Ekkert hús á Seyðisfirði á hættusvæði C vegna aurflóðahættu Elvar Snær Kristjánsson skrifar 7. apríl 2022 08:31 Þann 18. desember 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði. Skriðan var um 73.000 rúmmetrar. Á einhvern ótrúlegan hátt slasaðist enginn né lét lífið. Skriðan skildi eftir sig stórt sár í fjallinu. En hún skildi líka eftir stórt sár í hugum og hjörtum margra Seyðfirðinga. Traust til þeirra sérfræðinga sem sjá um hættumöt ofanflóða og eftirlit minnkaði. Jafnvel traust fjallana sem hafa varið okkur fyrir veðri og vindum frá örófi alda (og reyndar sólinni líka) minnkaði. En traustið jókst jafn og þétt aftur með fjölmörgum upplýsingafundum og greinagóðum svörum sérfræðinganna. Sumarið 2021 var kynnt nýtt bráðabirgðahættumat sem færði öll hús í Botnahlíð á C svæði sem er mesta hætta og gerir það að verkum að ekki má búa þar nema með vörnum. Þetta var áfellisdómur fyrir heila götu. Nú tók löng og erfið bið fyrir Seyðfirðinga, ekki síst íbúa Botnahlíðar sem sumir hverjir höfðu hug á sölu eða miklar framkvæmdir áður en skriðurnar féllu. Ekkert hús á C svæði, eitt á B svæði Þann 6. apríl síðastliðinn eða tæpu einu og hálfu ári frá skriðunum kynnti Jón Haukur Steingrímsson jarðfræðingur hjá EFLU svokallaða áfangaskýrslu á nýju hættumati sem nær yfir svæðið frá Búðará að Dagmálalæk. Stóru fréttirnar eru þær að hægt er að verja öll hús á svæðinu fyrir aurflóðum og koma þeim niður á hættusvæði A. Raunar verða öll hús í bænum á A svæði gagnvart aurflóðum fyrir utan eitt, Þórshamar sem verður á B svæði. Í huga þess sem þetta skrifar eru þetta betri niðurstöður en hægt var að vona og jafnvel var óttast að einhver hús þyrfti að fjarlægja til að koma vörnum fyrir. En hvers vegna er þessu hættumati treystandi? Mynd frá fundinum. Raunveruleg gögn, ekkert gisk Veðurstofan og EFLA hafa nýtt tímann frá skriðunum til að koma upp heilmiklu eftirlitskerfi og líklega því umfangsmesta á landinu. Einnig hafa skriðurnar sjálfar verið rannsakaðar og voru gögn úr borholum í Botnum sem voru til staðar áður mjög mikilvægar en þær mæla vatnshæð og þar með þrýsting vatnsins í jarðveginum. Allar þessar upplýsingar voru nýttar til að keyra flóðaherma til að reyna að átta sig á hvað gerist ef fleiri skriður falla í byggð á Seyðisfirði. Það sem gerir þessar niðurstöður úr flóðahermunum sérstakar er einkum tvennt. Í fyrsta lagi þær upplýsingar úr borholum fyrir skriður og þá daga sem skriðurnar voru að falla. Í öðru lagi það tækifæri sem stóra skriðan gaf til rannsókna. Þetta tvennt ásamt öðrum mælingum gerir það að verkum að hægt er að setja raunverulegar staðbundnar upplýsingar í flóðahermana. Þannig byggir nýtt mat á raunverulegum aðstæðum sem hægt var að mæla og setja saman. Gott eftirlit má ekki vinna gegn Seyðfirðingum Varnarkerfið sem kynnt var er þríþætt. Í fyrsta lagi eru það drenaðgerðir með skurðum og drenlögnum. Í öðru lagi öflugt og gott eftirlit. Og í þriðja lagi varnirnar sjálfar. Eins og fram kom í máli Jóns Hauks haldast þessir þrír þættir kerfisins í hendur og ekkert má taka út til þess að það virki. Því er brýnt að draga ekki lappirnar við að koma kerfinu í gagnið og ætla að stóla eingöngu á gott eftirlitskerfi. Ljóst er að þetta mun kosta töluvert og taka allmörg ár að fullklára en þetta er sá veruleiki sem Seyðfirðingar þurfa að horfast í augu við og ef líf á þrífast á landsbyggðinni er þetta sá veruleiki sem Íslendingar þurfa að horfast í augu við. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Skoðun: Kosningar 2022 Byggðamál Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Þann 18. desember 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði. Skriðan var um 73.000 rúmmetrar. Á einhvern ótrúlegan hátt slasaðist enginn né lét lífið. Skriðan skildi eftir sig stórt sár í fjallinu. En hún skildi líka eftir stórt sár í hugum og hjörtum margra Seyðfirðinga. Traust til þeirra sérfræðinga sem sjá um hættumöt ofanflóða og eftirlit minnkaði. Jafnvel traust fjallana sem hafa varið okkur fyrir veðri og vindum frá örófi alda (og reyndar sólinni líka) minnkaði. En traustið jókst jafn og þétt aftur með fjölmörgum upplýsingafundum og greinagóðum svörum sérfræðinganna. Sumarið 2021 var kynnt nýtt bráðabirgðahættumat sem færði öll hús í Botnahlíð á C svæði sem er mesta hætta og gerir það að verkum að ekki má búa þar nema með vörnum. Þetta var áfellisdómur fyrir heila götu. Nú tók löng og erfið bið fyrir Seyðfirðinga, ekki síst íbúa Botnahlíðar sem sumir hverjir höfðu hug á sölu eða miklar framkvæmdir áður en skriðurnar féllu. Ekkert hús á C svæði, eitt á B svæði Þann 6. apríl síðastliðinn eða tæpu einu og hálfu ári frá skriðunum kynnti Jón Haukur Steingrímsson jarðfræðingur hjá EFLU svokallaða áfangaskýrslu á nýju hættumati sem nær yfir svæðið frá Búðará að Dagmálalæk. Stóru fréttirnar eru þær að hægt er að verja öll hús á svæðinu fyrir aurflóðum og koma þeim niður á hættusvæði A. Raunar verða öll hús í bænum á A svæði gagnvart aurflóðum fyrir utan eitt, Þórshamar sem verður á B svæði. Í huga þess sem þetta skrifar eru þetta betri niðurstöður en hægt var að vona og jafnvel var óttast að einhver hús þyrfti að fjarlægja til að koma vörnum fyrir. En hvers vegna er þessu hættumati treystandi? Mynd frá fundinum. Raunveruleg gögn, ekkert gisk Veðurstofan og EFLA hafa nýtt tímann frá skriðunum til að koma upp heilmiklu eftirlitskerfi og líklega því umfangsmesta á landinu. Einnig hafa skriðurnar sjálfar verið rannsakaðar og voru gögn úr borholum í Botnum sem voru til staðar áður mjög mikilvægar en þær mæla vatnshæð og þar með þrýsting vatnsins í jarðveginum. Allar þessar upplýsingar voru nýttar til að keyra flóðaherma til að reyna að átta sig á hvað gerist ef fleiri skriður falla í byggð á Seyðisfirði. Það sem gerir þessar niðurstöður úr flóðahermunum sérstakar er einkum tvennt. Í fyrsta lagi þær upplýsingar úr borholum fyrir skriður og þá daga sem skriðurnar voru að falla. Í öðru lagi það tækifæri sem stóra skriðan gaf til rannsókna. Þetta tvennt ásamt öðrum mælingum gerir það að verkum að hægt er að setja raunverulegar staðbundnar upplýsingar í flóðahermana. Þannig byggir nýtt mat á raunverulegum aðstæðum sem hægt var að mæla og setja saman. Gott eftirlit má ekki vinna gegn Seyðfirðingum Varnarkerfið sem kynnt var er þríþætt. Í fyrsta lagi eru það drenaðgerðir með skurðum og drenlögnum. Í öðru lagi öflugt og gott eftirlit. Og í þriðja lagi varnirnar sjálfar. Eins og fram kom í máli Jóns Hauks haldast þessir þrír þættir kerfisins í hendur og ekkert má taka út til þess að það virki. Því er brýnt að draga ekki lappirnar við að koma kerfinu í gagnið og ætla að stóla eingöngu á gott eftirlitskerfi. Ljóst er að þetta mun kosta töluvert og taka allmörg ár að fullklára en þetta er sá veruleiki sem Seyðfirðingar þurfa að horfast í augu við og ef líf á þrífast á landsbyggðinni er þetta sá veruleiki sem Íslendingar þurfa að horfast í augu við. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun