Draumur um betri borg Ómar Már Jónsson skrifar 7. apríl 2022 18:00 Ég er staddur í einni heitustu borg Evrópu. Búinn að vera hér um hríð og draga í mig menninguna, söguna og þjónustu hennar. Upplifa þá stemmingu sem hún er þekkt fyrir, finn hjarta hennar slá og drekk í mig söguna. Ég upplifi einnig hvar hún er stödd í hraða nútímans og get ímyndað mér hvernig framtíðin eigi eftir að umleika þessa borg. Hún hefur allt sem til þarf til að verða áfram í fararbroddi, að verða borgin sem er hvað mest talað um. Tíðarandi ólíkra tíma fortíðarinnar hafa sett mark sitt á hana og þegar gengið er um á fallegu vorkvöldi sjást ummerki þess vel. Það sem var, kemur ekki aftur en draumar fortíðarinnar um framtíðina má sjá í gömlum húsabyggingum, listaverkum, stöðutáknum sem segja okkur sögur um það sem var. Borgin ber þess merki, hún er samansafn af gamla tímanum en er á sama tíma upptekin við að tala sig inn í framtíðina. Ég er áhugasamur um borgir, hvernig þær urðu til, hvernig þær þróuðust í gegn um ólíka tíma og finn að það er auðvelt að hrífast. Bæði fyrir þá íbúa sem hafa valið að leyfa henni að umleika sig á ferðalagi lífsins og þá sem koma til að upplifa hjartslátt hennar, viljað staldra við um stundarsakir og fara ríkari heim. Það er umtalað að íbúar hennar eru stoltir, þeir eru stoltir af því að tilheyra henni, vera hluti af heildinni og því sem hún stendur fyrir. Hún er þjónustuborg og íbúar upplifa hana sem borgina sína. Það ríkir ákveðið jafnvægi meðal allra og hún er í kröfuhörðu verkefni um að þjóna öllum á jafnréttisgrundvelli. Hún er eitthvað meira en bara borg. Hún skilur eftir sig minningar, nærandi upplifun, eitthvað hátíðlegt og upplífgandi. Á eftirminnilegan hátt slær hún á réttu strengina og stækkar þá sem í henni lifa. Það er ekki einfalt að vera borg Borganna. Það eru gerðar miklar væntingar og er metnaðarfullt verkefni að halda þeirri stöðu, að vera fremst meðal jafningja, að veita þá þjónustu sem henni ber gagnvart mjög ólíkum hópum samfélagsins, þar sem allir eru með sínar væntingar og þrár. Gæti þessi draumur verið um Reykjavík? Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er staddur í einni heitustu borg Evrópu. Búinn að vera hér um hríð og draga í mig menninguna, söguna og þjónustu hennar. Upplifa þá stemmingu sem hún er þekkt fyrir, finn hjarta hennar slá og drekk í mig söguna. Ég upplifi einnig hvar hún er stödd í hraða nútímans og get ímyndað mér hvernig framtíðin eigi eftir að umleika þessa borg. Hún hefur allt sem til þarf til að verða áfram í fararbroddi, að verða borgin sem er hvað mest talað um. Tíðarandi ólíkra tíma fortíðarinnar hafa sett mark sitt á hana og þegar gengið er um á fallegu vorkvöldi sjást ummerki þess vel. Það sem var, kemur ekki aftur en draumar fortíðarinnar um framtíðina má sjá í gömlum húsabyggingum, listaverkum, stöðutáknum sem segja okkur sögur um það sem var. Borgin ber þess merki, hún er samansafn af gamla tímanum en er á sama tíma upptekin við að tala sig inn í framtíðina. Ég er áhugasamur um borgir, hvernig þær urðu til, hvernig þær þróuðust í gegn um ólíka tíma og finn að það er auðvelt að hrífast. Bæði fyrir þá íbúa sem hafa valið að leyfa henni að umleika sig á ferðalagi lífsins og þá sem koma til að upplifa hjartslátt hennar, viljað staldra við um stundarsakir og fara ríkari heim. Það er umtalað að íbúar hennar eru stoltir, þeir eru stoltir af því að tilheyra henni, vera hluti af heildinni og því sem hún stendur fyrir. Hún er þjónustuborg og íbúar upplifa hana sem borgina sína. Það ríkir ákveðið jafnvægi meðal allra og hún er í kröfuhörðu verkefni um að þjóna öllum á jafnréttisgrundvelli. Hún er eitthvað meira en bara borg. Hún skilur eftir sig minningar, nærandi upplifun, eitthvað hátíðlegt og upplífgandi. Á eftirminnilegan hátt slær hún á réttu strengina og stækkar þá sem í henni lifa. Það er ekki einfalt að vera borg Borganna. Það eru gerðar miklar væntingar og er metnaðarfullt verkefni að halda þeirri stöðu, að vera fremst meðal jafningja, að veita þá þjónustu sem henni ber gagnvart mjög ólíkum hópum samfélagsins, þar sem allir eru með sínar væntingar og þrár. Gæti þessi draumur verið um Reykjavík? Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar