Að halda rétt á spöðunum Halla Hrund Logadóttir skrifar 24. mars 2022 07:00 Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins. Hér dansar vindurinn, eins og segir í laginu, af mismiklum ákafa allt árið um kring. Lognið er stundum eins og fjarskyldur ættingi sem við hittum sjaldan. Við þekkjum betur að taka á móti hviðunni sem hversdagurinn færir okkur í fang. Því kann að vera framandi að vindinn megi nýta eins og fiskinn í sjónum. Það er hins vegar staðan í dag. Tæknin eflist stöðugt og kostnaður við framleiðslu orku með þessum hætti hefur hríðlækkað. Samhliða hafa fjölmörg vindorkuver sprottið upp um víða veröld til að takast á við hlýnun jarðar og stór áform eru framundan bæði á landi og hafi. Vindurinn á semsagt mikla möguleika þó hann sé í reynd takmörkuð auðlind. Hann verður nefnilega ekki virkjaður án sambýlis við land- eða hafsvæði sem hvert ríki á mismikið af og ráðstafar á ólíka vegu. Ísland er engin undantekning á áhuga fyrirtækja að byggja upp vindorkuver enda aðstæður hér hagstæðar. Vindorkan er hins vegar ekki syndlaus í samhengi umhverfismála og náttúrukostnað þarf að meta. Fyrst og fremst er það ásýnd lands sem breytist þegar hvítar strýtur myllanna gnæfa saman í kór í beru landslagi ásamt suði frá mylluvængjum sem snúast í fjarlægð. Uppbygging felur í sér rask s.s. áhrif á fugla, línur og vegi, en mismikið eftir staðsetningum og hönnun á landi og hafi. Útkoma nýtingar er vissulega eftirsótt endurnýjanleg orka sem hentar vel inn í raforkukerfið á Íslandi og getur skapað margvísleg verðmæti sé rétt haldið á spöðunum. Vindurinn hvín nefnilega með krafti á veturna þegar lón vatnsaflsvirkjana ganga á birgðar sínar, en hægir á sér á sumrin þegar meira vatn er til staðar. Hvort vindorkan verður raunveruleg auðlind fyrir samfélagið fer þó einnig eftir umgjörðinni um nýtingu hennar. Fram til þessa hefur orkunýting á Íslandi að mestu skilað beinum arði til samfélagsins í gegnum fyrirtæki í eigu þjóðar og sveitarfélaga. Í vindorkunni kemur breytt landslag orkumála í ljós því flestir á bak við verkefnin eru einkaðilar. Það þýðir að beinn arður af auðlindinni skilar sér ekki með sama hætti. Hér þarf því að útfæra reglur þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar samhliða því að nýliðar styðji við nýsköpun í umhverfinu. Góðu fréttirnar eru að ýmislegt má læra af reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Og áður en lengra er haldið er einmitt tækifæri til móta skýra sýn og leikreglur í samhengi við íslenskan veruleika. Hér er verk að vinna á vettvangi stjórnmálanna og skiptir miklu máli að vanda sig. Vindum okkur í heimavinnuna, beitum langtímahugsun í skipulagsmálum og tryggjum að öll nýting skili bæði orku og beinum auð fyrir land og þjóð. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri Orkustofnunar og aðjúnkt við Harvard háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Halla Hrund Logadóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins. Hér dansar vindurinn, eins og segir í laginu, af mismiklum ákafa allt árið um kring. Lognið er stundum eins og fjarskyldur ættingi sem við hittum sjaldan. Við þekkjum betur að taka á móti hviðunni sem hversdagurinn færir okkur í fang. Því kann að vera framandi að vindinn megi nýta eins og fiskinn í sjónum. Það er hins vegar staðan í dag. Tæknin eflist stöðugt og kostnaður við framleiðslu orku með þessum hætti hefur hríðlækkað. Samhliða hafa fjölmörg vindorkuver sprottið upp um víða veröld til að takast á við hlýnun jarðar og stór áform eru framundan bæði á landi og hafi. Vindurinn á semsagt mikla möguleika þó hann sé í reynd takmörkuð auðlind. Hann verður nefnilega ekki virkjaður án sambýlis við land- eða hafsvæði sem hvert ríki á mismikið af og ráðstafar á ólíka vegu. Ísland er engin undantekning á áhuga fyrirtækja að byggja upp vindorkuver enda aðstæður hér hagstæðar. Vindorkan er hins vegar ekki syndlaus í samhengi umhverfismála og náttúrukostnað þarf að meta. Fyrst og fremst er það ásýnd lands sem breytist þegar hvítar strýtur myllanna gnæfa saman í kór í beru landslagi ásamt suði frá mylluvængjum sem snúast í fjarlægð. Uppbygging felur í sér rask s.s. áhrif á fugla, línur og vegi, en mismikið eftir staðsetningum og hönnun á landi og hafi. Útkoma nýtingar er vissulega eftirsótt endurnýjanleg orka sem hentar vel inn í raforkukerfið á Íslandi og getur skapað margvísleg verðmæti sé rétt haldið á spöðunum. Vindurinn hvín nefnilega með krafti á veturna þegar lón vatnsaflsvirkjana ganga á birgðar sínar, en hægir á sér á sumrin þegar meira vatn er til staðar. Hvort vindorkan verður raunveruleg auðlind fyrir samfélagið fer þó einnig eftir umgjörðinni um nýtingu hennar. Fram til þessa hefur orkunýting á Íslandi að mestu skilað beinum arði til samfélagsins í gegnum fyrirtæki í eigu þjóðar og sveitarfélaga. Í vindorkunni kemur breytt landslag orkumála í ljós því flestir á bak við verkefnin eru einkaðilar. Það þýðir að beinn arður af auðlindinni skilar sér ekki með sama hætti. Hér þarf því að útfæra reglur þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar samhliða því að nýliðar styðji við nýsköpun í umhverfinu. Góðu fréttirnar eru að ýmislegt má læra af reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Og áður en lengra er haldið er einmitt tækifæri til móta skýra sýn og leikreglur í samhengi við íslenskan veruleika. Hér er verk að vinna á vettvangi stjórnmálanna og skiptir miklu máli að vanda sig. Vindum okkur í heimavinnuna, beitum langtímahugsun í skipulagsmálum og tryggjum að öll nýting skili bæði orku og beinum auð fyrir land og þjóð. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri Orkustofnunar og aðjúnkt við Harvard háskóla.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun