Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. apríl 2022 14:01 Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Evrópusambandið hefði þannig einfaldlega sofið á verðinum og tekið allt of seint við sér gagnvart yfirgangi rússneskra stjórnvalda. Ég gerði þetta sama að umtalsefni í grein á Vísir.is í marz. Tilefnið var yfirlýsingar harðra Evrópusambandsinna um að við Íslendingar þyrftum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja öryggi okkar gagnvart Rússlandi. Benti ég á að þær yfirlýsingar kæmu til að mynda afskaplega illa heim og saman við þá staðreynd að sambandið sjálft væri ljóslega berskjaldað gagnvart rússneskum stjórnvöldum þegar kæmi að orkuöryggi. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðu sinni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum að minnsta kosti undanfarin tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fjármunir streyma frá ESB til Rússlands Fjörutíu prósent af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um fjórðungur olíunnar. Gríðarlegir fjármunir hafa streymt árum saman frá ríkjum sambandsins í rússneska ríkissjóðinn og gera enn. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva alfarið orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli Evrópusambandsins, en sambandið dregur hins vegar enn lappirnar. Fyrst í stað tilkynnti Evrópusambandið að stefnt væri að því að sambandið yrði orðið óháð orku frá Rússlandi fyrir árið 2030 en í kjölfar harðrar gagnrýni var tilkynnt að draga ætti úr því hversu háð ríki þess væru rússnesku gasi og olíu um 2/3 fyrir áramót. Sérfræðingar telja þó í bezta falli óljóst hvort það markmið sé raunhæft. Sjálfur sagði Borrell að það yrði mjög erfitt og myndi kalla á miklar fórnir af hálfu íbúa sambandsins. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið þannig ekki einvörðugu sofið á verðinum gagnvart rússneskum stjórnvöldum undanfarna áratugi í því gríðarlega mikilvæga öryggismáli sem orkumál eru í dag heldur sífellt orðið berskjaldaðra í þeim efnum og fyrst og fremst vegna eigin framgöngu. Þannig hefur einfaldlega verið um hreint sjálfskaparvíti að ræða sem og vítavert dómgreindarleysi ráðamanna sambandsins. Hafa ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Talað hefur einkum verið um að Evrópusambandið gæti veitt Íslandi einhvers konar vernd á sviði viðskiptamála án þess að skilgreint hafi verið nánar í hverju hún ætti nákvæmlega að felast. Hins vegar liggur á sama tíma fyrir að Evrópusambandið sjálft og ríki þess hafa engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að viðskiptum við Rússland og telft með því orkuöryggi þess í algera tvísýnu. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni á opinberum vettvangi. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig leitt af sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Fyrst og fremst vegna framgöngu forystumanna sambandsins og ríkja þess. Fyrir utan annað verður það fyrir vikið að teljast nokkuð sérstakt sjónarmið, svo ekki sé meira sagt, að rétt væri að treysta þessum sömu aðilum fyrir öryggishagsmunum Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Evrópusambandið hefði þannig einfaldlega sofið á verðinum og tekið allt of seint við sér gagnvart yfirgangi rússneskra stjórnvalda. Ég gerði þetta sama að umtalsefni í grein á Vísir.is í marz. Tilefnið var yfirlýsingar harðra Evrópusambandsinna um að við Íslendingar þyrftum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja öryggi okkar gagnvart Rússlandi. Benti ég á að þær yfirlýsingar kæmu til að mynda afskaplega illa heim og saman við þá staðreynd að sambandið sjálft væri ljóslega berskjaldað gagnvart rússneskum stjórnvöldum þegar kæmi að orkuöryggi. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðu sinni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum að minnsta kosti undanfarin tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fjármunir streyma frá ESB til Rússlands Fjörutíu prósent af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um fjórðungur olíunnar. Gríðarlegir fjármunir hafa streymt árum saman frá ríkjum sambandsins í rússneska ríkissjóðinn og gera enn. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva alfarið orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli Evrópusambandsins, en sambandið dregur hins vegar enn lappirnar. Fyrst í stað tilkynnti Evrópusambandið að stefnt væri að því að sambandið yrði orðið óháð orku frá Rússlandi fyrir árið 2030 en í kjölfar harðrar gagnrýni var tilkynnt að draga ætti úr því hversu háð ríki þess væru rússnesku gasi og olíu um 2/3 fyrir áramót. Sérfræðingar telja þó í bezta falli óljóst hvort það markmið sé raunhæft. Sjálfur sagði Borrell að það yrði mjög erfitt og myndi kalla á miklar fórnir af hálfu íbúa sambandsins. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið þannig ekki einvörðugu sofið á verðinum gagnvart rússneskum stjórnvöldum undanfarna áratugi í því gríðarlega mikilvæga öryggismáli sem orkumál eru í dag heldur sífellt orðið berskjaldaðra í þeim efnum og fyrst og fremst vegna eigin framgöngu. Þannig hefur einfaldlega verið um hreint sjálfskaparvíti að ræða sem og vítavert dómgreindarleysi ráðamanna sambandsins. Hafa ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Talað hefur einkum verið um að Evrópusambandið gæti veitt Íslandi einhvers konar vernd á sviði viðskiptamála án þess að skilgreint hafi verið nánar í hverju hún ætti nákvæmlega að felast. Hins vegar liggur á sama tíma fyrir að Evrópusambandið sjálft og ríki þess hafa engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að viðskiptum við Rússland og telft með því orkuöryggi þess í algera tvísýnu. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni á opinberum vettvangi. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig leitt af sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Fyrst og fremst vegna framgöngu forystumanna sambandsins og ríkja þess. Fyrir utan annað verður það fyrir vikið að teljast nokkuð sérstakt sjónarmið, svo ekki sé meira sagt, að rétt væri að treysta þessum sömu aðilum fyrir öryggishagsmunum Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar