Hildur sér heildarmyndina Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 18. mars 2022 07:00 Undir forystu Hildar Björnsdóttur hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík einstakt tækifæri til að ganga í endurnýjun lífdaga og leiða nauðsynleg kynslóðaskipti við stjórn borgarinnar. Hildur hefur sýnt það í störfum sínum sem borgarfulltrúi að hún er ekki föst í hjólförum fortíðarinnar og er fyrir vikið laus við kreddur stjórnamálamanna sem ekki sjá heildarmyndina. Með reynslu úr alþjóðlegu starfsumhverfi eftir búsetu erlendis hefur hún skilning á flóknu eðli borgarsamfélaga og að leiðin áfram felst í málamiðlunum en ekki innihaldslausum upphrópunum. Borgir eru síbreytilegar og þurfa að þjóna hagsmunum fjölbreyttra samfélagshópa. Af þeim sökum eru engar töfralausnir til við skipulag borga. Einstrengingslegar nálganir í skipulags- og byggingarmálum skila engu nema ósætti sem skipar fólki í óþarfa fylkingar og skotgrafir. Hildur hefur á liðnu kjörtímabili hafið sig á hispurslausan hátt yfir dægurþras stjórnmálanna og haft augun á stóru myndinni. Hún skilur ólíkar þarfir borgarbúa á mismunandi æviskeiðum sem þurfa samblöndu af fjölbreyttum lausnum og leiðum áfram, ekki yfirlætisleg boð, bönn og innantóm loforð. Hildur hefur komið inn sem ferskur andvari inn í borgarmálin. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt þeirri rökréttu hugmyndafræði og faglegu stefnu sem innleidd hefur verið við skipulag Reykjavíkur, en trúum því jafnframt að minni og einfaldari yfirbygging við stjórn borgarinnar skili sér í skilvirkari rekstri og stjórnsýslu er Hildur ljósið í myrkrinu. Loksins hefur stigið fram borgarstjóraefni sem bæði frjálslynd og framfarasinnuð og laus við þá tilhneigingu að reyna í sífellu að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Það er ánægjulegt og auðveld ákvörðun að kjósa Hildi Björnsdóttur til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í harðri alþjóðlegri samkeppni borga um fólk og fyrirtæki þarf höfuðborgin leiðtoga sem sameinar en ekki sundrar. Hildur Björnsdóttir er sá leiðtogi. Höfundur er borgarskipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Undir forystu Hildar Björnsdóttur hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík einstakt tækifæri til að ganga í endurnýjun lífdaga og leiða nauðsynleg kynslóðaskipti við stjórn borgarinnar. Hildur hefur sýnt það í störfum sínum sem borgarfulltrúi að hún er ekki föst í hjólförum fortíðarinnar og er fyrir vikið laus við kreddur stjórnamálamanna sem ekki sjá heildarmyndina. Með reynslu úr alþjóðlegu starfsumhverfi eftir búsetu erlendis hefur hún skilning á flóknu eðli borgarsamfélaga og að leiðin áfram felst í málamiðlunum en ekki innihaldslausum upphrópunum. Borgir eru síbreytilegar og þurfa að þjóna hagsmunum fjölbreyttra samfélagshópa. Af þeim sökum eru engar töfralausnir til við skipulag borga. Einstrengingslegar nálganir í skipulags- og byggingarmálum skila engu nema ósætti sem skipar fólki í óþarfa fylkingar og skotgrafir. Hildur hefur á liðnu kjörtímabili hafið sig á hispurslausan hátt yfir dægurþras stjórnmálanna og haft augun á stóru myndinni. Hún skilur ólíkar þarfir borgarbúa á mismunandi æviskeiðum sem þurfa samblöndu af fjölbreyttum lausnum og leiðum áfram, ekki yfirlætisleg boð, bönn og innantóm loforð. Hildur hefur komið inn sem ferskur andvari inn í borgarmálin. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt þeirri rökréttu hugmyndafræði og faglegu stefnu sem innleidd hefur verið við skipulag Reykjavíkur, en trúum því jafnframt að minni og einfaldari yfirbygging við stjórn borgarinnar skili sér í skilvirkari rekstri og stjórnsýslu er Hildur ljósið í myrkrinu. Loksins hefur stigið fram borgarstjóraefni sem bæði frjálslynd og framfarasinnuð og laus við þá tilhneigingu að reyna í sífellu að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Það er ánægjulegt og auðveld ákvörðun að kjósa Hildi Björnsdóttur til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í harðri alþjóðlegri samkeppni borga um fólk og fyrirtæki þarf höfuðborgin leiðtoga sem sameinar en ekki sundrar. Hildur Björnsdóttir er sá leiðtogi. Höfundur er borgarskipulagsfræðingur.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar