Framtíð Hamarshallarinnar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 15. apríl 2022 12:01 Hvergerðingar urðu fyrir miklu eignatjóni í einu fárviðra vetrarins þegar Hamarshöllin féll. Þetta var mikið áfall fyrir íþróttalífið það þurfti að gera ráðstafanir og fá hjálp úr öðrum sveitarfélögum svo sem minnst rof yrði á æfingum barnanna. Þakkir til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg til að halda starfinu gangandi og þakkir til sjálfboðaliðanna sem tóku þátt í því að hreinsa til og koma dúknum í verð sem lið í fjáröflun fyrir íþróttafélagið Hamar. Hvað segja gögnin? Á bæjarstjórnarfundi Hveragerðisbæjar þann 13. apríl síðastliðinn var tekin fyrir skýrsla verkfræðinga sem hafði að geyma þá kosti sem væru í stöðunni til uppbyggingar. Ákveðin vonbrigði voru þó með skýrsluna þar sem hún hafði ekki að geyma öll þau gögn sem bæjarráð hafði óskað eftir. Minnihlutinn, fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis fóru þá á leit við aðila sem gaf verð í stálgrindarhús með dúk en upphitað. Verðið og tímarammi uppsetningar var í takt við loftborið hús. Nýjar upplýsingar Með nýjar upplýsingar í sínum fórum óskuðu fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis eftir því að skýrslan yrði lögð fram til kynningar en ákvörðun yrði tekin á næsta bæjarstjórnarfundi eða 28. apríl næstkomandi. Mikla virðingu hefði ég borið fyrir þeirri ákvörðun, hefði meirihluti Sjálfstæðismanna verið tilbúin til á hlusta á kynningu í ljósi nýrra gagna og þá jafnvel hægt að slá þá tillögu alveg út af borðinu reyndist hún ekki raunhæf. Mögulega er dúkhýsi besta lausnin, mögulega er samt sem áður stálgrindarhús með dúk, upphitað ákveðin millilending í þessu máli. Framtíðin Það er gríðarlega mikilvægt í öllu ferli innan sveitarstjórnar að taka upplýsta ákvörðun um verkefnin á grundvelli faglegra gagna. Það er einnig mikilvægt að skapa sem mesta sátt í bæjarfélaginu um framtíð íþróttastarfsins og það gerum við á grundvelli upplýsingar. Þannig viljum við í Framsókn í Hveragerði vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 1. sæti lista Framsóknar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hamar Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvergerðingar urðu fyrir miklu eignatjóni í einu fárviðra vetrarins þegar Hamarshöllin féll. Þetta var mikið áfall fyrir íþróttalífið það þurfti að gera ráðstafanir og fá hjálp úr öðrum sveitarfélögum svo sem minnst rof yrði á æfingum barnanna. Þakkir til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg til að halda starfinu gangandi og þakkir til sjálfboðaliðanna sem tóku þátt í því að hreinsa til og koma dúknum í verð sem lið í fjáröflun fyrir íþróttafélagið Hamar. Hvað segja gögnin? Á bæjarstjórnarfundi Hveragerðisbæjar þann 13. apríl síðastliðinn var tekin fyrir skýrsla verkfræðinga sem hafði að geyma þá kosti sem væru í stöðunni til uppbyggingar. Ákveðin vonbrigði voru þó með skýrsluna þar sem hún hafði ekki að geyma öll þau gögn sem bæjarráð hafði óskað eftir. Minnihlutinn, fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis fóru þá á leit við aðila sem gaf verð í stálgrindarhús með dúk en upphitað. Verðið og tímarammi uppsetningar var í takt við loftborið hús. Nýjar upplýsingar Með nýjar upplýsingar í sínum fórum óskuðu fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis eftir því að skýrslan yrði lögð fram til kynningar en ákvörðun yrði tekin á næsta bæjarstjórnarfundi eða 28. apríl næstkomandi. Mikla virðingu hefði ég borið fyrir þeirri ákvörðun, hefði meirihluti Sjálfstæðismanna verið tilbúin til á hlusta á kynningu í ljósi nýrra gagna og þá jafnvel hægt að slá þá tillögu alveg út af borðinu reyndist hún ekki raunhæf. Mögulega er dúkhýsi besta lausnin, mögulega er samt sem áður stálgrindarhús með dúk, upphitað ákveðin millilending í þessu máli. Framtíðin Það er gríðarlega mikilvægt í öllu ferli innan sveitarstjórnar að taka upplýsta ákvörðun um verkefnin á grundvelli faglegra gagna. Það er einnig mikilvægt að skapa sem mesta sátt í bæjarfélaginu um framtíð íþróttastarfsins og það gerum við á grundvelli upplýsingar. Þannig viljum við í Framsókn í Hveragerði vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 1. sæti lista Framsóknar í Hveragerði.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar