Kosið um forystu í Félagi framhaldsskólakennara Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 8. apríl 2022 14:30 Í fyrstu viku maímánaðar fara fram kosningar í Félagi framhaldsskólakennara. Tveir eru í framboði til formanns og alls bjóða sig 13 manns fram til setu í stjórn félagsins. Það er ákaflega sjaldgæft að svo margt fólk bjóði sig fram til stjórnar í félagasamtökum og því stefnir í sérstaklega áhugaverðar kosningar. Ég er þakklátur öllum frambjóðendum því þessi breiði hópur sýnir okkur að starfið innan félagsins okkar þykir eftirsóknarvert. Það er alls ekki að undra að áhuginn sé svona mikill því framhaldsskólinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu misserin. Covid-ástandið hreyfði svo um munaði við ýmsum þáttum sem rólegt hafði verið um í skólastarfinu. Þar má nefna stund og stað þeirra sem nema og kenna, hugtakið kennslustund, vinnuaðstæður, vinnutíma, félagsþroska og skóla sem samfélag, stuðning til náms og kennslu, starfsþróun og svo ótalmargt annað. Kjaramálin eru svo enn annar kapítuli og ekki síður mikilvægur. Nú þegar ár er í að samningar verða lausir er að mörgu að hyggja og er það gríðarlega mikilvægt fyrir þá, sem kjörnir verða til forystu, að eiga þéttan og samheldinn hóp að baki sér í undirbúningi kjaraviðræðna og á meðan þeim stendur. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir frambjóðendur að þátttaka verði góð í kosningunum heldur er það gríðarlega áríðandi fyrir allt samfélag kennara og ráðgjafa í framhaldsskólum. Ef við ætlum að taka okkur pláss í skólamálaumræðunni verðum við að sýna að við erum vakandi og virk og að fólkið sem velst til forystu njóti stuðnings félagsfólks. Á vef KÍ er að finna nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra og ég hvet allt félagsfólk til þess að kynna sér það efni rækilega. Nú hef ég þriggja ára reynslu í starfi formanns og finnst ég hafa náð ákveðnum árangri en um leið þykir mér svo ótal margt ógert. Ég er þess fullviss að ég geti, í náinni samvinnu við áhugasamt fólk í félaginu, komið góðu til leiðar í kjara-, skóla- og félagsmálum. Því sækist ég eftir endurnýjuðu umboði félagsfólks til þess að halda áfram að vinna með því að hagsmunum framhaldsskólakennara á breiðum vettvangi. Gerum okkur gildandi. Sýnum hvað við erum að gera. Tökum pláss. Gerum það saman. Til er ég! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Stéttarfélög Framhaldsskólar Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu viku maímánaðar fara fram kosningar í Félagi framhaldsskólakennara. Tveir eru í framboði til formanns og alls bjóða sig 13 manns fram til setu í stjórn félagsins. Það er ákaflega sjaldgæft að svo margt fólk bjóði sig fram til stjórnar í félagasamtökum og því stefnir í sérstaklega áhugaverðar kosningar. Ég er þakklátur öllum frambjóðendum því þessi breiði hópur sýnir okkur að starfið innan félagsins okkar þykir eftirsóknarvert. Það er alls ekki að undra að áhuginn sé svona mikill því framhaldsskólinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu misserin. Covid-ástandið hreyfði svo um munaði við ýmsum þáttum sem rólegt hafði verið um í skólastarfinu. Þar má nefna stund og stað þeirra sem nema og kenna, hugtakið kennslustund, vinnuaðstæður, vinnutíma, félagsþroska og skóla sem samfélag, stuðning til náms og kennslu, starfsþróun og svo ótalmargt annað. Kjaramálin eru svo enn annar kapítuli og ekki síður mikilvægur. Nú þegar ár er í að samningar verða lausir er að mörgu að hyggja og er það gríðarlega mikilvægt fyrir þá, sem kjörnir verða til forystu, að eiga þéttan og samheldinn hóp að baki sér í undirbúningi kjaraviðræðna og á meðan þeim stendur. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir frambjóðendur að þátttaka verði góð í kosningunum heldur er það gríðarlega áríðandi fyrir allt samfélag kennara og ráðgjafa í framhaldsskólum. Ef við ætlum að taka okkur pláss í skólamálaumræðunni verðum við að sýna að við erum vakandi og virk og að fólkið sem velst til forystu njóti stuðnings félagsfólks. Á vef KÍ er að finna nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra og ég hvet allt félagsfólk til þess að kynna sér það efni rækilega. Nú hef ég þriggja ára reynslu í starfi formanns og finnst ég hafa náð ákveðnum árangri en um leið þykir mér svo ótal margt ógert. Ég er þess fullviss að ég geti, í náinni samvinnu við áhugasamt fólk í félaginu, komið góðu til leiðar í kjara-, skóla- og félagsmálum. Því sækist ég eftir endurnýjuðu umboði félagsfólks til þess að halda áfram að vinna með því að hagsmunum framhaldsskólakennara á breiðum vettvangi. Gerum okkur gildandi. Sýnum hvað við erum að gera. Tökum pláss. Gerum það saman. Til er ég! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun