Vestræn gildi Þórarinn Hjartarson skrifar 23. mars 2022 09:30 Undanfarinn áratug hafa Vestræn gildi verið háðungarsmjatt ýmissa hópa sem krýna sig riddara réttlætisins. Gildin séu sköpuð af hvítum körlum fyrir hvíta karla sem fyrirlíta konur, minnihlutahópa, aðra kynþætti og fleira. Réttindin sem þessir menn sköpuðu hafi einungis verið til þess gerð að verja hagsmuni þeirra sjálfra og aðeins náð til þeirra fáu sem höfðu félagslega og fjárhagslega getu til að traðka á öðrum. Þessi gagnrýni er ekki að öllu leyti óréttmæt. Vestræn gildi eiga vissulega uppruna sinn hjá þröngum hópi manna sem mátu sjálfa sig umfram aðra. Grísk stóuspeki og fyrstu hugmyndir um lýðræði voru í hugum þeirra eitthvað sem ætti ekki að ná til allra. Höfundar Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna (e. Declaration of Independence) voru hvítir karlmenn sem alla jafna litu niður á aðra hópa. Svona mætti lengi telja. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að vestræn gildi séu í grunninn alls ekki vestræn heldur afurð annarra hugsuða sem hvítir nýlenduherrar gerðu að sínum. Það er til að mynda grunnstef bókar David Graeber og David Wengrow, The Dawn of Everything, þar sem rætt er meðal annars um Kondiaronk (1649-1701), frumbyggja í Ameríku sem talaði af mikilli visku um mannréttindi og heimspeki á svipuðum nótum. Grundvallarspurningin sem snýr að ágæti vestrænna gilda er hins vegar ekki hver skapaði þau, í hvaða tilgangi og hvenær. Gagnrýnin ætti að snúa að því hver ávöxtur þeirra sé og hvort þessi gildi hafi orðið okkur að gagni eða ekki. Þann 24. febrúar síðastliðinn rann upp fyrir okkur af hverju þessi gildi eru mikilvæg, þegar stjórn Pútins réðist inn í Úkraínu vegna hræðslu yfirvalda í Kreml um að vestrænni hugsun væri að vaxa fiskur um hrygg meðal rússneskra borgara. Slíkt ógnar yfirvöldum þar í landi. Þær hörmungar sem eiga sér stað í þessum töluðu orðum hafa gefið vestrænum þjóðum tilefni til að hugsa um þau gildi sem hafa mótað menningu og stjórnmál okkar. Til þess að gera betur grein fyrir þeim er gott að hugsa út frá því sem að þau eru ekki. Hugmyndir um lýðræði, einstaklinginn og frelsi eru ekki gallalaus. Tjáningarfrelsi er hættulegt, en ekki hættulegra heldur en skerðing þess. Eignarrétturinn er ósanngjarn, en ekki jafn ósanngjarn og miðstýrt hagkerfi. Að einstaklingurinn hugsi út frá eigin hagsmunum ku vera kaldrifjað, en er skárra en blóðsúthellingar múgsins. Lýðræði býður skrumurum heim, en líkt og Churchill sagði, er það skárra kerfi heldur en öll hin stjórnkerfin. Þeir sem gagnrýna vestræn gildi og tala um Evrópumiðað kerfi (e. eurocentrism), rasíska undirtóna, pólitískar hagræðingar elítunnar og fleira hafa margt til síns máls. Þó ber að athuga að réttur þessara athugana og stanslaus andmæli gegn vestrænum gildum grundvallast í þessum gildum. Sögulega hafa flest kerfi ekki boðið upp á slíka gagnrýni eða andmæli. Og í flestum tilfellum hefur ávöxtur þeirrar hugmyndafræði sem háværustu gagnrýnisraddir vestrænna gilda lofsyngja leitt til mannréttindabrota og blóðsúthellinga; gagnrýnisraddir kveðnar í kútinn og öllum gert að móta sig eftir stífum ramma yfirvalda. Réttindi einstaklingsins, tjáningarfrelsi og rétturinn til þess að móta eigin framtíð varð ekki til í tómarúmi. Mér ber alltaf verja tjáningarfrelsi þess sem segist vilja losa samfélagið við vestræn gildi, tjáningarfrelsi og eignarréttinn. Ég tel hins vegar að atburðir undanfarnar vikur séu merki um að sá hinn sami tali gegn sínum eigin hagsmunum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug hafa Vestræn gildi verið háðungarsmjatt ýmissa hópa sem krýna sig riddara réttlætisins. Gildin séu sköpuð af hvítum körlum fyrir hvíta karla sem fyrirlíta konur, minnihlutahópa, aðra kynþætti og fleira. Réttindin sem þessir menn sköpuðu hafi einungis verið til þess gerð að verja hagsmuni þeirra sjálfra og aðeins náð til þeirra fáu sem höfðu félagslega og fjárhagslega getu til að traðka á öðrum. Þessi gagnrýni er ekki að öllu leyti óréttmæt. Vestræn gildi eiga vissulega uppruna sinn hjá þröngum hópi manna sem mátu sjálfa sig umfram aðra. Grísk stóuspeki og fyrstu hugmyndir um lýðræði voru í hugum þeirra eitthvað sem ætti ekki að ná til allra. Höfundar Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna (e. Declaration of Independence) voru hvítir karlmenn sem alla jafna litu niður á aðra hópa. Svona mætti lengi telja. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að vestræn gildi séu í grunninn alls ekki vestræn heldur afurð annarra hugsuða sem hvítir nýlenduherrar gerðu að sínum. Það er til að mynda grunnstef bókar David Graeber og David Wengrow, The Dawn of Everything, þar sem rætt er meðal annars um Kondiaronk (1649-1701), frumbyggja í Ameríku sem talaði af mikilli visku um mannréttindi og heimspeki á svipuðum nótum. Grundvallarspurningin sem snýr að ágæti vestrænna gilda er hins vegar ekki hver skapaði þau, í hvaða tilgangi og hvenær. Gagnrýnin ætti að snúa að því hver ávöxtur þeirra sé og hvort þessi gildi hafi orðið okkur að gagni eða ekki. Þann 24. febrúar síðastliðinn rann upp fyrir okkur af hverju þessi gildi eru mikilvæg, þegar stjórn Pútins réðist inn í Úkraínu vegna hræðslu yfirvalda í Kreml um að vestrænni hugsun væri að vaxa fiskur um hrygg meðal rússneskra borgara. Slíkt ógnar yfirvöldum þar í landi. Þær hörmungar sem eiga sér stað í þessum töluðu orðum hafa gefið vestrænum þjóðum tilefni til að hugsa um þau gildi sem hafa mótað menningu og stjórnmál okkar. Til þess að gera betur grein fyrir þeim er gott að hugsa út frá því sem að þau eru ekki. Hugmyndir um lýðræði, einstaklinginn og frelsi eru ekki gallalaus. Tjáningarfrelsi er hættulegt, en ekki hættulegra heldur en skerðing þess. Eignarrétturinn er ósanngjarn, en ekki jafn ósanngjarn og miðstýrt hagkerfi. Að einstaklingurinn hugsi út frá eigin hagsmunum ku vera kaldrifjað, en er skárra en blóðsúthellingar múgsins. Lýðræði býður skrumurum heim, en líkt og Churchill sagði, er það skárra kerfi heldur en öll hin stjórnkerfin. Þeir sem gagnrýna vestræn gildi og tala um Evrópumiðað kerfi (e. eurocentrism), rasíska undirtóna, pólitískar hagræðingar elítunnar og fleira hafa margt til síns máls. Þó ber að athuga að réttur þessara athugana og stanslaus andmæli gegn vestrænum gildum grundvallast í þessum gildum. Sögulega hafa flest kerfi ekki boðið upp á slíka gagnrýni eða andmæli. Og í flestum tilfellum hefur ávöxtur þeirrar hugmyndafræði sem háværustu gagnrýnisraddir vestrænna gilda lofsyngja leitt til mannréttindabrota og blóðsúthellinga; gagnrýnisraddir kveðnar í kútinn og öllum gert að móta sig eftir stífum ramma yfirvalda. Réttindi einstaklingsins, tjáningarfrelsi og rétturinn til þess að móta eigin framtíð varð ekki til í tómarúmi. Mér ber alltaf verja tjáningarfrelsi þess sem segist vilja losa samfélagið við vestræn gildi, tjáningarfrelsi og eignarréttinn. Ég tel hins vegar að atburðir undanfarnar vikur séu merki um að sá hinn sami tali gegn sínum eigin hagsmunum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar