Öflugt skólastarf - fyrir framtíðina Mjöll Matthíasdóttir skrifar 8. apríl 2022 11:01 Ég er grunnskólakennari og stolt af því. Í ólgusjó síðustu missera hafa kennarar sýnt og sannað hvað í þeim býr. Ég er stolt af því að tilheyra kennarahópnum sem hefur haldið íslensku skólastarfi gangandi í heimsfaraldri. Með snarræði, sveigjanleika og lausnamiðuðum hugsunarhætti. Þetta er árangur sem vekur athygli víða um heim því þetta var ekki raunin í fjölmörgum löndum sem við berum okkur saman við. Vissulega hefur reynt á og verkefnið hefur ekki alltaf verið auðvelt. En kennarar hafa leyst það með hag nemenda að leiðarljósi. Skólastarf er í stöðugri framþróun og þarf að vera það. Því er mikilvægt að samfélagið hlúi að kennurum sínum og búi þeim góðar starfsaðstæður. Þar er verk að vinna. Kennarar eru að mennta fólk framtíðarinnar. Nemandi sem hefur grunnskólagöngu í haust mun væntanlega hefja starfsferil sinn á fimmta áratug aldarinnar! Hvernig sem heimurinn verður þá er eitt víst; Hann verður ekki eins og hann er í dag. Framtíð þjóðarinnar mun velta á því hvernig til tekst í skólastarfi næstu ára. Grunnskólakennarar velja forystusveit sína nú í maí. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til formanns Félags grunnskólakennara. Ég þekki af eigin raun ólíkar aðstæður kennara í þéttbýli og dreifbýli. Ég hef setið í stjórn og samninganefnd FG og þekki vel til starfsemi Kennarasambandsins. Ég tel mikilvægt að aðildarfélög Kennarasambands Íslands starfi þétt saman - það er svo margt sem sameinar okkur. Þau sem kjörin verða til forystustarfa eiga að leita eftir víðtæku samráði og afla sér yfirsýnar um aðstæður og vilja félagsmanna. Fleiri kennarar þurfa að koma að stefnumótun fyrir félagið. Mikilvægt er að fjölbreyttur hópur bjóði fram krafta sína til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Ég skora á kennara að hugleiða hvað þeir geta lagt að mörkum. Ég er tilbúin að leiða hópinn en sterkust erum við saman. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég er grunnskólakennari og stolt af því. Í ólgusjó síðustu missera hafa kennarar sýnt og sannað hvað í þeim býr. Ég er stolt af því að tilheyra kennarahópnum sem hefur haldið íslensku skólastarfi gangandi í heimsfaraldri. Með snarræði, sveigjanleika og lausnamiðuðum hugsunarhætti. Þetta er árangur sem vekur athygli víða um heim því þetta var ekki raunin í fjölmörgum löndum sem við berum okkur saman við. Vissulega hefur reynt á og verkefnið hefur ekki alltaf verið auðvelt. En kennarar hafa leyst það með hag nemenda að leiðarljósi. Skólastarf er í stöðugri framþróun og þarf að vera það. Því er mikilvægt að samfélagið hlúi að kennurum sínum og búi þeim góðar starfsaðstæður. Þar er verk að vinna. Kennarar eru að mennta fólk framtíðarinnar. Nemandi sem hefur grunnskólagöngu í haust mun væntanlega hefja starfsferil sinn á fimmta áratug aldarinnar! Hvernig sem heimurinn verður þá er eitt víst; Hann verður ekki eins og hann er í dag. Framtíð þjóðarinnar mun velta á því hvernig til tekst í skólastarfi næstu ára. Grunnskólakennarar velja forystusveit sína nú í maí. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til formanns Félags grunnskólakennara. Ég þekki af eigin raun ólíkar aðstæður kennara í þéttbýli og dreifbýli. Ég hef setið í stjórn og samninganefnd FG og þekki vel til starfsemi Kennarasambandsins. Ég tel mikilvægt að aðildarfélög Kennarasambands Íslands starfi þétt saman - það er svo margt sem sameinar okkur. Þau sem kjörin verða til forystustarfa eiga að leita eftir víðtæku samráði og afla sér yfirsýnar um aðstæður og vilja félagsmanna. Fleiri kennarar þurfa að koma að stefnumótun fyrir félagið. Mikilvægt er að fjölbreyttur hópur bjóði fram krafta sína til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Ég skora á kennara að hugleiða hvað þeir geta lagt að mörkum. Ég er tilbúin að leiða hópinn en sterkust erum við saman. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar