„Ekki vera aumingi“ Þorsteinn V. Einarsson skrifar 16. mars 2022 11:00 Skaðleg karlmennska bitnar ekki einungis á konum eða jaðarsettum hópum heldur getur hún bitnað einnig á strákum, körlum og þeim eintaklingum sem tengja við karlmennsku. Þessi stutta teiknaða hreyfimynd er eitt dæmi um hvernig skaðleg karlmennska getur orðið til hjá ungum strákum. Sumum strákum er kennt að harka allt af sér og gráta ekki þegar þeir meiða sig, vera ekki aumingjar. Slíkt getur stuðlað að skömm og því að strákar læra að hunsa eigin tilfinningar, því þeir vilja ekki vera aumingjar. Mikilvægt er að við, sérstaklega pabbar, yfirfærum þetta viðhorf (sem við kunnum að hafa lært) ekki á okkar stráka heldur styðjum þá með samkennd, hlýju og ást. Það gerir hvorki okkur né strákana okkar að aumingjum heldur nærir þrautseygju, skapar sterk tengsl og jákvæða karlmennsku. Menningarmein Sumir hafa átt erfitt með að tengja kvenfyrirlitningu við karlmennsku. Ef við lítum á viðteknar hugmyndir um konur og kvenleika og karla og karlmennsku, ættum við að sjá hvernig tilfinningar, umhyggjusemi, hlýja og næmni hefur verið tengd við konur og kvenleika. Á meðan harka, rökhyggja og dugnaður sama hvað, hefur verið tengt við karla og karlmennsku. Þar sem kvenleikinn (hlýja, næmni og umhyggjusemi) er talinn síður eftirsóknarverður fyrir karla að tileinka sér. Þetta er augljóst dæmi um hvernig karlmennska, einkum þessi skaðlega, er lituð af kvenfyrirlitningu. Karlar og drengir eru ekkert síður umhyggjusamari en konur eða stúlkur. Meðvitað og ómeðvitað er þeim hins vegar kennt að vera ekki kellingar og aumingjar. Inræddir af kvenfyrirlitningu og á sama tíma sjálfsfyrirlitningu. Þeir læra að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera of næmir, of mjúkir, of tilfinningaríkir, of miklar kellingar og aumingjar. Það er skaðleg karlmennska og hún bitnar á okkur öllum. Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar, af því það er jákvæð karlmennska. Höfundur er kynjafræðingur og forsprakki karlmennskan.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Skaðleg karlmennska bitnar ekki einungis á konum eða jaðarsettum hópum heldur getur hún bitnað einnig á strákum, körlum og þeim eintaklingum sem tengja við karlmennsku. Þessi stutta teiknaða hreyfimynd er eitt dæmi um hvernig skaðleg karlmennska getur orðið til hjá ungum strákum. Sumum strákum er kennt að harka allt af sér og gráta ekki þegar þeir meiða sig, vera ekki aumingjar. Slíkt getur stuðlað að skömm og því að strákar læra að hunsa eigin tilfinningar, því þeir vilja ekki vera aumingjar. Mikilvægt er að við, sérstaklega pabbar, yfirfærum þetta viðhorf (sem við kunnum að hafa lært) ekki á okkar stráka heldur styðjum þá með samkennd, hlýju og ást. Það gerir hvorki okkur né strákana okkar að aumingjum heldur nærir þrautseygju, skapar sterk tengsl og jákvæða karlmennsku. Menningarmein Sumir hafa átt erfitt með að tengja kvenfyrirlitningu við karlmennsku. Ef við lítum á viðteknar hugmyndir um konur og kvenleika og karla og karlmennsku, ættum við að sjá hvernig tilfinningar, umhyggjusemi, hlýja og næmni hefur verið tengd við konur og kvenleika. Á meðan harka, rökhyggja og dugnaður sama hvað, hefur verið tengt við karla og karlmennsku. Þar sem kvenleikinn (hlýja, næmni og umhyggjusemi) er talinn síður eftirsóknarverður fyrir karla að tileinka sér. Þetta er augljóst dæmi um hvernig karlmennska, einkum þessi skaðlega, er lituð af kvenfyrirlitningu. Karlar og drengir eru ekkert síður umhyggjusamari en konur eða stúlkur. Meðvitað og ómeðvitað er þeim hins vegar kennt að vera ekki kellingar og aumingjar. Inræddir af kvenfyrirlitningu og á sama tíma sjálfsfyrirlitningu. Þeir læra að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera of næmir, of mjúkir, of tilfinningaríkir, of miklar kellingar og aumingjar. Það er skaðleg karlmennska og hún bitnar á okkur öllum. Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar, af því það er jákvæð karlmennska. Höfundur er kynjafræðingur og forsprakki karlmennskan.is.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar