Tvöfalt fleiri lóðir næstu fimm árin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 11:57 Dagur kynnti áform borgarinnar í Ráðhúsinu í morgun. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg mun tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig næstu fimm árin hið minnsta. Borgarstjóri segir stærsta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar gengið í garð. Borgin kynnti þessi áform á opnum fundi í Ráðhúsinu í morgun. Gefið verður verulega í úthlutun lóða og mun borgin næstu árin fara úr því að úthluta lóðum undir þúsund íbúðir á ári í að úthluta lóðum undir tvö þúsund íbúðir á ári. Því ætti uppbygging tíu þúsund nýrra íbúða að hefjast í borginni á næstu fimm árum. „Við erum auðvitað að koma út úr einhverjum stærsta uppbyggingarfasa í sögu borgarinnar. Þannig að það að við séum að tvöfalda það þýðir einfaldlega að öll uppbyggingin sem fólk hefur séð - við eigum von á tvöfalt meiru,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir fundinn. Borgin búin með sitt Hann sagði að nú væri boltinn hjá öðrum sem koma að húsnæðismarkaði. Borgin myndi úthluta nægum lóðum til að anna eftirspurn á markaði. „Það verður aðeins framþungt og við erum í raun að kalla eftir því að allir, bæði uppbyggingaraðilar, fjármálastofnanir og aðrir sem komi að þessu kraftmikla átaki, geri sitt. Borgin er búin að mörgu leyti með sína heimavinnu og er núna að leggja út plönin þannig að allir geti komið samtaka að þessu,“ sagði Dagur. Mikil uppbygging er áætluð í Skerjafirði en uppbyggingin er nú að færast talsvert austur og verður mest á Ártúnshöfða þar sem gert er ráð fyrir um sex þúsund nýjum íbúðum. Einnig er stefnt að mikilli uppbyggingu í Laugardalnum. Vill meiri fyrirsjáanleika Dagur segir þessi áform ein og sér ekki leysa stöðuna á húsnæðismarkaðnum. „Þessar sveiflur á húsnæðismarkaði eru auðvitað ekki góðar fyrir neinn. Við höfum séð matið tvöfaldast á það hvað þarf að byggja og við erum að svara því fyrir okkar parta. Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag kallaði eftir því að að komi meiri langtíma hugsun inn í þetta,“ sagði Dagur. Það þurfi að liggja fyrir hvar og hvenær byggja eigi nýjar íbúðir á næstu árum en einnig hvernig íbúðir. „Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist úr bara offramboði í skort á bara tveimur árum,“ sagði Dagur. Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Borgin kynnti þessi áform á opnum fundi í Ráðhúsinu í morgun. Gefið verður verulega í úthlutun lóða og mun borgin næstu árin fara úr því að úthluta lóðum undir þúsund íbúðir á ári í að úthluta lóðum undir tvö þúsund íbúðir á ári. Því ætti uppbygging tíu þúsund nýrra íbúða að hefjast í borginni á næstu fimm árum. „Við erum auðvitað að koma út úr einhverjum stærsta uppbyggingarfasa í sögu borgarinnar. Þannig að það að við séum að tvöfalda það þýðir einfaldlega að öll uppbyggingin sem fólk hefur séð - við eigum von á tvöfalt meiru,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir fundinn. Borgin búin með sitt Hann sagði að nú væri boltinn hjá öðrum sem koma að húsnæðismarkaði. Borgin myndi úthluta nægum lóðum til að anna eftirspurn á markaði. „Það verður aðeins framþungt og við erum í raun að kalla eftir því að allir, bæði uppbyggingaraðilar, fjármálastofnanir og aðrir sem komi að þessu kraftmikla átaki, geri sitt. Borgin er búin að mörgu leyti með sína heimavinnu og er núna að leggja út plönin þannig að allir geti komið samtaka að þessu,“ sagði Dagur. Mikil uppbygging er áætluð í Skerjafirði en uppbyggingin er nú að færast talsvert austur og verður mest á Ártúnshöfða þar sem gert er ráð fyrir um sex þúsund nýjum íbúðum. Einnig er stefnt að mikilli uppbyggingu í Laugardalnum. Vill meiri fyrirsjáanleika Dagur segir þessi áform ein og sér ekki leysa stöðuna á húsnæðismarkaðnum. „Þessar sveiflur á húsnæðismarkaði eru auðvitað ekki góðar fyrir neinn. Við höfum séð matið tvöfaldast á það hvað þarf að byggja og við erum að svara því fyrir okkar parta. Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag kallaði eftir því að að komi meiri langtíma hugsun inn í þetta,“ sagði Dagur. Það þurfi að liggja fyrir hvar og hvenær byggja eigi nýjar íbúðir á næstu árum en einnig hvernig íbúðir. „Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist úr bara offramboði í skort á bara tveimur árum,“ sagði Dagur.
Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira