Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2022 11:47 Elon Musk vill eignast Twitter. Getty/Rafael Henrique Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. Í stuttu og einföldu máli sagt, felur þessi vörn í sér að ef Musk kaupir meira en fimmtán prósenta hlut í Twitter, myndi fyrirtækið gefa út fleiri hlutabréf og setja á markað. Magnið væri svo mikið að allir aðrir hluthafar gætu aukið hlut sinn með því að kaupa nýju hlutabréfin með afslætti. Það myndi gera Musk mun dýrara að eignast ráðandi hlut í félaginu. Hann á nú rúmlega níu prósenta hlut. Sjá einnig: Elon Musk vill taka yfir Twitter Samkvæmt frétt New York Times verða þessar varnir virkar í tæpt ár. Vísað er í yfirlýsingu frá Twitter þar sem fram kemur að forsvarsmenn fyrirtækisins geti átt í viðræðum við mögulega kaupendur og stjórnin fái þannig meiri tíma til að ná samkomulagi sem meðlimir hennar telja í hag félagsins. Miðillinn segir að verið sé að skoða hvort stjórnin eigi að bjóða öðrum að gera kauptilboð í félagið. Þar þykir fjárfestingafélagið Silver Lake vera líklegast til að fá slíkt boð. Það á þegar stóran hluta í Twitter og einn eigenda þessa er þegar í stjórn Twitter. Þessi varnaraðferð kallast „eiturpilla“ erlendis og hefur verið notuð allt frá níunda áratug síðustu aldar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa notað hana til að koma í veg fyrir yfirtökur eru Netflix og Papa John‘s. Í frétt Bloomberg segir að stjórn Twitter hafi ráðið JPMorgan og Goldman Sachs til að aðstoða við að verja félagið gegn yfirtöku Musks. Musk sjálfur sagði fyrr í vikunni að hann vildi draga úr ritstjórn á Twitter og opinbera hvernig samfélagsmiðillinn virkar. Það er að segja hvernig tíst dreifast manna á milli og hvað stýrir dreifingu tísta. Hann sagði það gífurlega mikilvægt. Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Í stuttu og einföldu máli sagt, felur þessi vörn í sér að ef Musk kaupir meira en fimmtán prósenta hlut í Twitter, myndi fyrirtækið gefa út fleiri hlutabréf og setja á markað. Magnið væri svo mikið að allir aðrir hluthafar gætu aukið hlut sinn með því að kaupa nýju hlutabréfin með afslætti. Það myndi gera Musk mun dýrara að eignast ráðandi hlut í félaginu. Hann á nú rúmlega níu prósenta hlut. Sjá einnig: Elon Musk vill taka yfir Twitter Samkvæmt frétt New York Times verða þessar varnir virkar í tæpt ár. Vísað er í yfirlýsingu frá Twitter þar sem fram kemur að forsvarsmenn fyrirtækisins geti átt í viðræðum við mögulega kaupendur og stjórnin fái þannig meiri tíma til að ná samkomulagi sem meðlimir hennar telja í hag félagsins. Miðillinn segir að verið sé að skoða hvort stjórnin eigi að bjóða öðrum að gera kauptilboð í félagið. Þar þykir fjárfestingafélagið Silver Lake vera líklegast til að fá slíkt boð. Það á þegar stóran hluta í Twitter og einn eigenda þessa er þegar í stjórn Twitter. Þessi varnaraðferð kallast „eiturpilla“ erlendis og hefur verið notuð allt frá níunda áratug síðustu aldar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa notað hana til að koma í veg fyrir yfirtökur eru Netflix og Papa John‘s. Í frétt Bloomberg segir að stjórn Twitter hafi ráðið JPMorgan og Goldman Sachs til að aðstoða við að verja félagið gegn yfirtöku Musks. Musk sjálfur sagði fyrr í vikunni að hann vildi draga úr ritstjórn á Twitter og opinbera hvernig samfélagsmiðillinn virkar. Það er að segja hvernig tíst dreifast manna á milli og hvað stýrir dreifingu tísta. Hann sagði það gífurlega mikilvægt.
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira