Vestræn gildi Þórarinn Hjartarson skrifar 23. mars 2022 09:30 Undanfarinn áratug hafa Vestræn gildi verið háðungarsmjatt ýmissa hópa sem krýna sig riddara réttlætisins. Gildin séu sköpuð af hvítum körlum fyrir hvíta karla sem fyrirlíta konur, minnihlutahópa, aðra kynþætti og fleira. Réttindin sem þessir menn sköpuðu hafi einungis verið til þess gerð að verja hagsmuni þeirra sjálfra og aðeins náð til þeirra fáu sem höfðu félagslega og fjárhagslega getu til að traðka á öðrum. Þessi gagnrýni er ekki að öllu leyti óréttmæt. Vestræn gildi eiga vissulega uppruna sinn hjá þröngum hópi manna sem mátu sjálfa sig umfram aðra. Grísk stóuspeki og fyrstu hugmyndir um lýðræði voru í hugum þeirra eitthvað sem ætti ekki að ná til allra. Höfundar Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna (e. Declaration of Independence) voru hvítir karlmenn sem alla jafna litu niður á aðra hópa. Svona mætti lengi telja. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að vestræn gildi séu í grunninn alls ekki vestræn heldur afurð annarra hugsuða sem hvítir nýlenduherrar gerðu að sínum. Það er til að mynda grunnstef bókar David Graeber og David Wengrow, The Dawn of Everything, þar sem rætt er meðal annars um Kondiaronk (1649-1701), frumbyggja í Ameríku sem talaði af mikilli visku um mannréttindi og heimspeki á svipuðum nótum. Grundvallarspurningin sem snýr að ágæti vestrænna gilda er hins vegar ekki hver skapaði þau, í hvaða tilgangi og hvenær. Gagnrýnin ætti að snúa að því hver ávöxtur þeirra sé og hvort þessi gildi hafi orðið okkur að gagni eða ekki. Þann 24. febrúar síðastliðinn rann upp fyrir okkur af hverju þessi gildi eru mikilvæg, þegar stjórn Pútins réðist inn í Úkraínu vegna hræðslu yfirvalda í Kreml um að vestrænni hugsun væri að vaxa fiskur um hrygg meðal rússneskra borgara. Slíkt ógnar yfirvöldum þar í landi. Þær hörmungar sem eiga sér stað í þessum töluðu orðum hafa gefið vestrænum þjóðum tilefni til að hugsa um þau gildi sem hafa mótað menningu og stjórnmál okkar. Til þess að gera betur grein fyrir þeim er gott að hugsa út frá því sem að þau eru ekki. Hugmyndir um lýðræði, einstaklinginn og frelsi eru ekki gallalaus. Tjáningarfrelsi er hættulegt, en ekki hættulegra heldur en skerðing þess. Eignarrétturinn er ósanngjarn, en ekki jafn ósanngjarn og miðstýrt hagkerfi. Að einstaklingurinn hugsi út frá eigin hagsmunum ku vera kaldrifjað, en er skárra en blóðsúthellingar múgsins. Lýðræði býður skrumurum heim, en líkt og Churchill sagði, er það skárra kerfi heldur en öll hin stjórnkerfin. Þeir sem gagnrýna vestræn gildi og tala um Evrópumiðað kerfi (e. eurocentrism), rasíska undirtóna, pólitískar hagræðingar elítunnar og fleira hafa margt til síns máls. Þó ber að athuga að réttur þessara athugana og stanslaus andmæli gegn vestrænum gildum grundvallast í þessum gildum. Sögulega hafa flest kerfi ekki boðið upp á slíka gagnrýni eða andmæli. Og í flestum tilfellum hefur ávöxtur þeirrar hugmyndafræði sem háværustu gagnrýnisraddir vestrænna gilda lofsyngja leitt til mannréttindabrota og blóðsúthellinga; gagnrýnisraddir kveðnar í kútinn og öllum gert að móta sig eftir stífum ramma yfirvalda. Réttindi einstaklingsins, tjáningarfrelsi og rétturinn til þess að móta eigin framtíð varð ekki til í tómarúmi. Mér ber alltaf verja tjáningarfrelsi þess sem segist vilja losa samfélagið við vestræn gildi, tjáningarfrelsi og eignarréttinn. Ég tel hins vegar að atburðir undanfarnar vikur séu merki um að sá hinn sami tali gegn sínum eigin hagsmunum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug hafa Vestræn gildi verið háðungarsmjatt ýmissa hópa sem krýna sig riddara réttlætisins. Gildin séu sköpuð af hvítum körlum fyrir hvíta karla sem fyrirlíta konur, minnihlutahópa, aðra kynþætti og fleira. Réttindin sem þessir menn sköpuðu hafi einungis verið til þess gerð að verja hagsmuni þeirra sjálfra og aðeins náð til þeirra fáu sem höfðu félagslega og fjárhagslega getu til að traðka á öðrum. Þessi gagnrýni er ekki að öllu leyti óréttmæt. Vestræn gildi eiga vissulega uppruna sinn hjá þröngum hópi manna sem mátu sjálfa sig umfram aðra. Grísk stóuspeki og fyrstu hugmyndir um lýðræði voru í hugum þeirra eitthvað sem ætti ekki að ná til allra. Höfundar Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna (e. Declaration of Independence) voru hvítir karlmenn sem alla jafna litu niður á aðra hópa. Svona mætti lengi telja. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að vestræn gildi séu í grunninn alls ekki vestræn heldur afurð annarra hugsuða sem hvítir nýlenduherrar gerðu að sínum. Það er til að mynda grunnstef bókar David Graeber og David Wengrow, The Dawn of Everything, þar sem rætt er meðal annars um Kondiaronk (1649-1701), frumbyggja í Ameríku sem talaði af mikilli visku um mannréttindi og heimspeki á svipuðum nótum. Grundvallarspurningin sem snýr að ágæti vestrænna gilda er hins vegar ekki hver skapaði þau, í hvaða tilgangi og hvenær. Gagnrýnin ætti að snúa að því hver ávöxtur þeirra sé og hvort þessi gildi hafi orðið okkur að gagni eða ekki. Þann 24. febrúar síðastliðinn rann upp fyrir okkur af hverju þessi gildi eru mikilvæg, þegar stjórn Pútins réðist inn í Úkraínu vegna hræðslu yfirvalda í Kreml um að vestrænni hugsun væri að vaxa fiskur um hrygg meðal rússneskra borgara. Slíkt ógnar yfirvöldum þar í landi. Þær hörmungar sem eiga sér stað í þessum töluðu orðum hafa gefið vestrænum þjóðum tilefni til að hugsa um þau gildi sem hafa mótað menningu og stjórnmál okkar. Til þess að gera betur grein fyrir þeim er gott að hugsa út frá því sem að þau eru ekki. Hugmyndir um lýðræði, einstaklinginn og frelsi eru ekki gallalaus. Tjáningarfrelsi er hættulegt, en ekki hættulegra heldur en skerðing þess. Eignarrétturinn er ósanngjarn, en ekki jafn ósanngjarn og miðstýrt hagkerfi. Að einstaklingurinn hugsi út frá eigin hagsmunum ku vera kaldrifjað, en er skárra en blóðsúthellingar múgsins. Lýðræði býður skrumurum heim, en líkt og Churchill sagði, er það skárra kerfi heldur en öll hin stjórnkerfin. Þeir sem gagnrýna vestræn gildi og tala um Evrópumiðað kerfi (e. eurocentrism), rasíska undirtóna, pólitískar hagræðingar elítunnar og fleira hafa margt til síns máls. Þó ber að athuga að réttur þessara athugana og stanslaus andmæli gegn vestrænum gildum grundvallast í þessum gildum. Sögulega hafa flest kerfi ekki boðið upp á slíka gagnrýni eða andmæli. Og í flestum tilfellum hefur ávöxtur þeirrar hugmyndafræði sem háværustu gagnrýnisraddir vestrænna gilda lofsyngja leitt til mannréttindabrota og blóðsúthellinga; gagnrýnisraddir kveðnar í kútinn og öllum gert að móta sig eftir stífum ramma yfirvalda. Réttindi einstaklingsins, tjáningarfrelsi og rétturinn til þess að móta eigin framtíð varð ekki til í tómarúmi. Mér ber alltaf verja tjáningarfrelsi þess sem segist vilja losa samfélagið við vestræn gildi, tjáningarfrelsi og eignarréttinn. Ég tel hins vegar að atburðir undanfarnar vikur séu merki um að sá hinn sami tali gegn sínum eigin hagsmunum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun