins vel með fjármagnið og kostur er. Í því samhengi gildir ekki alltaf að að ódýrustu og/eða auðveldustu lausnirnar séu hagkvæmastar eða bestar og langar mig til að benda á eitt augljóst dæmi um slíkt hérna í Hveragerði. Kominn tími á endurnýjun Körfuboltavöllurinn við Grunnskólann í Hveragerði var gerður árið 2002. Sá völlur hefur illa virkað að mér skilst af þeim sem nota hann. Körfurnar eru úr járni sem eru óhentugt, á völlinn safnast mikið af bleytu og malbikið fer illa. Þar er oft snjór og klaki yfir veturinn þannig að notkunin er í lágmarki og þá aðeins hluta af árinu. Þetta geta þau sem nota völlinn vottað. Ekki nota stjórnmálamenn eða embættismenn þennan völl. Allavega fæstir verðum við að gera ráð fyrir. Þá veltir maður einfaldlega fyrir sér við hvern var rætt varðandi hönnun og framkvæmd í upphafi? Það er augljóst að svona framkvæmd er alltaf kostnaðarsöm og því mikilvægt að velja efni rétt og taka mið af notkun og aðstæðum. Það verður að taka með í reikninginn að á þeim 20 árum sem hafa liðið síðan völlurinn var settur upp hafa kröfurnar á körfuboltavöllum breyst. Tímarnir breytast Körfuboltavöllum undir berum himni fer fjölgandi um allt land, það er meira að segja komin upp Facebook-síða sem gefur fólki tækifæri á að leita uppi góða körfuboltavelli á Íslandi. Fyrir viku síðan fór undirrituð í Varmahlíð og viti menn, þarna í þessu pínulitla samfélagi var þessi flotti upphitaði körfuboltavöllur, enda eru slíkir vellir nú víða. Körfuboltavöllurinn í Varmahlíð. Myndin er fengin lánuð af Facebook. Gerum betur – tölum saman Nýlega var gefið út að það eigi að laga gamla körfuboltavöllinn við Grunnskólann. Þetta eru frábærar fréttir, enda löngu komin tími til. Í ljósi þess að upphaflega framkvæmdin hefði mátt takast betur þá hefði maður haldið að vel yrði staðið að málum nú og gert í samræmi við nútímann. Þetta er jú skattfé íbúa í Hveragerði. Hverja er best að tala við til að tryggja það? Jú eðlilega notendurnar og þau sem búa yfir sérkunnáttu um slíka velli hefði maður haldið. En því miður virðist ekki hafa verið haft samband við körfuknattleiksdeild Hamars né þá sem æfa köfurbolta alla daga. Notendur körfuboltavallarins við Grunnskólanum hefðu örugglega getað haft eitthvað um málið að segja, sem og reynsla sem önnur sveitarfélög hafa. En niðurstaðan virðist því miður ekki endurspegla að þetta hafi verið gert. „Nýi“ körfuboltavöllurinn okkar verður t.d. ekki upphitaður. Forgangsröðum verkefna Einhver kann að segja að upphitun sé svo dýr, sem er örugglega rétt. En í okkar bæjarfélagi, þar sem fjármagn er af skornum skammti, þá er svo mikilvægt að forgangsraða og vera ekki að spara aurinn og kasta krónunni. Til viðmiðunar þá er fótboltavöllur við grunnskólann, fótboltavöllur við Hamarinn og fótboltavöllur upp í dal. Og jú, núna liggur fyrir að setja upp enn einn völlinn við Hólaróló. Sem auðvita er frábært , en eftir situr að aðeins einn óupphitaður köfuboltavöllur verður í Hveragerði, bæjarfélagi sem þekkt er fyrir körfubolta. Auðséð er að aukin og bætt aðstaða mun auka notkun og fá fleiri börn og unglinga til að standa upp úr símum og tölvu og fara út og leika sér. Það er mikilvægt að haldið sé vel á málum í öllum framkvæmdum sveitarfélagsins, stórum sem smáum. Það eru því mikil vonbrigði að langþráðar lagfæringar á eina körfuboltavellinum okkar virðast ekki hafa verið vandaðri. Til þess að tryggja að farið sé vel með það fjármagn sem sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar skiptir svo miklu máli að vinna grunnvinnuna vel. Þar kemur virkt íbúalýðræði inn, tala við þá sem þekkja til, fá ráðleggingar og samvinnu með þeim sem koma til með að nota vellina. Ef það er gert eru líkurnar á að vel takist margfalt meiri. Höfundur skipar 12. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Fjármagn sem sveitarfélag hefur til ráðstöfunar er að stærstum hluta skattfé íbúanna og ljóst að þeir sem fara með völdin, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, þurfa að tryggja að farið sé eins vel með fjármagnið og kostur er. Í því samhengi gildir ekki alltaf að að ódýrustu og/eða auðveldustu lausnirnar séu hagkvæmastar eða bestar og langar mig til að benda á eitt augljóst dæmi um slíkt hérna í Hveragerði. Kominn tími á endurnýjun Körfuboltavöllurinn við Grunnskólann í Hveragerði var gerður árið 2002. Sá völlur hefur illa virkað að mér skilst af þeim sem nota hann. Körfurnar eru úr járni sem eru óhentugt, á völlinn safnast mikið af bleytu og malbikið fer illa. Þar er oft snjór og klaki yfir veturinn þannig að notkunin er í lágmarki og þá aðeins hluta af árinu. Þetta geta þau sem nota völlinn vottað. Ekki nota stjórnmálamenn eða embættismenn þennan völl. Allavega fæstir verðum við að gera ráð fyrir. Þá veltir maður einfaldlega fyrir sér við hvern var rætt varðandi hönnun og framkvæmd í upphafi? Það er augljóst að svona framkvæmd er alltaf kostnaðarsöm og því mikilvægt að velja efni rétt og taka mið af notkun og aðstæðum. Það verður að taka með í reikninginn að á þeim 20 árum sem hafa liðið síðan völlurinn var settur upp hafa kröfurnar á körfuboltavöllum breyst. Tímarnir breytast Körfuboltavöllum undir berum himni fer fjölgandi um allt land, það er meira að segja komin upp Facebook-síða sem gefur fólki tækifæri á að leita uppi góða körfuboltavelli á Íslandi. Fyrir viku síðan fór undirrituð í Varmahlíð og viti menn, þarna í þessu pínulitla samfélagi var þessi flotti upphitaði körfuboltavöllur, enda eru slíkir vellir nú víða. Körfuboltavöllurinn í Varmahlíð. Myndin er fengin lánuð af Facebook. Gerum betur – tölum saman Nýlega var gefið út að það eigi að laga gamla körfuboltavöllinn við Grunnskólann. Þetta eru frábærar fréttir, enda löngu komin tími til. Í ljósi þess að upphaflega framkvæmdin hefði mátt takast betur þá hefði maður haldið að vel yrði staðið að málum nú og gert í samræmi við nútímann. Þetta er jú skattfé íbúa í Hveragerði. Hverja er best að tala við til að tryggja það? Jú eðlilega notendurnar og þau sem búa yfir sérkunnáttu um slíka velli hefði maður haldið. En því miður virðist ekki hafa verið haft samband við körfuknattleiksdeild Hamars né þá sem æfa köfurbolta alla daga. Notendur körfuboltavallarins við Grunnskólanum hefðu örugglega getað haft eitthvað um málið að segja, sem og reynsla sem önnur sveitarfélög hafa. En niðurstaðan virðist því miður ekki endurspegla að þetta hafi verið gert. „Nýi“ körfuboltavöllurinn okkar verður t.d. ekki upphitaður. Forgangsröðum verkefna Einhver kann að segja að upphitun sé svo dýr, sem er örugglega rétt. En í okkar bæjarfélagi, þar sem fjármagn er af skornum skammti, þá er svo mikilvægt að forgangsraða og vera ekki að spara aurinn og kasta krónunni. Til viðmiðunar þá er fótboltavöllur við grunnskólann, fótboltavöllur við Hamarinn og fótboltavöllur upp í dal. Og jú, núna liggur fyrir að setja upp enn einn völlinn við Hólaróló. Sem auðvita er frábært , en eftir situr að aðeins einn óupphitaður köfuboltavöllur verður í Hveragerði, bæjarfélagi sem þekkt er fyrir körfubolta. Auðséð er að aukin og bætt aðstaða mun auka notkun og fá fleiri börn og unglinga til að standa upp úr símum og tölvu og fara út og leika sér. Það er mikilvægt að haldið sé vel á málum í öllum framkvæmdum sveitarfélagsins, stórum sem smáum. Það eru því mikil vonbrigði að langþráðar lagfæringar á eina körfuboltavellinum okkar virðast ekki hafa verið vandaðri. Til þess að tryggja að farið sé vel með það fjármagn sem sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar skiptir svo miklu máli að vinna grunnvinnuna vel. Þar kemur virkt íbúalýðræði inn, tala við þá sem þekkja til, fá ráðleggingar og samvinnu með þeim sem koma til með að nota vellina. Ef það er gert eru líkurnar á að vel takist margfalt meiri. Höfundur skipar 12. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun