Ef ekki nú, -hvenær þá? Bjartey Ásmundsdóttir skrifar 9. apríl 2022 14:01 Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er tækifærið oft nýtt til að vekja athygli á því sem betur má fara í nærumhverfi okkar.Í Efra-Breiðholti erum við með öflugt íþróttafélag, Íþróttafélagið Leikni, félag sem hefur nú sótt formlega um að verða skilgreint sem hverfisfélag. Kröfur sem gerðar eru til hverfisfélaga eru meðal annars þær að félögin bjóði upp á fleiri en eina íþróttagrein. Leiknir er einna helst þekkt fyrir knattspyrnudeild sína en hefur nú stofnað blakdeild og samið um samstarf við körfuknattleiksfélagið Aþenu. Áhugi er fyrir því að auka enn við framboð íþróttagreina til að bjóða upp á í hverfinu. Það sem hefur hamlað uppbygginu á íþróttastarfi Leiknis undanfarin ár er aðstöðuleysi og skortur á húsnæði til æfinga og þá sérstaklega innanhúss. Íþróttaiðkun barna og unglinga er ein besta forvörn sem hægt er að finna. Hreyfing er nauðsynleg og því mikilvægt að byrja strax að aðstoða og hvetja börnin til að finna þá hreyfingu sem hentar þeim best. Þátttaka ungmenna í íþróttum í Efra-Breiðholti er lítil samanborið við önnur hverfi en einungis 40% barna stunda íþróttir í 111 samanborið við 60% í öðrum hverfum borgarinnar. Aðeins sextíu prósent barna í Efra-Breiðholti nýta frístundakortið, en hlutfallið er allt að níutíu prósent í öðrum hverfum. Ein af ástæðunum er áðurnefnt aðstöðuleysi. Börnin eiga að geta stundað íþróttir í nærumhverfinu, hverfið var upphaflega skipulagt þannig að íbúar gætu sótt helstu þjónustu innan hverfis. Aðstaða skiptir verulega miklu máli hvað þátttöku og mætingu barna varðar sérstaklega yfir vetrartímann. Nú hefur hópur af foreldrum barna í Leikni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er farið á leit við Reykjavíkurborg, íþrótta- og tómstundaráð og Íþróttabandalag Reykjavíkur að veita Leikni íþróttahúsið í Austurbergi til umráða til reynslu í a.m.k. 5 ár. Íþróttahúsið í Austurbergi er í miðju Efra-Breiðholts, þétt upp við æfingasvæði Leiknis. Börnin mörg hver ganga fram hjá íþróttahúsinu þegar þau mæta til æfinga hjá Leikni. Hins vegar hefur Leiknir ekki haft afnot af húsinu síðustu ár þrátt fyrir mikla nálægð við það. Ef börnin í hverfi 111 hefðu aðgang að því eina íþróttahúsi sem er hér í hverfinu, væri það ekki aðeins lyftistöng fyrir íþróttafélag hverfisins, heldur fyrir hverfið allt. Leiknir var stofnað fyrir tæpum 50 árum af foreldrum sem vildu að börn sín gætu sótt æfingar í nærumhverfinu. Foreldrar í Efra-Breiðholti hafa lengi horft til þess að geta sent börn sín sem æfa hjá Leikni á inniæfingar í Austurbergi en hafa haldið sig til hlés með að biðja um aðstöðuna vegna þess að ÍR hefur haft afnot af húsinu fram til þessa. Nú þegar ÍR hefur fengið frábæra aðstöðu á sínu æfingasvæði í Suður-Mjódd má ætla að notkun ÍR á íþróttahúsinu í Austurbergi minnki og því óska foreldrar eftir því að Leikni verði veitt afnot af húsinu fyrir sína iðkendur. En nú stendur á svörum frá borgaryfirvöldum. Ef skilja má rétt þau fáu svör sem borist hafa, má Leiknir kannski eiga von á því að fá einhverja afgangs tíma í húsinu í framhaldinu en ÍR mun áfram hafa umráð yfir því. Hvers vegna? Er ekki rétt að jafna leikinn og veita því félagi sem þarf nauðsynlega á aðstöðunni að halda til að geta opnað dyr sínar fyrir fleiri iðkendum úr hverfinu sem mörg hver bíða nú þegar eftir t.d. körfuboltaæfingum? Eiga börn í Efra-Breiðholti að bíða ennþá lengur eftir því að fá aðstöðu við hæfi? Ef núna er ekki rétti tíminn fyrir vistaskipti í húsinu, -hvenær þá? Höfundur er foreldri í hverfinu og í meðlimur í unglingaráði Leiknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er tækifærið oft nýtt til að vekja athygli á því sem betur má fara í nærumhverfi okkar.Í Efra-Breiðholti erum við með öflugt íþróttafélag, Íþróttafélagið Leikni, félag sem hefur nú sótt formlega um að verða skilgreint sem hverfisfélag. Kröfur sem gerðar eru til hverfisfélaga eru meðal annars þær að félögin bjóði upp á fleiri en eina íþróttagrein. Leiknir er einna helst þekkt fyrir knattspyrnudeild sína en hefur nú stofnað blakdeild og samið um samstarf við körfuknattleiksfélagið Aþenu. Áhugi er fyrir því að auka enn við framboð íþróttagreina til að bjóða upp á í hverfinu. Það sem hefur hamlað uppbygginu á íþróttastarfi Leiknis undanfarin ár er aðstöðuleysi og skortur á húsnæði til æfinga og þá sérstaklega innanhúss. Íþróttaiðkun barna og unglinga er ein besta forvörn sem hægt er að finna. Hreyfing er nauðsynleg og því mikilvægt að byrja strax að aðstoða og hvetja börnin til að finna þá hreyfingu sem hentar þeim best. Þátttaka ungmenna í íþróttum í Efra-Breiðholti er lítil samanborið við önnur hverfi en einungis 40% barna stunda íþróttir í 111 samanborið við 60% í öðrum hverfum borgarinnar. Aðeins sextíu prósent barna í Efra-Breiðholti nýta frístundakortið, en hlutfallið er allt að níutíu prósent í öðrum hverfum. Ein af ástæðunum er áðurnefnt aðstöðuleysi. Börnin eiga að geta stundað íþróttir í nærumhverfinu, hverfið var upphaflega skipulagt þannig að íbúar gætu sótt helstu þjónustu innan hverfis. Aðstaða skiptir verulega miklu máli hvað þátttöku og mætingu barna varðar sérstaklega yfir vetrartímann. Nú hefur hópur af foreldrum barna í Leikni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er farið á leit við Reykjavíkurborg, íþrótta- og tómstundaráð og Íþróttabandalag Reykjavíkur að veita Leikni íþróttahúsið í Austurbergi til umráða til reynslu í a.m.k. 5 ár. Íþróttahúsið í Austurbergi er í miðju Efra-Breiðholts, þétt upp við æfingasvæði Leiknis. Börnin mörg hver ganga fram hjá íþróttahúsinu þegar þau mæta til æfinga hjá Leikni. Hins vegar hefur Leiknir ekki haft afnot af húsinu síðustu ár þrátt fyrir mikla nálægð við það. Ef börnin í hverfi 111 hefðu aðgang að því eina íþróttahúsi sem er hér í hverfinu, væri það ekki aðeins lyftistöng fyrir íþróttafélag hverfisins, heldur fyrir hverfið allt. Leiknir var stofnað fyrir tæpum 50 árum af foreldrum sem vildu að börn sín gætu sótt æfingar í nærumhverfinu. Foreldrar í Efra-Breiðholti hafa lengi horft til þess að geta sent börn sín sem æfa hjá Leikni á inniæfingar í Austurbergi en hafa haldið sig til hlés með að biðja um aðstöðuna vegna þess að ÍR hefur haft afnot af húsinu fram til þessa. Nú þegar ÍR hefur fengið frábæra aðstöðu á sínu æfingasvæði í Suður-Mjódd má ætla að notkun ÍR á íþróttahúsinu í Austurbergi minnki og því óska foreldrar eftir því að Leikni verði veitt afnot af húsinu fyrir sína iðkendur. En nú stendur á svörum frá borgaryfirvöldum. Ef skilja má rétt þau fáu svör sem borist hafa, má Leiknir kannski eiga von á því að fá einhverja afgangs tíma í húsinu í framhaldinu en ÍR mun áfram hafa umráð yfir því. Hvers vegna? Er ekki rétt að jafna leikinn og veita því félagi sem þarf nauðsynlega á aðstöðunni að halda til að geta opnað dyr sínar fyrir fleiri iðkendum úr hverfinu sem mörg hver bíða nú þegar eftir t.d. körfuboltaæfingum? Eiga börn í Efra-Breiðholti að bíða ennþá lengur eftir því að fá aðstöðu við hæfi? Ef núna er ekki rétti tíminn fyrir vistaskipti í húsinu, -hvenær þá? Höfundur er foreldri í hverfinu og í meðlimur í unglingaráði Leiknis.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun