Allt á að vera uppi á borðum Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 11. apríl 2022 07:31 Við Vinstri græn erum hreyfing sem styður og vill styrkja samfélagslegt eignarhald á sem flestum sviðum. Það er því algjörlega ljóst að þegar ráðist er í sölu ríkiseigna verður að ríkja fullkomið traust til söluferilsins og algjört gagnsæi, um það hljótum við öll að vera sammála. Ekki leið á löngu frá því að sölu á 22% hlut í Íslandsbanka lauk uns vísbendingar komu fram um að pottur kynni að hafa verið brotin. Það varð ljóst á ummælum forsætisráðherra strax í upphaf vikunnar að brugðist yrði við þeim aðstæðum sem upp voru komnar. Kaupendalistinn var birtur að frumkvæði stjórnvalda enda á almenningur rétt á slíkum upplýsinga þegar kemur að sölu á ríkiseignum, ekki síst þegar um ræðir banka. Listinn varð síst til að draga úr áhyggjum almennings. Sporin hræða og öll munum við hvernig misheppnaðar einkavæðingar banka fyrr á öldinni áttu stóran þátt í efnahagshruninu. Það er mitt mat og ég tel það vera eðlilegan og réttmætan upphafspunkt þessarar rannsóknar að hún fari fram hjá Ríkisendurskoðanda, það er sá aðili sem við treystum til úttektar þeirrar sem um ræðir fyrir hönd Alþingis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögum, enda hafa þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu margsinnis falið embætti hans að gera athuganir á hinum ýmsustu málum. Það er alveg ljóst að slík rannsókn er engin endastöð og ef í ljós kemur að úttektin frá Ríkisendurskoðun verður á einhvern hátt ekki nægjanlega yfirgripsmikil er eðlilegt að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd sem rannsaki málið. Þetta hafa þingmenn og ráðherrar sagt opinberlega enda er það mikið hagsmunamál fyrir land og þjóð að vel sé staðið að sölu ríkiseigna og brugðist hart við ef útaf ber. VG mun alltaf standa fyrir það að engu sé sópað undir teppið heldur sé allt uppi á borðum. Þá kemur ekki til álita að selja frekari hluti ríkisins í Íslandsbanka fyrr en farið hefur verið í saumana á þessu ferli og allar upplýsingar liggja fyrir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn erum hreyfing sem styður og vill styrkja samfélagslegt eignarhald á sem flestum sviðum. Það er því algjörlega ljóst að þegar ráðist er í sölu ríkiseigna verður að ríkja fullkomið traust til söluferilsins og algjört gagnsæi, um það hljótum við öll að vera sammála. Ekki leið á löngu frá því að sölu á 22% hlut í Íslandsbanka lauk uns vísbendingar komu fram um að pottur kynni að hafa verið brotin. Það varð ljóst á ummælum forsætisráðherra strax í upphaf vikunnar að brugðist yrði við þeim aðstæðum sem upp voru komnar. Kaupendalistinn var birtur að frumkvæði stjórnvalda enda á almenningur rétt á slíkum upplýsinga þegar kemur að sölu á ríkiseignum, ekki síst þegar um ræðir banka. Listinn varð síst til að draga úr áhyggjum almennings. Sporin hræða og öll munum við hvernig misheppnaðar einkavæðingar banka fyrr á öldinni áttu stóran þátt í efnahagshruninu. Það er mitt mat og ég tel það vera eðlilegan og réttmætan upphafspunkt þessarar rannsóknar að hún fari fram hjá Ríkisendurskoðanda, það er sá aðili sem við treystum til úttektar þeirrar sem um ræðir fyrir hönd Alþingis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögum, enda hafa þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu margsinnis falið embætti hans að gera athuganir á hinum ýmsustu málum. Það er alveg ljóst að slík rannsókn er engin endastöð og ef í ljós kemur að úttektin frá Ríkisendurskoðun verður á einhvern hátt ekki nægjanlega yfirgripsmikil er eðlilegt að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd sem rannsaki málið. Þetta hafa þingmenn og ráðherrar sagt opinberlega enda er það mikið hagsmunamál fyrir land og þjóð að vel sé staðið að sölu ríkiseigna og brugðist hart við ef útaf ber. VG mun alltaf standa fyrir það að engu sé sópað undir teppið heldur sé allt uppi á borðum. Þá kemur ekki til álita að selja frekari hluti ríkisins í Íslandsbanka fyrr en farið hefur verið í saumana á þessu ferli og allar upplýsingar liggja fyrir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun