Virkt lýðræði og áhrif íbúa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2022 08:01 Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Samráð þar sem íbúum er tryggð aðkoma frá upphafi til endanlegrar ákvörðunar með íbúakosningu um þá valkosti sem þykja vænlegir. Það er trú okkar í Viðreisn að til þess að ná sem mestri sátt um framkvæmdir sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa er mikilvægt að eiga samtal allt frá fyrstu skrefum. Við framkvæmdir þarf að huga að hagsmunum svo margra hópa sem koma til með að nýta sér það sem verið er að skapa. Göngubrú eða bætt gatnamót til þess að tryggja öryggi gangandi og hjólandi yfir Reykjanesbrautina er nákvæmlega þannig verkefni. Frá Urriðaholti í Garðabæ eru hættuleg gatnamót, þar sem ekkert tillit er tekið til gangandi og hjólandi vegfarenda. Því miður hefur þegar orðið þar hörmulegt banaslys og Rannsóknarnefnd samgönguslysa er harðorð í skýrslu sinni, þar sem hún segir gatnamótin flókin og erfið fyrir gangandi vegfarendur. Bætum hættuleg gatnamót frá Urriðaholti Gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns eru hættuleg yfirferðar þar sem umferð er mikil og hröð. Gangstétt yfir Reykjanesbraut er jafnframt mjó og í miklu návígi við hraða umferð. Við hönnun á þessum gatnamótum hefur algjörlega misfarist að taka tillit til mismunandi ferðamáta. Núverandi hugmyndir um að bæta öryggi gangandi ganga allt of skammt og færa gangandi ekki burt frá þessari hröðu umferð. Því er aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og ungmenna, að öruggri leið yfir Reykjanesbrautina yfir á Flatir og áfram inn á Ásgarðssvæðið mjög ábótavant. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga göngu- og hjólaleið yfir Reykjanesbrautina og góða tengingu við Flatahverfið og Ásgarð. Það á að vera einfalt að komast á milli hverfa í Garðabæ. Það á að vera öruggt fyrir börnin okkar að heimsækja vini í öðrum hverfum. Hvora leið viljið þið? Við teljum tvær leiðir vera vænlegar til að bæta leiðina yfir Reykjanesbraut og þykir okkur mikilvægt að bera þá möguleika undir íbúa, til að fá fram sjónarmið þeirra sem um gatnamótin fara. Annars vegar er hægt að endurhanna gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns út frá hagsmunum gangandi og hjólandi. Það yrði gert með því að bæta gönguþveranir, hægja á bílaumferð, breikka göngustíg og girða af frá umferðargötu. Hins vegar er hægt að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina og tengja þannig saman göngustíga beggja vegna við Reykjanesbraut. Hér þarf að vega og meta báða kosti. Brúarsmíð er kostnaðarsamari aðgerð á sama tíma og hún tryggir ákveðna fjarlægð frá umferðaþunga Reykjanesbrautarinnar og gatnamóta Urriðaholtsstrætis og Kauptúns. Úrbætur á gatnamótunum sjálfum er ódýrari aðgerð en tryggir engu að síður öryggið sem við öll köllum eftir. Íbúar bæjarins og þá sérstaklega börn og ungmenni verða að komast leiðar sinnar til að sækja íþróttir og tómstundir í öllum Garðabæ. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga og sem skjótasta leið á milli hverfa. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Umferðaröryggi Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Samráð þar sem íbúum er tryggð aðkoma frá upphafi til endanlegrar ákvörðunar með íbúakosningu um þá valkosti sem þykja vænlegir. Það er trú okkar í Viðreisn að til þess að ná sem mestri sátt um framkvæmdir sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa er mikilvægt að eiga samtal allt frá fyrstu skrefum. Við framkvæmdir þarf að huga að hagsmunum svo margra hópa sem koma til með að nýta sér það sem verið er að skapa. Göngubrú eða bætt gatnamót til þess að tryggja öryggi gangandi og hjólandi yfir Reykjanesbrautina er nákvæmlega þannig verkefni. Frá Urriðaholti í Garðabæ eru hættuleg gatnamót, þar sem ekkert tillit er tekið til gangandi og hjólandi vegfarenda. Því miður hefur þegar orðið þar hörmulegt banaslys og Rannsóknarnefnd samgönguslysa er harðorð í skýrslu sinni, þar sem hún segir gatnamótin flókin og erfið fyrir gangandi vegfarendur. Bætum hættuleg gatnamót frá Urriðaholti Gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns eru hættuleg yfirferðar þar sem umferð er mikil og hröð. Gangstétt yfir Reykjanesbraut er jafnframt mjó og í miklu návígi við hraða umferð. Við hönnun á þessum gatnamótum hefur algjörlega misfarist að taka tillit til mismunandi ferðamáta. Núverandi hugmyndir um að bæta öryggi gangandi ganga allt of skammt og færa gangandi ekki burt frá þessari hröðu umferð. Því er aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og ungmenna, að öruggri leið yfir Reykjanesbrautina yfir á Flatir og áfram inn á Ásgarðssvæðið mjög ábótavant. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga göngu- og hjólaleið yfir Reykjanesbrautina og góða tengingu við Flatahverfið og Ásgarð. Það á að vera einfalt að komast á milli hverfa í Garðabæ. Það á að vera öruggt fyrir börnin okkar að heimsækja vini í öðrum hverfum. Hvora leið viljið þið? Við teljum tvær leiðir vera vænlegar til að bæta leiðina yfir Reykjanesbraut og þykir okkur mikilvægt að bera þá möguleika undir íbúa, til að fá fram sjónarmið þeirra sem um gatnamótin fara. Annars vegar er hægt að endurhanna gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns út frá hagsmunum gangandi og hjólandi. Það yrði gert með því að bæta gönguþveranir, hægja á bílaumferð, breikka göngustíg og girða af frá umferðargötu. Hins vegar er hægt að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina og tengja þannig saman göngustíga beggja vegna við Reykjanesbraut. Hér þarf að vega og meta báða kosti. Brúarsmíð er kostnaðarsamari aðgerð á sama tíma og hún tryggir ákveðna fjarlægð frá umferðaþunga Reykjanesbrautarinnar og gatnamóta Urriðaholtsstrætis og Kauptúns. Úrbætur á gatnamótunum sjálfum er ódýrari aðgerð en tryggir engu að síður öryggið sem við öll köllum eftir. Íbúar bæjarins og þá sérstaklega börn og ungmenni verða að komast leiðar sinnar til að sækja íþróttir og tómstundir í öllum Garðabæ. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga og sem skjótasta leið á milli hverfa. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun