Stríð gegn alþjóðlegu samstarfi Bryndís Haraldsdóttir skrifar 25. mars 2022 11:00 Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna. Samstaða Norðurlanda með Úkraínu er mikil. Ríkin taka öll þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og lönd sem áður hafa lagt mikla áherslu á að gæta hlutleysis og að senda ekki vopn til átakasvæða senda nú hergögn til Úkraínumanna. Stríðið í Úkraínu er skýrt brot á alþjóðalögum Innrásin þýðir að stríð er hafið í Evrópu. Þetta er stríð gegn Evrópu sem heild, gegn lýðræði og alþjóðasamstarfi og gegn öllu því sem norrænt samstarf gengur út á. Stríðið undirstrikar líka mikilvægi þess að Norðurlönd vinni saman á sviði öryggis- og varnarmála. Norðurlandaráð vill aukið samstarf á sviði öryggismála Öryggismál hafa á síðustu árum fengið aukið vægi á vettvangi Norðurlandaráðs. Síðastliðið haust var Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sérstakur gestur Norðurlandaráðsþings. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Umræðan um öryggis- og varnarmál á norrænum vettvangi hefur aukist og þroskast á síðustu misserum. Árið 2019 mótaði Norðurlandaráð þannig sameiginlega stefnu á sviði samfélagsöryggis sem send var ríkisstjórnum landanna. Árið 2020 skilaði Björn Bjarnason Norrænu ráðherranefndinni skýrslu með tillögum um eflingu samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 2021, þar sem framkvæmdastjóri NATO mætti til sérstakrar umræðu, var einnig kynnt svonefnd Enestam- skýrsla um samstarf um samfélagsöryggi og almannavarnir á Norðurlöndum. Jan-Erik Enestam, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi, vann skýrsluna að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Tillögurnar í skýrslu Enestams er að miklu leyti í samræmi við stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi frá árinu 2019. Stefnan felur í sér ýmsar tillögur um viðbúnaðarmál og hún hefur verið grundvöllur þess þrýstings sem Norðurlandaráð hefur beitt ríkisstjórnir landanna undanfarin ár um að efla samstarf um almannavarnir. Á nýafstöðnu þemaþingi Norðurlandaráðs í Malmö samþykkti ráðið að hvetja norrænu ríkisstjórnirnar til að fylgja eftir tillögunum í skýrslunni. Í tilmælum Norðurlandaráðs sem samþykkt voru einróma á þingfundi er meðal annars lagt til að norrænu samstarfsráðherrunum verði falin ábyrgð á samstarfi á sviði almannavarna. Þá er lagt til að stofnuð verði norræn almannavarnasveit, að tilraunaverkefni verði hafið um sameiginlegt útboð á bóluefni og að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Við umræðurnar kom Enestam með eina tillögu til viðbótar. Hann minnti á að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá undirritun Helsingforssamningsins, sem kalla má stofnsáttmála norræns samstarfs, og að hans mati er tímabært að endurskoða samninginn. Fleiri hafa kallað eftir því á á síðustu misserum. Samvinna er besta leiðin til að takast á við hættuástand Skýrslur Enestams og Björns Bjarnasonar eiga enn meira erindi en áður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Við höfum þegar fundið fyrir afleiðingum stríðsins á Íslandi þótt auðvitað séu þær með engu móti sambærilegar við þær hörmungar sem almenningur í Úkraínu hefur mátt þola. Besta leiðin til að bregðast við hættuástandi er að taka höndum saman með þeim löndum sem standa okkur næst. Norrænu löndin eiga sér langa hefð um samstarf á mörgum sviðum og nú þurfum við að sjá til þess að við getum líka unnið vel saman á hættutímum. Norðurlöndin deila sömu gildum og menningu og standa að mörgu leyti andspænis sömu áskorunum á sviði samfélagsöryggis og almannavarna. Það er mikilvægt að taka fram að öryggismál og almannavarnir eru almennt í mjög góðu horfi á Norðurlöndum. Fjöldi einstaklinga, sjálfboðasamtaka og opinberra stofnana vinna ómetanlegt starf á þessu sviði. Eftirfarandi er meðal þess sem yfirvöld öryggismála á Norðurlöndum telja að geti ógnað samfélagsörygginu: Náttúruhamfarir, þar með talin eldgos og jarðskjálftar, skógareldar, flóð, öfgaveður, heimsfaraldur, samgönguslys, kjarnorkuslys, hryðjuverk, tölvuárásir, mengun neysluvatns, olíuleki í haf og örðugleikar við öflun eldsneytis, raforku eða matvæla. Ógnir af þessu tagi geta komið niður á einu norrænu landi en einnig haft afleiðingar fyrir nærliggjandi lönd. Með sameiginlegum þekkingargrunni, reynslu og viðbúnaði standa Norðurlönd miklu betur að vígi en ef þau þurfa hvert um sig að takast á við þessar áskoranir. Það er því full ástæða fyrir löndin að vinna saman og hjálpa hvert öðru eftir þörfum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Norðurlandaráð Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna. Samstaða Norðurlanda með Úkraínu er mikil. Ríkin taka öll þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og lönd sem áður hafa lagt mikla áherslu á að gæta hlutleysis og að senda ekki vopn til átakasvæða senda nú hergögn til Úkraínumanna. Stríðið í Úkraínu er skýrt brot á alþjóðalögum Innrásin þýðir að stríð er hafið í Evrópu. Þetta er stríð gegn Evrópu sem heild, gegn lýðræði og alþjóðasamstarfi og gegn öllu því sem norrænt samstarf gengur út á. Stríðið undirstrikar líka mikilvægi þess að Norðurlönd vinni saman á sviði öryggis- og varnarmála. Norðurlandaráð vill aukið samstarf á sviði öryggismála Öryggismál hafa á síðustu árum fengið aukið vægi á vettvangi Norðurlandaráðs. Síðastliðið haust var Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sérstakur gestur Norðurlandaráðsþings. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Umræðan um öryggis- og varnarmál á norrænum vettvangi hefur aukist og þroskast á síðustu misserum. Árið 2019 mótaði Norðurlandaráð þannig sameiginlega stefnu á sviði samfélagsöryggis sem send var ríkisstjórnum landanna. Árið 2020 skilaði Björn Bjarnason Norrænu ráðherranefndinni skýrslu með tillögum um eflingu samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 2021, þar sem framkvæmdastjóri NATO mætti til sérstakrar umræðu, var einnig kynnt svonefnd Enestam- skýrsla um samstarf um samfélagsöryggi og almannavarnir á Norðurlöndum. Jan-Erik Enestam, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi, vann skýrsluna að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Tillögurnar í skýrslu Enestams er að miklu leyti í samræmi við stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi frá árinu 2019. Stefnan felur í sér ýmsar tillögur um viðbúnaðarmál og hún hefur verið grundvöllur þess þrýstings sem Norðurlandaráð hefur beitt ríkisstjórnir landanna undanfarin ár um að efla samstarf um almannavarnir. Á nýafstöðnu þemaþingi Norðurlandaráðs í Malmö samþykkti ráðið að hvetja norrænu ríkisstjórnirnar til að fylgja eftir tillögunum í skýrslunni. Í tilmælum Norðurlandaráðs sem samþykkt voru einróma á þingfundi er meðal annars lagt til að norrænu samstarfsráðherrunum verði falin ábyrgð á samstarfi á sviði almannavarna. Þá er lagt til að stofnuð verði norræn almannavarnasveit, að tilraunaverkefni verði hafið um sameiginlegt útboð á bóluefni og að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Við umræðurnar kom Enestam með eina tillögu til viðbótar. Hann minnti á að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá undirritun Helsingforssamningsins, sem kalla má stofnsáttmála norræns samstarfs, og að hans mati er tímabært að endurskoða samninginn. Fleiri hafa kallað eftir því á á síðustu misserum. Samvinna er besta leiðin til að takast á við hættuástand Skýrslur Enestams og Björns Bjarnasonar eiga enn meira erindi en áður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Við höfum þegar fundið fyrir afleiðingum stríðsins á Íslandi þótt auðvitað séu þær með engu móti sambærilegar við þær hörmungar sem almenningur í Úkraínu hefur mátt þola. Besta leiðin til að bregðast við hættuástandi er að taka höndum saman með þeim löndum sem standa okkur næst. Norrænu löndin eiga sér langa hefð um samstarf á mörgum sviðum og nú þurfum við að sjá til þess að við getum líka unnið vel saman á hættutímum. Norðurlöndin deila sömu gildum og menningu og standa að mörgu leyti andspænis sömu áskorunum á sviði samfélagsöryggis og almannavarna. Það er mikilvægt að taka fram að öryggismál og almannavarnir eru almennt í mjög góðu horfi á Norðurlöndum. Fjöldi einstaklinga, sjálfboðasamtaka og opinberra stofnana vinna ómetanlegt starf á þessu sviði. Eftirfarandi er meðal þess sem yfirvöld öryggismála á Norðurlöndum telja að geti ógnað samfélagsörygginu: Náttúruhamfarir, þar með talin eldgos og jarðskjálftar, skógareldar, flóð, öfgaveður, heimsfaraldur, samgönguslys, kjarnorkuslys, hryðjuverk, tölvuárásir, mengun neysluvatns, olíuleki í haf og örðugleikar við öflun eldsneytis, raforku eða matvæla. Ógnir af þessu tagi geta komið niður á einu norrænu landi en einnig haft afleiðingar fyrir nærliggjandi lönd. Með sameiginlegum þekkingargrunni, reynslu og viðbúnaði standa Norðurlönd miklu betur að vígi en ef þau þurfa hvert um sig að takast á við þessar áskoranir. Það er því full ástæða fyrir löndin að vinna saman og hjálpa hvert öðru eftir þörfum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun