Vestræn gildi Þórarinn Hjartarson skrifar 23. mars 2022 09:30 Undanfarinn áratug hafa Vestræn gildi verið háðungarsmjatt ýmissa hópa sem krýna sig riddara réttlætisins. Gildin séu sköpuð af hvítum körlum fyrir hvíta karla sem fyrirlíta konur, minnihlutahópa, aðra kynþætti og fleira. Réttindin sem þessir menn sköpuðu hafi einungis verið til þess gerð að verja hagsmuni þeirra sjálfra og aðeins náð til þeirra fáu sem höfðu félagslega og fjárhagslega getu til að traðka á öðrum. Þessi gagnrýni er ekki að öllu leyti óréttmæt. Vestræn gildi eiga vissulega uppruna sinn hjá þröngum hópi manna sem mátu sjálfa sig umfram aðra. Grísk stóuspeki og fyrstu hugmyndir um lýðræði voru í hugum þeirra eitthvað sem ætti ekki að ná til allra. Höfundar Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna (e. Declaration of Independence) voru hvítir karlmenn sem alla jafna litu niður á aðra hópa. Svona mætti lengi telja. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að vestræn gildi séu í grunninn alls ekki vestræn heldur afurð annarra hugsuða sem hvítir nýlenduherrar gerðu að sínum. Það er til að mynda grunnstef bókar David Graeber og David Wengrow, The Dawn of Everything, þar sem rætt er meðal annars um Kondiaronk (1649-1701), frumbyggja í Ameríku sem talaði af mikilli visku um mannréttindi og heimspeki á svipuðum nótum. Grundvallarspurningin sem snýr að ágæti vestrænna gilda er hins vegar ekki hver skapaði þau, í hvaða tilgangi og hvenær. Gagnrýnin ætti að snúa að því hver ávöxtur þeirra sé og hvort þessi gildi hafi orðið okkur að gagni eða ekki. Þann 24. febrúar síðastliðinn rann upp fyrir okkur af hverju þessi gildi eru mikilvæg, þegar stjórn Pútins réðist inn í Úkraínu vegna hræðslu yfirvalda í Kreml um að vestrænni hugsun væri að vaxa fiskur um hrygg meðal rússneskra borgara. Slíkt ógnar yfirvöldum þar í landi. Þær hörmungar sem eiga sér stað í þessum töluðu orðum hafa gefið vestrænum þjóðum tilefni til að hugsa um þau gildi sem hafa mótað menningu og stjórnmál okkar. Til þess að gera betur grein fyrir þeim er gott að hugsa út frá því sem að þau eru ekki. Hugmyndir um lýðræði, einstaklinginn og frelsi eru ekki gallalaus. Tjáningarfrelsi er hættulegt, en ekki hættulegra heldur en skerðing þess. Eignarrétturinn er ósanngjarn, en ekki jafn ósanngjarn og miðstýrt hagkerfi. Að einstaklingurinn hugsi út frá eigin hagsmunum ku vera kaldrifjað, en er skárra en blóðsúthellingar múgsins. Lýðræði býður skrumurum heim, en líkt og Churchill sagði, er það skárra kerfi heldur en öll hin stjórnkerfin. Þeir sem gagnrýna vestræn gildi og tala um Evrópumiðað kerfi (e. eurocentrism), rasíska undirtóna, pólitískar hagræðingar elítunnar og fleira hafa margt til síns máls. Þó ber að athuga að réttur þessara athugana og stanslaus andmæli gegn vestrænum gildum grundvallast í þessum gildum. Sögulega hafa flest kerfi ekki boðið upp á slíka gagnrýni eða andmæli. Og í flestum tilfellum hefur ávöxtur þeirrar hugmyndafræði sem háværustu gagnrýnisraddir vestrænna gilda lofsyngja leitt til mannréttindabrota og blóðsúthellinga; gagnrýnisraddir kveðnar í kútinn og öllum gert að móta sig eftir stífum ramma yfirvalda. Réttindi einstaklingsins, tjáningarfrelsi og rétturinn til þess að móta eigin framtíð varð ekki til í tómarúmi. Mér ber alltaf verja tjáningarfrelsi þess sem segist vilja losa samfélagið við vestræn gildi, tjáningarfrelsi og eignarréttinn. Ég tel hins vegar að atburðir undanfarnar vikur séu merki um að sá hinn sami tali gegn sínum eigin hagsmunum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug hafa Vestræn gildi verið háðungarsmjatt ýmissa hópa sem krýna sig riddara réttlætisins. Gildin séu sköpuð af hvítum körlum fyrir hvíta karla sem fyrirlíta konur, minnihlutahópa, aðra kynþætti og fleira. Réttindin sem þessir menn sköpuðu hafi einungis verið til þess gerð að verja hagsmuni þeirra sjálfra og aðeins náð til þeirra fáu sem höfðu félagslega og fjárhagslega getu til að traðka á öðrum. Þessi gagnrýni er ekki að öllu leyti óréttmæt. Vestræn gildi eiga vissulega uppruna sinn hjá þröngum hópi manna sem mátu sjálfa sig umfram aðra. Grísk stóuspeki og fyrstu hugmyndir um lýðræði voru í hugum þeirra eitthvað sem ætti ekki að ná til allra. Höfundar Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna (e. Declaration of Independence) voru hvítir karlmenn sem alla jafna litu niður á aðra hópa. Svona mætti lengi telja. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að vestræn gildi séu í grunninn alls ekki vestræn heldur afurð annarra hugsuða sem hvítir nýlenduherrar gerðu að sínum. Það er til að mynda grunnstef bókar David Graeber og David Wengrow, The Dawn of Everything, þar sem rætt er meðal annars um Kondiaronk (1649-1701), frumbyggja í Ameríku sem talaði af mikilli visku um mannréttindi og heimspeki á svipuðum nótum. Grundvallarspurningin sem snýr að ágæti vestrænna gilda er hins vegar ekki hver skapaði þau, í hvaða tilgangi og hvenær. Gagnrýnin ætti að snúa að því hver ávöxtur þeirra sé og hvort þessi gildi hafi orðið okkur að gagni eða ekki. Þann 24. febrúar síðastliðinn rann upp fyrir okkur af hverju þessi gildi eru mikilvæg, þegar stjórn Pútins réðist inn í Úkraínu vegna hræðslu yfirvalda í Kreml um að vestrænni hugsun væri að vaxa fiskur um hrygg meðal rússneskra borgara. Slíkt ógnar yfirvöldum þar í landi. Þær hörmungar sem eiga sér stað í þessum töluðu orðum hafa gefið vestrænum þjóðum tilefni til að hugsa um þau gildi sem hafa mótað menningu og stjórnmál okkar. Til þess að gera betur grein fyrir þeim er gott að hugsa út frá því sem að þau eru ekki. Hugmyndir um lýðræði, einstaklinginn og frelsi eru ekki gallalaus. Tjáningarfrelsi er hættulegt, en ekki hættulegra heldur en skerðing þess. Eignarrétturinn er ósanngjarn, en ekki jafn ósanngjarn og miðstýrt hagkerfi. Að einstaklingurinn hugsi út frá eigin hagsmunum ku vera kaldrifjað, en er skárra en blóðsúthellingar múgsins. Lýðræði býður skrumurum heim, en líkt og Churchill sagði, er það skárra kerfi heldur en öll hin stjórnkerfin. Þeir sem gagnrýna vestræn gildi og tala um Evrópumiðað kerfi (e. eurocentrism), rasíska undirtóna, pólitískar hagræðingar elítunnar og fleira hafa margt til síns máls. Þó ber að athuga að réttur þessara athugana og stanslaus andmæli gegn vestrænum gildum grundvallast í þessum gildum. Sögulega hafa flest kerfi ekki boðið upp á slíka gagnrýni eða andmæli. Og í flestum tilfellum hefur ávöxtur þeirrar hugmyndafræði sem háværustu gagnrýnisraddir vestrænna gilda lofsyngja leitt til mannréttindabrota og blóðsúthellinga; gagnrýnisraddir kveðnar í kútinn og öllum gert að móta sig eftir stífum ramma yfirvalda. Réttindi einstaklingsins, tjáningarfrelsi og rétturinn til þess að móta eigin framtíð varð ekki til í tómarúmi. Mér ber alltaf verja tjáningarfrelsi þess sem segist vilja losa samfélagið við vestræn gildi, tjáningarfrelsi og eignarréttinn. Ég tel hins vegar að atburðir undanfarnar vikur séu merki um að sá hinn sami tali gegn sínum eigin hagsmunum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun