Kjartan Magnússon er ríkur af reynslu Haraldur Ólafsson skrifar 18. mars 2022 09:31 Sá sem hér heldur um penna hefur verið nágranni Kjartans Magnússonar um árabil. Leiðir okkar hafa legið saman í félagsstarfi af ýmsu tagi. Í slíku starfi er áberandi að Kjartan er vel fær um að setja sig inn í flókin mál þar sem háar tölur þekja blöð, og að hann nennir því líka. Hann hefur auk þess getu til að sjá mál frá fleiri en einu sjónarhorni og vilja til að leiða þau til lykta af réttsýni og sanngirni eins og framast er unnt. Samstarf við fólk sem fylgir honum ekki í skoðunum reynist honum auðveldara en mörgum öðrum. Oft hafa málefni hverfisins og Reykjavíkurborgar borið á góma og aldrei er komið að tómum kofum hjá Kjartani, svo vel þekkir hann til hinna ólíklegustu mála, sögu þeirra, og sjónarmiða sem þeim tengjast. Það sem mestu skiptir þó er að hann áttar sig á verkefnum líðandi stundar, hvar rekstur hefur hugsanlega farið út af sporinu og skynjar skyldur kjörinna fulltrúa í þeim efnum. Seta Kjartans í borgarstjórn verður án vafa jákvæð og til styrkingar fyrir stjórn borgarinnar, hvort sem hann verður í meiri- eða minnihluta. Eflaust er margt gott fólk í framboði í þessum kosningum og úr mörgu að velja þegar kemur að því að fá inn nýtt blóð í borgarstjórn, en það er enginn annar eins reynslubolti og Kjartan Magnússon og tilvalið að velja hann í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er prófessor í veðurfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Sá sem hér heldur um penna hefur verið nágranni Kjartans Magnússonar um árabil. Leiðir okkar hafa legið saman í félagsstarfi af ýmsu tagi. Í slíku starfi er áberandi að Kjartan er vel fær um að setja sig inn í flókin mál þar sem háar tölur þekja blöð, og að hann nennir því líka. Hann hefur auk þess getu til að sjá mál frá fleiri en einu sjónarhorni og vilja til að leiða þau til lykta af réttsýni og sanngirni eins og framast er unnt. Samstarf við fólk sem fylgir honum ekki í skoðunum reynist honum auðveldara en mörgum öðrum. Oft hafa málefni hverfisins og Reykjavíkurborgar borið á góma og aldrei er komið að tómum kofum hjá Kjartani, svo vel þekkir hann til hinna ólíklegustu mála, sögu þeirra, og sjónarmiða sem þeim tengjast. Það sem mestu skiptir þó er að hann áttar sig á verkefnum líðandi stundar, hvar rekstur hefur hugsanlega farið út af sporinu og skynjar skyldur kjörinna fulltrúa í þeim efnum. Seta Kjartans í borgarstjórn verður án vafa jákvæð og til styrkingar fyrir stjórn borgarinnar, hvort sem hann verður í meiri- eða minnihluta. Eflaust er margt gott fólk í framboði í þessum kosningum og úr mörgu að velja þegar kemur að því að fá inn nýtt blóð í borgarstjórn, en það er enginn annar eins reynslubolti og Kjartan Magnússon og tilvalið að velja hann í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er prófessor í veðurfræði.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar