Íslandsbankasalan - Að bregðast trausti þjóðarinnar Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. apríl 2022 13:00 Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört. Ofurhagnaður bankanna sýnir að um sjálftöku á hagnaði er að ræða. Samanlagður hagnaður þriggja stóru banka á sl. ári var 82 milljaðar króna, aukning um 52 milljarða á milli ára. Þetta er á tímum heimsfaraldurs. Ríkið, eigandi Landsbanka og Íslandsbanka hefur enga eigendastefnu um að koma á samkeppni á bankamarkaði. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í bankamálum er algjört. Sala Íslandsbanka er sama marki brennd. Þar fer saman stefnuleysi, vanhæfni og fúsk, að ekki sé talað um spillingu, þar sem stóra spurningin er hverjir fengu að kaupa. Birtingin á nöfnum kaupenda opinberar fyrir almenningi hverskonar hneyksli útboðið var. Kröfurnar til kaupenda voru engar og gæði þeirra eftir því. Hugtakið "fagfjárfestar" var notað til að blekkja þjóðina í útboðinu, þar sem gífurlegir fjármunir voru sviknir útúr þjóðinni. Ríkið ætlaði að hámarka sölutekjur en seldi með afslætti í umframeftirspurn. Lífeyrissjóðir fengu ekki að kaupa líkt og þeir óskuðu eftir, heldur var selt til hrunverja, kvótakónga, skuldugra aðila o.fl. sem náðu í stubb. Margir seldu strax aftur og leystu út hagnað. Reynt var að halda nöfnum þeirra leyndum, en það er einmitt þannig sem spilling þrífst. Stjórnendur Íslandsbanka sögðu það brjóta persónuverndarlög að birta nöfn minnstu fjárfestanna. Það var gert án fyrirframsamráðs við Persónuvernd líkt og lögin kveða á um. Birting á nöfnum kaupenda ætti að kalla á kæru til Persónuverndar, sé einhver fótur fyrir útspilinu. Persónuverndarlög heimila vinnslu persónupplýsinga vegna almannahagsmuna og lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum kveða á um gagnsæi. Með fyrirslættinum var reynt að telja þjóðinni trú um að hún gæti ekki fengið réttmætar upplýsingar. Upplýsingarnar varða svo sannarlega almannahag og opinberað ótrúlegt fúsk, vanhæfni og spillingu í klíkusamfélagi um það hverjir fengu, á kostnað skattborgaranna, aðgang að milljóna hagnaði yfir nótt. Stjórnendur bankans ættu að taka pokann sinn fyrir þátttöku sína þessari yfirhylmingu. Traustið er ekkert. Meginreglur laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum voru hunsaðar. Meginreglurnar kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Lögum samkvæmt skal Bankasýslan annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Ábyrgðin er þeirra. Bankasýslan undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo var ekki. Söluráðgjafar fengu 700 milljónir kr. fyrir að hringja í kaupendur og seldu sjálfum sér í leiðinni. Upplýsa á almenning um hvað liggur á bakvið þessar greiðslur og hvaða kröfur voru gerðar til þeirra. Alþingi ber að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna á Íslandsbanka ef skapa á traust í samfélaginu. Höfundur er alþingsmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Salan á Íslandsbanka Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört. Ofurhagnaður bankanna sýnir að um sjálftöku á hagnaði er að ræða. Samanlagður hagnaður þriggja stóru banka á sl. ári var 82 milljaðar króna, aukning um 52 milljarða á milli ára. Þetta er á tímum heimsfaraldurs. Ríkið, eigandi Landsbanka og Íslandsbanka hefur enga eigendastefnu um að koma á samkeppni á bankamarkaði. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í bankamálum er algjört. Sala Íslandsbanka er sama marki brennd. Þar fer saman stefnuleysi, vanhæfni og fúsk, að ekki sé talað um spillingu, þar sem stóra spurningin er hverjir fengu að kaupa. Birtingin á nöfnum kaupenda opinberar fyrir almenningi hverskonar hneyksli útboðið var. Kröfurnar til kaupenda voru engar og gæði þeirra eftir því. Hugtakið "fagfjárfestar" var notað til að blekkja þjóðina í útboðinu, þar sem gífurlegir fjármunir voru sviknir útúr þjóðinni. Ríkið ætlaði að hámarka sölutekjur en seldi með afslætti í umframeftirspurn. Lífeyrissjóðir fengu ekki að kaupa líkt og þeir óskuðu eftir, heldur var selt til hrunverja, kvótakónga, skuldugra aðila o.fl. sem náðu í stubb. Margir seldu strax aftur og leystu út hagnað. Reynt var að halda nöfnum þeirra leyndum, en það er einmitt þannig sem spilling þrífst. Stjórnendur Íslandsbanka sögðu það brjóta persónuverndarlög að birta nöfn minnstu fjárfestanna. Það var gert án fyrirframsamráðs við Persónuvernd líkt og lögin kveða á um. Birting á nöfnum kaupenda ætti að kalla á kæru til Persónuverndar, sé einhver fótur fyrir útspilinu. Persónuverndarlög heimila vinnslu persónupplýsinga vegna almannahagsmuna og lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum kveða á um gagnsæi. Með fyrirslættinum var reynt að telja þjóðinni trú um að hún gæti ekki fengið réttmætar upplýsingar. Upplýsingarnar varða svo sannarlega almannahag og opinberað ótrúlegt fúsk, vanhæfni og spillingu í klíkusamfélagi um það hverjir fengu, á kostnað skattborgaranna, aðgang að milljóna hagnaði yfir nótt. Stjórnendur bankans ættu að taka pokann sinn fyrir þátttöku sína þessari yfirhylmingu. Traustið er ekkert. Meginreglur laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum voru hunsaðar. Meginreglurnar kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Lögum samkvæmt skal Bankasýslan annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Ábyrgðin er þeirra. Bankasýslan undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo var ekki. Söluráðgjafar fengu 700 milljónir kr. fyrir að hringja í kaupendur og seldu sjálfum sér í leiðinni. Upplýsa á almenning um hvað liggur á bakvið þessar greiðslur og hvaða kröfur voru gerðar til þeirra. Alþingi ber að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna á Íslandsbanka ef skapa á traust í samfélaginu. Höfundur er alþingsmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar