Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2022 11:47 Elon Musk vill eignast Twitter. Getty/Rafael Henrique Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. Í stuttu og einföldu máli sagt, felur þessi vörn í sér að ef Musk kaupir meira en fimmtán prósenta hlut í Twitter, myndi fyrirtækið gefa út fleiri hlutabréf og setja á markað. Magnið væri svo mikið að allir aðrir hluthafar gætu aukið hlut sinn með því að kaupa nýju hlutabréfin með afslætti. Það myndi gera Musk mun dýrara að eignast ráðandi hlut í félaginu. Hann á nú rúmlega níu prósenta hlut. Sjá einnig: Elon Musk vill taka yfir Twitter Samkvæmt frétt New York Times verða þessar varnir virkar í tæpt ár. Vísað er í yfirlýsingu frá Twitter þar sem fram kemur að forsvarsmenn fyrirtækisins geti átt í viðræðum við mögulega kaupendur og stjórnin fái þannig meiri tíma til að ná samkomulagi sem meðlimir hennar telja í hag félagsins. Miðillinn segir að verið sé að skoða hvort stjórnin eigi að bjóða öðrum að gera kauptilboð í félagið. Þar þykir fjárfestingafélagið Silver Lake vera líklegast til að fá slíkt boð. Það á þegar stóran hluta í Twitter og einn eigenda þessa er þegar í stjórn Twitter. Þessi varnaraðferð kallast „eiturpilla“ erlendis og hefur verið notuð allt frá níunda áratug síðustu aldar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa notað hana til að koma í veg fyrir yfirtökur eru Netflix og Papa John‘s. Í frétt Bloomberg segir að stjórn Twitter hafi ráðið JPMorgan og Goldman Sachs til að aðstoða við að verja félagið gegn yfirtöku Musks. Musk sjálfur sagði fyrr í vikunni að hann vildi draga úr ritstjórn á Twitter og opinbera hvernig samfélagsmiðillinn virkar. Það er að segja hvernig tíst dreifast manna á milli og hvað stýrir dreifingu tísta. Hann sagði það gífurlega mikilvægt. Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Í stuttu og einföldu máli sagt, felur þessi vörn í sér að ef Musk kaupir meira en fimmtán prósenta hlut í Twitter, myndi fyrirtækið gefa út fleiri hlutabréf og setja á markað. Magnið væri svo mikið að allir aðrir hluthafar gætu aukið hlut sinn með því að kaupa nýju hlutabréfin með afslætti. Það myndi gera Musk mun dýrara að eignast ráðandi hlut í félaginu. Hann á nú rúmlega níu prósenta hlut. Sjá einnig: Elon Musk vill taka yfir Twitter Samkvæmt frétt New York Times verða þessar varnir virkar í tæpt ár. Vísað er í yfirlýsingu frá Twitter þar sem fram kemur að forsvarsmenn fyrirtækisins geti átt í viðræðum við mögulega kaupendur og stjórnin fái þannig meiri tíma til að ná samkomulagi sem meðlimir hennar telja í hag félagsins. Miðillinn segir að verið sé að skoða hvort stjórnin eigi að bjóða öðrum að gera kauptilboð í félagið. Þar þykir fjárfestingafélagið Silver Lake vera líklegast til að fá slíkt boð. Það á þegar stóran hluta í Twitter og einn eigenda þessa er þegar í stjórn Twitter. Þessi varnaraðferð kallast „eiturpilla“ erlendis og hefur verið notuð allt frá níunda áratug síðustu aldar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa notað hana til að koma í veg fyrir yfirtökur eru Netflix og Papa John‘s. Í frétt Bloomberg segir að stjórn Twitter hafi ráðið JPMorgan og Goldman Sachs til að aðstoða við að verja félagið gegn yfirtöku Musks. Musk sjálfur sagði fyrr í vikunni að hann vildi draga úr ritstjórn á Twitter og opinbera hvernig samfélagsmiðillinn virkar. Það er að segja hvernig tíst dreifast manna á milli og hvað stýrir dreifingu tísta. Hann sagði það gífurlega mikilvægt.
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira