Óttast hvað maðurinn gerir næst og gagnrýnir viðbrögð lögreglu: „Þetta snýst um öryggi kvenna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 21:00 Iðunn segist hafa heyrt fjölmörg dæmi af áreiti mannsins undanfarna daga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegs sendibíls í miðbænum en mikil umræða hefur skapast undanfarið á samfélagsmiðlum þar sem ökumaðurinn er sagður hafa reynt að lokka konur upp í bílinn. Ein kona sem hefur tilkynnt manninn óttast hvað hann gerir næst og gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglunnar hingað til. Iðunn Andrésdóttir, háskólanemi og íbúi í miðbæ Reykjavíkur, er meðal þeirra sem hafa tilkynnt manninn en hún lýsir því hvernig maðurinn keyrði á fleygiferð upp að henni við innkeyrsluna heima hjá henni síðastliðið fimmtudagskvöld og viðhafði ógnandi tilburði. „Hann keyrir næstum því á mig, leggur bílnum á hlið, opnar rennihurðina að aftan og æpir á mig. Um leið og hann keyrir næstum á mig þá forða ég mér þannig að hann náði ekkert að grípa í mig eða neitt þannig,“ segir Iðunn. Hún lýsir því að hún hafi verið skelkuð vegna þessa, ekki síst þar sem það var dimmt og hún gat ekki séð hvort einhver væri í baksætinu. „Ég var sem betur fer ný búin að kveðja vini mína þannig að ég bara hringdi í þá og þau hlupu til mín og fylgdu mér upp að dyrum.“ Síðastliðinn laugardag sá hún síðan manninn aftur en hann hafði þá stöðvað fyrir framan skemmtistað þar sem Iðunn var í röð ásamt vinum sínum og reynt að tala við hana. Daginn eftir var henni bent á umræðu um bílinn á samfélagsmiðlum. Athygli var vakin á manninum í fjölmennum hóp kvenna á Facebook. „Eftir þetta þá hringdi ég í lögregluna,“ segir Iðunn en hún náði mynd af bílnum þegar hann var að keyra í burtu á laugardeginum og hefur sent lögreglunni þá mynd. Hún segist ekki hafa heyrt af umræddum bíl eða manninum áður en hún lenti í honum sjálf en hún hefur fengið fjölmörg skilaboð í kjölfarið frá öðrum sem hafa lent í sambærilegu atviki og heyrt dæmi um að maðurinn hafi jafnvel elt konu inn í verslun og reynt að hrifsa aðra inn í bíl. Gagnrýnir viðbrögð lögreglu Þegar fréttastofa leitaði til lögreglu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag sagðist lögregla kannast við umræddan einstakling og taldi að um skutlara væri að ræða sem væri að skutla ölvuðu fólki af djamminu. Í samtali við fréttastofu í dag staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, að nokkrar tilkynningar hafi borist lögreglu um manninn. „Við höfum fengið einhverjar tilkynningar og við munum skoða þetta um helgina ef að tilefni er til, það hefur svo sem ekki komið neitt sérstakt út úr þessu,“ segir Jóhann en hann vísar til þess að engar tilkynningar hafi borist um meint brot af hálfu mannsins. Hann vísar aftur til þess að maðurinn sé mögulega að skutla fólki og segir lögreglu lítið geta gert í málinu meðan maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við lög. „Ef að það kemur eitthvað inn sem gefur okkur tilefni til að athafnast, þá gerum við það náttúrulega,“ segir Jóhann Karl. Iðunn gagnrýnir ummæli lögreglu harðlega og segir af og frá að maðurinn sé aðeins að skutla fólki í bænum. „Það er ekki eins og hann sé inni á skutlara hópnum á Facebook að bjóða upp á þjónustu, hann er bara að stoppa og reyna að lokka fólk inn í bíl,“ segir Iðunn. Hún segist óttast hvað maðurinn tekur upp á næst, miðað við því hvernig hegðun hans er lýst á samfélagsmiðlum og vill að lögreglan bregðist við. „Kannski er hann ekki búinn að gera neitt mjög alvarlegt enn þá en mér líður bara eins og hann sé að ógna fólki að gamni sínu og hann er augljóslega mjög veikur einstaklingur,“ segir Iðunn. Þá segir hún fáránlegt að lögregla þurfi að bíða eftir að maðurinn geri eitthvað til að eitthvað sé gert. „Þetta snýst bara um öryggi kvenna.“ Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Iðunn Andrésdóttir, háskólanemi og íbúi í miðbæ Reykjavíkur, er meðal þeirra sem hafa tilkynnt manninn en hún lýsir því hvernig maðurinn keyrði á fleygiferð upp að henni við innkeyrsluna heima hjá henni síðastliðið fimmtudagskvöld og viðhafði ógnandi tilburði. „Hann keyrir næstum því á mig, leggur bílnum á hlið, opnar rennihurðina að aftan og æpir á mig. Um leið og hann keyrir næstum á mig þá forða ég mér þannig að hann náði ekkert að grípa í mig eða neitt þannig,“ segir Iðunn. Hún lýsir því að hún hafi verið skelkuð vegna þessa, ekki síst þar sem það var dimmt og hún gat ekki séð hvort einhver væri í baksætinu. „Ég var sem betur fer ný búin að kveðja vini mína þannig að ég bara hringdi í þá og þau hlupu til mín og fylgdu mér upp að dyrum.“ Síðastliðinn laugardag sá hún síðan manninn aftur en hann hafði þá stöðvað fyrir framan skemmtistað þar sem Iðunn var í röð ásamt vinum sínum og reynt að tala við hana. Daginn eftir var henni bent á umræðu um bílinn á samfélagsmiðlum. Athygli var vakin á manninum í fjölmennum hóp kvenna á Facebook. „Eftir þetta þá hringdi ég í lögregluna,“ segir Iðunn en hún náði mynd af bílnum þegar hann var að keyra í burtu á laugardeginum og hefur sent lögreglunni þá mynd. Hún segist ekki hafa heyrt af umræddum bíl eða manninum áður en hún lenti í honum sjálf en hún hefur fengið fjölmörg skilaboð í kjölfarið frá öðrum sem hafa lent í sambærilegu atviki og heyrt dæmi um að maðurinn hafi jafnvel elt konu inn í verslun og reynt að hrifsa aðra inn í bíl. Gagnrýnir viðbrögð lögreglu Þegar fréttastofa leitaði til lögreglu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag sagðist lögregla kannast við umræddan einstakling og taldi að um skutlara væri að ræða sem væri að skutla ölvuðu fólki af djamminu. Í samtali við fréttastofu í dag staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, að nokkrar tilkynningar hafi borist lögreglu um manninn. „Við höfum fengið einhverjar tilkynningar og við munum skoða þetta um helgina ef að tilefni er til, það hefur svo sem ekki komið neitt sérstakt út úr þessu,“ segir Jóhann en hann vísar til þess að engar tilkynningar hafi borist um meint brot af hálfu mannsins. Hann vísar aftur til þess að maðurinn sé mögulega að skutla fólki og segir lögreglu lítið geta gert í málinu meðan maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við lög. „Ef að það kemur eitthvað inn sem gefur okkur tilefni til að athafnast, þá gerum við það náttúrulega,“ segir Jóhann Karl. Iðunn gagnrýnir ummæli lögreglu harðlega og segir af og frá að maðurinn sé aðeins að skutla fólki í bænum. „Það er ekki eins og hann sé inni á skutlara hópnum á Facebook að bjóða upp á þjónustu, hann er bara að stoppa og reyna að lokka fólk inn í bíl,“ segir Iðunn. Hún segist óttast hvað maðurinn tekur upp á næst, miðað við því hvernig hegðun hans er lýst á samfélagsmiðlum og vill að lögreglan bregðist við. „Kannski er hann ekki búinn að gera neitt mjög alvarlegt enn þá en mér líður bara eins og hann sé að ógna fólki að gamni sínu og hann er augljóslega mjög veikur einstaklingur,“ segir Iðunn. Þá segir hún fáránlegt að lögregla þurfi að bíða eftir að maðurinn geri eitthvað til að eitthvað sé gert. „Þetta snýst bara um öryggi kvenna.“
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira