Skattfé og skotvellir Guðjóna Björk Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2022 14:00 Fjármagn sem sveitarfélag hefur til ráðstöfunar er að stærstum hluta skattfé íbúanna og ljóst að þeir sem fara með völdin, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, þurfa að tryggja að farið sé eins vel með fjármagnið og kostur er. Í því samhengi gildir ekki alltaf að að ódýrustu og/eða auðveldustu lausnirnar séu hagkvæmastar eða bestar og langar mig til að benda á eitt augljóst dæmi um slíkt hérna í Hveragerði. Kominn tími á endurnýjun Körfuboltavöllurinn við Grunnskólann í Hveragerði var gerður árið 2002. Sá völlur hefur illa virkað að mér skilst af þeim sem nota hann. Körfurnar eru úr járni sem eru óhentugt, á völlinn safnast mikið af bleytu og malbikið fer illa. Þar er oft snjór og klaki yfir veturinn þannig að notkunin er í lágmarki og þá aðeins hluta af árinu. Þetta geta þau sem nota völlinn vottað. Ekki nota stjórnmálamenn eða embættismenn þennan völl. Allavega fæstir verðum við að gera ráð fyrir. Þá veltir maður einfaldlega fyrir sér við hvern var rætt varðandi hönnun og framkvæmd í upphafi? Það er augljóst að svona framkvæmd er alltaf kostnaðarsöm og því mikilvægt að velja efni rétt og taka mið af notkun og aðstæðum. Það verður að taka með í reikninginn að á þeim 20 árum sem hafa liðið síðan völlurinn var settur upp hafa kröfurnar á körfuboltavöllum breyst. Tímarnir breytast Körfuboltavöllum undir berum himni fer fjölgandi um allt land, það er meira að segja komin upp Facebook-síða sem gefur fólki tækifæri á að leita uppi góða körfuboltavelli á Íslandi. Fyrir viku síðan fór undirrituð í Varmahlíð og viti menn, þarna í þessu pínulitla samfélagi var þessi flotti upphitaði körfuboltavöllur, enda eru slíkir vellir nú víða. Körfuboltavöllurinn í Varmahlíð. Myndin er fengin lánuð af Facebook. Gerum betur – tölum saman Nýlega var gefið út að það eigi að laga gamla körfuboltavöllinn við Grunnskólann. Þetta eru frábærar fréttir, enda löngu komin tími til. Í ljósi þess að upphaflega framkvæmdin hefði mátt takast betur þá hefði maður haldið að vel yrði staðið að málum nú og gert í samræmi við nútímann. Þetta er jú skattfé íbúa í Hveragerði. Hverja er best að tala við til að tryggja það? Jú eðlilega notendurnar og þau sem búa yfir sérkunnáttu um slíka velli hefði maður haldið. En því miður virðist ekki hafa verið haft samband við körfuknattleiksdeild Hamars né þá sem æfa köfurbolta alla daga. Notendur körfuboltavallarins við Grunnskólanum hefðu örugglega getað haft eitthvað um málið að segja, sem og reynsla sem önnur sveitarfélög hafa. En niðurstaðan virðist því miður ekki endurspegla að þetta hafi verið gert. „Nýi“ körfuboltavöllurinn okkar verður t.d. ekki upphitaður. Forgangsröðum verkefna Einhver kann að segja að upphitun sé svo dýr, sem er örugglega rétt. En í okkar bæjarfélagi, þar sem fjármagn er af skornum skammti, þá er svo mikilvægt að forgangsraða og vera ekki að spara aurinn og kasta krónunni. Til viðmiðunar þá er fótboltavöllur við grunnskólann, fótboltavöllur við Hamarinn og fótboltavöllur upp í dal. Og jú, núna liggur fyrir að setja upp enn einn völlinn við Hólaróló. Sem auðvita er frábært , en eftir situr að aðeins einn óupphitaður köfuboltavöllur verður í Hveragerði, bæjarfélagi sem þekkt er fyrir körfubolta. Auðséð er að aukin og bætt aðstaða mun auka notkun og fá fleiri börn og unglinga til að standa upp úr símum og tölvu og fara út og leika sér. Það er mikilvægt að haldið sé vel á málum í öllum framkvæmdum sveitarfélagsins, stórum sem smáum. Það eru því mikil vonbrigði að langþráðar lagfæringar á eina körfuboltavellinum okkar virðast ekki hafa verið vandaðri. Til þess að tryggja að farið sé vel með það fjármagn sem sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar skiptir svo miklu máli að vinna grunnvinnuna vel. Þar kemur virkt íbúalýðræði inn, tala við þá sem þekkja til, fá ráðleggingar og samvinnu með þeim sem koma til með að nota vellina. Ef það er gert eru líkurnar á að vel takist margfalt meiri. Höfundur skipar 12. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjármagn sem sveitarfélag hefur til ráðstöfunar er að stærstum hluta skattfé íbúanna og ljóst að þeir sem fara með völdin, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, þurfa að tryggja að farið sé eins vel með fjármagnið og kostur er. Í því samhengi gildir ekki alltaf að að ódýrustu og/eða auðveldustu lausnirnar séu hagkvæmastar eða bestar og langar mig til að benda á eitt augljóst dæmi um slíkt hérna í Hveragerði. Kominn tími á endurnýjun Körfuboltavöllurinn við Grunnskólann í Hveragerði var gerður árið 2002. Sá völlur hefur illa virkað að mér skilst af þeim sem nota hann. Körfurnar eru úr járni sem eru óhentugt, á völlinn safnast mikið af bleytu og malbikið fer illa. Þar er oft snjór og klaki yfir veturinn þannig að notkunin er í lágmarki og þá aðeins hluta af árinu. Þetta geta þau sem nota völlinn vottað. Ekki nota stjórnmálamenn eða embættismenn þennan völl. Allavega fæstir verðum við að gera ráð fyrir. Þá veltir maður einfaldlega fyrir sér við hvern var rætt varðandi hönnun og framkvæmd í upphafi? Það er augljóst að svona framkvæmd er alltaf kostnaðarsöm og því mikilvægt að velja efni rétt og taka mið af notkun og aðstæðum. Það verður að taka með í reikninginn að á þeim 20 árum sem hafa liðið síðan völlurinn var settur upp hafa kröfurnar á körfuboltavöllum breyst. Tímarnir breytast Körfuboltavöllum undir berum himni fer fjölgandi um allt land, það er meira að segja komin upp Facebook-síða sem gefur fólki tækifæri á að leita uppi góða körfuboltavelli á Íslandi. Fyrir viku síðan fór undirrituð í Varmahlíð og viti menn, þarna í þessu pínulitla samfélagi var þessi flotti upphitaði körfuboltavöllur, enda eru slíkir vellir nú víða. Körfuboltavöllurinn í Varmahlíð. Myndin er fengin lánuð af Facebook. Gerum betur – tölum saman Nýlega var gefið út að það eigi að laga gamla körfuboltavöllinn við Grunnskólann. Þetta eru frábærar fréttir, enda löngu komin tími til. Í ljósi þess að upphaflega framkvæmdin hefði mátt takast betur þá hefði maður haldið að vel yrði staðið að málum nú og gert í samræmi við nútímann. Þetta er jú skattfé íbúa í Hveragerði. Hverja er best að tala við til að tryggja það? Jú eðlilega notendurnar og þau sem búa yfir sérkunnáttu um slíka velli hefði maður haldið. En því miður virðist ekki hafa verið haft samband við körfuknattleiksdeild Hamars né þá sem æfa köfurbolta alla daga. Notendur körfuboltavallarins við Grunnskólanum hefðu örugglega getað haft eitthvað um málið að segja, sem og reynsla sem önnur sveitarfélög hafa. En niðurstaðan virðist því miður ekki endurspegla að þetta hafi verið gert. „Nýi“ körfuboltavöllurinn okkar verður t.d. ekki upphitaður. Forgangsröðum verkefna Einhver kann að segja að upphitun sé svo dýr, sem er örugglega rétt. En í okkar bæjarfélagi, þar sem fjármagn er af skornum skammti, þá er svo mikilvægt að forgangsraða og vera ekki að spara aurinn og kasta krónunni. Til viðmiðunar þá er fótboltavöllur við grunnskólann, fótboltavöllur við Hamarinn og fótboltavöllur upp í dal. Og jú, núna liggur fyrir að setja upp enn einn völlinn við Hólaróló. Sem auðvita er frábært , en eftir situr að aðeins einn óupphitaður köfuboltavöllur verður í Hveragerði, bæjarfélagi sem þekkt er fyrir körfubolta. Auðséð er að aukin og bætt aðstaða mun auka notkun og fá fleiri börn og unglinga til að standa upp úr símum og tölvu og fara út og leika sér. Það er mikilvægt að haldið sé vel á málum í öllum framkvæmdum sveitarfélagsins, stórum sem smáum. Það eru því mikil vonbrigði að langþráðar lagfæringar á eina körfuboltavellinum okkar virðast ekki hafa verið vandaðri. Til þess að tryggja að farið sé vel með það fjármagn sem sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar skiptir svo miklu máli að vinna grunnvinnuna vel. Þar kemur virkt íbúalýðræði inn, tala við þá sem þekkja til, fá ráðleggingar og samvinnu með þeim sem koma til með að nota vellina. Ef það er gert eru líkurnar á að vel takist margfalt meiri. Höfundur skipar 12. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar