Óska eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 17. mars 2022 17:32 Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum. Opinber þjónusta tengist því öllu sem við gerum frá degi til dags. En mikill munur er á þeim þjónustugæðum sem sveitarfélögin veita íbúum sínum. Árlega framkvæmir Gallup þjónustukönnun sem mælir viðhorf og ánægju íbúa með þjónustu sinna sveitafélaga. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar er ætlað að veita sveitarfélögum upplýsingar um hvernig íbúar skynja og upplifa þá þjónustu sem þeim er veitt. Sveitarfélögin fá þannig mikilvægar upplýsingar um hvernig þau geta betrumbætt þjónustu til íbúa sinna. Fyrir nokkrum árum síðan mældist þjónustustig Reykjavíkur ýmist lægst eða næstlægst á öllum þjónustuþáttum þjónustukönnunarinnar. Sveitarfélög sem skilja hvað felst í þjónustu hefðu nýtt sér þennan skell til þess að betrumbæta þjónustu sína. Reykjavík, með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, aftur á móti hætti að taka þátt í þessari þjónustukönnun. Borgarstjóri og þáverandi meirihluti borgarstjórnar litu svo á að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda könnunar. Því væri könnunin ekki að meta þjónustugæði borgarinnar heldur væri hún að mæla álit borgarbúa á þjónustu borgarinnar. Það að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda er gott dæmi um pólitískan útúrsnúning í málefni sem er óþægilegt fyrir ríkjandi meirihluta. Þessi rökstuðningur sýnir einnig skilningsleysi núverandi borgarstjóra á hvað þjónusta er og hver er tilgangurinn með opinberri þjónustu. Því mat á þjónustugæðum sveitarfélags byggir á áliti íbúa á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim. Tilgangur allrar opinberrar þjónustu er að einfalda – og þá um leið betrumbæta – líf okkar íbúa. Þjónusta sem auðveldar okkur íbúum að sinna daglegum störfum og verkefnum er sú þjónusta sem eykur lífsgæði okkar einna mest. Sveitarfélög þurfa því að þekkja íbúa sína og vita hverju íbúar séu að leita eftir. Lykillinn er að finna hvað skiptir mestu máli fyrir íbúa og huga sífellt að því hvernig hægt sé að betrumbæta þjónustuna. Ég sem Reykvíkingur hef lengi óskað eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu. Því get ég ekki lýst þeirri gleði og eftirvæntingu þegar Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 18. og 19. mars. Ragnhildur Alda er fyrrum nemandi minn í námskeiði sem snýr að innleiðingu og mikilvægi þjónustustjórnunar. Þekkjandi hana og vitandi hversu vel hún skilur alla þá þætti sem þjónusta felur í sér – hlakka ég til að leggja mitt að mörkum til að við Reykvíkingar fáum borgarstjóra sem skilur þjónustu. Höfundur er doktorsnemandi og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum. Opinber þjónusta tengist því öllu sem við gerum frá degi til dags. En mikill munur er á þeim þjónustugæðum sem sveitarfélögin veita íbúum sínum. Árlega framkvæmir Gallup þjónustukönnun sem mælir viðhorf og ánægju íbúa með þjónustu sinna sveitafélaga. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar er ætlað að veita sveitarfélögum upplýsingar um hvernig íbúar skynja og upplifa þá þjónustu sem þeim er veitt. Sveitarfélögin fá þannig mikilvægar upplýsingar um hvernig þau geta betrumbætt þjónustu til íbúa sinna. Fyrir nokkrum árum síðan mældist þjónustustig Reykjavíkur ýmist lægst eða næstlægst á öllum þjónustuþáttum þjónustukönnunarinnar. Sveitarfélög sem skilja hvað felst í þjónustu hefðu nýtt sér þennan skell til þess að betrumbæta þjónustu sína. Reykjavík, með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, aftur á móti hætti að taka þátt í þessari þjónustukönnun. Borgarstjóri og þáverandi meirihluti borgarstjórnar litu svo á að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda könnunar. Því væri könnunin ekki að meta þjónustugæði borgarinnar heldur væri hún að mæla álit borgarbúa á þjónustu borgarinnar. Það að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda er gott dæmi um pólitískan útúrsnúning í málefni sem er óþægilegt fyrir ríkjandi meirihluta. Þessi rökstuðningur sýnir einnig skilningsleysi núverandi borgarstjóra á hvað þjónusta er og hver er tilgangurinn með opinberri þjónustu. Því mat á þjónustugæðum sveitarfélags byggir á áliti íbúa á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim. Tilgangur allrar opinberrar þjónustu er að einfalda – og þá um leið betrumbæta – líf okkar íbúa. Þjónusta sem auðveldar okkur íbúum að sinna daglegum störfum og verkefnum er sú þjónusta sem eykur lífsgæði okkar einna mest. Sveitarfélög þurfa því að þekkja íbúa sína og vita hverju íbúar séu að leita eftir. Lykillinn er að finna hvað skiptir mestu máli fyrir íbúa og huga sífellt að því hvernig hægt sé að betrumbæta þjónustuna. Ég sem Reykvíkingur hef lengi óskað eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu. Því get ég ekki lýst þeirri gleði og eftirvæntingu þegar Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 18. og 19. mars. Ragnhildur Alda er fyrrum nemandi minn í námskeiði sem snýr að innleiðingu og mikilvægi þjónustustjórnunar. Þekkjandi hana og vitandi hversu vel hún skilur alla þá þætti sem þjónusta felur í sér – hlakka ég til að leggja mitt að mörkum til að við Reykvíkingar fáum borgarstjóra sem skilur þjónustu. Höfundur er doktorsnemandi og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun