Að selja banka og samt ekki Jónas Elíasson skrifar 8. apríl 2022 15:30 Ýmislegt hefur orðið til þess að kasta rýrð á fjármálasnilli Íslendingar síðan 2008. Eru þetta menn með reynslu og þekkingu sem kunna að láta fjármagn vinna með eðlilegum hætti, eða eru þetta gróðapeyjar, alltaf að leita að næsta „díl“ hjá vinum og kunningjum?? Flestir sem fóru á hausinn 2008 þóttust vera að græða á „áhættusömum markaði“. Græða á daginn, grilla á kvöldin var mantran. Þeir virðast ekki hafa áttað sig á því að til þess að markaður sé áhættusamur er ekki nóg að hætta sé á tapa peningum á honum. Hættan af gróða verður líka að vera fyrir hendi, það er alveg nauðsynlegt svo markaður sé áhættusamur, annar er hann bara bókað tap, engin hætta á neinu öðru. Þessu lentu hrunsnillingarnir í þegar þeir fóru út í allar sínar skuldsettu yfirtökur. Yfirtóku Magasin og d´Anglaterre í Kaupmannahöfn, ónýtar prentsmiðjur og fleira í Bretlandi og það fór þá einu leið sem það gat farið. Þarna var engin hætta á gróða, nema því sem íslenslku bankarnir lánuðu í þetta og hægt af að „bjarga undan“. En er þetta ekki sérstakt fyrir Ísland ? Nei, kaup á fyrirtækjum til að „tæma þau“ eru algeng allsstaðar. Í Danmörku heita þessir gæjar „selskabstömmere“. Í Bretlandi er frægasta dæmið salan á Rover, kaupandinn fékk 95 milljóna punda lánalinu, ætlaði að ná því út, og var búinn að krækja sér í 35 milljónir þegar SFO (Serious Fraud Office) stoppaði leikinn. Fengu þeir ekki harðann dóm ? Nei, þeir höfðu ekki gert neitt ólöglegt. Öruggasta leiðin fyrir ríkið til að lemda ekki í þessu með sína banka er að selja þá ekki. Það er erfitt að sjá vfram á hvernig á að selja banka án þess að lend í einhverju. Ríkið mun kaupa bankann til baka frekar en láta hann fara á hausinn, þetta sannaðist hruninu. Það er því hægt að borga hvað sem er fyrir hann, ef friður fæst til að tæma hann á eftir. Fjármálaráðherra hefur örugglega haft þetta í huga fyrir söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka. En þarna klúðraðist eitthvað, svo rækilega að virtur þingmaður úr flokki ráðherrans skrifar grein á Vísi (Vá hvað ég er pirruð og svekkt; Bryndís Haraldsdóttir 7. apríl 2022, visir.is) og talar væntanlega fyrir fleiri en sjálfa sig. Hún telur sérstaklega fram hver helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Við þetta má gera eftirfarandi athugasemdir. Ríkið gæti þurft að kaupa bankann til baka svo áhættan eykst. Samkeppnin breyttist ekki neitt við yfirtöku ríkisins og mun ekki breytast nú. Að selja með afslætti er ekki gott tæki til að hámarka gróða. Eignarhaldið endar hjá þeim sem býður hæsta verðið á hlut á eftirmarkaði. Þetta gæti virkað, a.m.k. til skamms tíma. Gott mál, en að minnka óarðbærar fjárfestingar ríkisins er mun virkara meðal. Fyrir utan þetta virðist bankasýslan hafa hirt 700 milljónir handa sér og sínum bönkum. Þá eru ýmsir gamlir hrundansarar með, svo áhyggjur þingmannsins eru mjög skiljanlegar. Vandinn í fjármálakerfinu er sá, að greiðsluþjónustan við almenning og fjárfestinga starfsemin er ekki aðgreind í bankakerfinu. Ef svo væri, þyrfti ekki að hafa allar þessar áhyggjur af bönkunum. Áður og fyrrum var greiðsluþjónustan ókeypis, og fólk fékk innlánsvexti. Nú eru menn rukkaðir fyrir hverja einustu færslu í greiðsluþjónustunni og verða að sætta sig við innlánsvexti vel undir verðbólgu. Í staðin hrúga bankarnir upp milljarða hagnaði handa eigendum sínum. Nú geta menn farið í fyrsdtu málsgreinina og reynt að gera sér greein fyrir, hvorum flokknum tilheyra fjármálamenn okkar. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Salan á Íslandsbanka Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur orðið til þess að kasta rýrð á fjármálasnilli Íslendingar síðan 2008. Eru þetta menn með reynslu og þekkingu sem kunna að láta fjármagn vinna með eðlilegum hætti, eða eru þetta gróðapeyjar, alltaf að leita að næsta „díl“ hjá vinum og kunningjum?? Flestir sem fóru á hausinn 2008 þóttust vera að græða á „áhættusömum markaði“. Græða á daginn, grilla á kvöldin var mantran. Þeir virðast ekki hafa áttað sig á því að til þess að markaður sé áhættusamur er ekki nóg að hætta sé á tapa peningum á honum. Hættan af gróða verður líka að vera fyrir hendi, það er alveg nauðsynlegt svo markaður sé áhættusamur, annar er hann bara bókað tap, engin hætta á neinu öðru. Þessu lentu hrunsnillingarnir í þegar þeir fóru út í allar sínar skuldsettu yfirtökur. Yfirtóku Magasin og d´Anglaterre í Kaupmannahöfn, ónýtar prentsmiðjur og fleira í Bretlandi og það fór þá einu leið sem það gat farið. Þarna var engin hætta á gróða, nema því sem íslenslku bankarnir lánuðu í þetta og hægt af að „bjarga undan“. En er þetta ekki sérstakt fyrir Ísland ? Nei, kaup á fyrirtækjum til að „tæma þau“ eru algeng allsstaðar. Í Danmörku heita þessir gæjar „selskabstömmere“. Í Bretlandi er frægasta dæmið salan á Rover, kaupandinn fékk 95 milljóna punda lánalinu, ætlaði að ná því út, og var búinn að krækja sér í 35 milljónir þegar SFO (Serious Fraud Office) stoppaði leikinn. Fengu þeir ekki harðann dóm ? Nei, þeir höfðu ekki gert neitt ólöglegt. Öruggasta leiðin fyrir ríkið til að lemda ekki í þessu með sína banka er að selja þá ekki. Það er erfitt að sjá vfram á hvernig á að selja banka án þess að lend í einhverju. Ríkið mun kaupa bankann til baka frekar en láta hann fara á hausinn, þetta sannaðist hruninu. Það er því hægt að borga hvað sem er fyrir hann, ef friður fæst til að tæma hann á eftir. Fjármálaráðherra hefur örugglega haft þetta í huga fyrir söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka. En þarna klúðraðist eitthvað, svo rækilega að virtur þingmaður úr flokki ráðherrans skrifar grein á Vísi (Vá hvað ég er pirruð og svekkt; Bryndís Haraldsdóttir 7. apríl 2022, visir.is) og talar væntanlega fyrir fleiri en sjálfa sig. Hún telur sérstaklega fram hver helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Við þetta má gera eftirfarandi athugasemdir. Ríkið gæti þurft að kaupa bankann til baka svo áhættan eykst. Samkeppnin breyttist ekki neitt við yfirtöku ríkisins og mun ekki breytast nú. Að selja með afslætti er ekki gott tæki til að hámarka gróða. Eignarhaldið endar hjá þeim sem býður hæsta verðið á hlut á eftirmarkaði. Þetta gæti virkað, a.m.k. til skamms tíma. Gott mál, en að minnka óarðbærar fjárfestingar ríkisins er mun virkara meðal. Fyrir utan þetta virðist bankasýslan hafa hirt 700 milljónir handa sér og sínum bönkum. Þá eru ýmsir gamlir hrundansarar með, svo áhyggjur þingmannsins eru mjög skiljanlegar. Vandinn í fjármálakerfinu er sá, að greiðsluþjónustan við almenning og fjárfestinga starfsemin er ekki aðgreind í bankakerfinu. Ef svo væri, þyrfti ekki að hafa allar þessar áhyggjur af bönkunum. Áður og fyrrum var greiðsluþjónustan ókeypis, og fólk fékk innlánsvexti. Nú eru menn rukkaðir fyrir hverja einustu færslu í greiðsluþjónustunni og verða að sætta sig við innlánsvexti vel undir verðbólgu. Í staðin hrúga bankarnir upp milljarða hagnaði handa eigendum sínum. Nú geta menn farið í fyrsdtu málsgreinina og reynt að gera sér greein fyrir, hvorum flokknum tilheyra fjármálamenn okkar. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar