Sýknaður eftir að myndband lögreglu fannst ekki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 13:54 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í gær, þann 25. mars. Vísir/Vilhelm Maður var sýknaður af ákæru fyrir að hafa ekið án ökuréttinda eftir að sönnunargögn lögreglu fóru forgörðum. Myndbandsupptaka lögreglu sem átti að varpa ljósi á málið fannst hvergi við málsmeðferðina og héraðsdómari taldi að vafa, vegna annmarka á rannsókninni, bæri að skýra ákærða í hag. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án tilskilinna ökuréttinda en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Samkvæmt framburði mannsins fyrir dómi stóð hann við bifreið vinkonu sinnar þegar lögreglumenn kölluðu til hans og hann taldi að um almennt eftirlit lögreglu væri að ræða. Vinkona mannsins hafi skroppið inn í blokkina að sækja eitthvað og hann kvaðst hafa verið að bíða eftir henni, sem væri ökumaður bílsins. Hann hafi aðeins verið að bíða fyrir utan bílinn þegar lögregla kom á vettvang og sagðist ekki hafa haft í hyggju að keyra bílinn. Lögreglumenn kváðust lítið muna eftir málinu fyrir dómi en sögðu hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi verið stöðvaður við akstur. Vettvangsskýrsla hefði aldrei verið rituð ef vafi væri þar á og framburður mannsins stæðist því alls ekki. Þeir töldu að vinkonan hafi setið í farþegasæti en maðurinn keyrt bílinn. Lykilsönnunargagn farið forgörðum Héraðsdómari sagði óumdeilt að ákærði hafi verið sviptur ökuréttindum þegar lögregla kom að tali við hann umrætt kvöld. Ákærði neitaði því ekki. Til grundvallar málsins lægi hins vegar vettvangsskýrsla lögreglumanna þar sem á vantaði að fyllt væri út í staðlaða reiti á þartilgerðu blaði. Héraðsdómari sagði ljóst að lögreglumönnum hefði verið hægur vandi að útfylla eyðublaðið af meiri nákvæmni. Þá kvað héraðsdómari að ráða mætti af vettvangsskýrslu að meint brot mannsins hafi verið tekið upp á myndband. Upptakan fannst þó hvergi hjá lögreglu og dómari taldi að lykilsönnunargagn í málinu hafi farið forgörðum. Héraðsdómari sagði meðal annars að vegna annmarka á lögreglurannsókn bæri að skýra allan vafa ákærða í hag. Hann var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og íslenskra ríkinu bar að greiða manninum 418.500 krónur í málsvarnarlaun. Dómsmál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án tilskilinna ökuréttinda en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Samkvæmt framburði mannsins fyrir dómi stóð hann við bifreið vinkonu sinnar þegar lögreglumenn kölluðu til hans og hann taldi að um almennt eftirlit lögreglu væri að ræða. Vinkona mannsins hafi skroppið inn í blokkina að sækja eitthvað og hann kvaðst hafa verið að bíða eftir henni, sem væri ökumaður bílsins. Hann hafi aðeins verið að bíða fyrir utan bílinn þegar lögregla kom á vettvang og sagðist ekki hafa haft í hyggju að keyra bílinn. Lögreglumenn kváðust lítið muna eftir málinu fyrir dómi en sögðu hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi verið stöðvaður við akstur. Vettvangsskýrsla hefði aldrei verið rituð ef vafi væri þar á og framburður mannsins stæðist því alls ekki. Þeir töldu að vinkonan hafi setið í farþegasæti en maðurinn keyrt bílinn. Lykilsönnunargagn farið forgörðum Héraðsdómari sagði óumdeilt að ákærði hafi verið sviptur ökuréttindum þegar lögregla kom að tali við hann umrætt kvöld. Ákærði neitaði því ekki. Til grundvallar málsins lægi hins vegar vettvangsskýrsla lögreglumanna þar sem á vantaði að fyllt væri út í staðlaða reiti á þartilgerðu blaði. Héraðsdómari sagði ljóst að lögreglumönnum hefði verið hægur vandi að útfylla eyðublaðið af meiri nákvæmni. Þá kvað héraðsdómari að ráða mætti af vettvangsskýrslu að meint brot mannsins hafi verið tekið upp á myndband. Upptakan fannst þó hvergi hjá lögreglu og dómari taldi að lykilsönnunargagn í málinu hafi farið forgörðum. Héraðsdómari sagði meðal annars að vegna annmarka á lögreglurannsókn bæri að skýra allan vafa ákærða í hag. Hann var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og íslenskra ríkinu bar að greiða manninum 418.500 krónur í málsvarnarlaun.
Dómsmál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira