Déjà vu – hafa þau ekkert lært? Kristrún Frostadóttir skrifar 14. mars 2022 15:00 Ríkisstjórn leidd af jafnaðarmönnum í Svíþjóð tilkynnti rétt í þessu mótvægisaðgerðir fyrir heimilin í landinu vegna verðhækkana. Fordæmin hrannast nú upp; Bretland, Frakkland, Noregur, Svíþjóð. Úrræði vegna orkuverðshækkana, bensíngreiðslur sem taka mið af búsetu, aukinn afsláttur vegna rafmagnsbíla, húsnæðisstuðningur, tilfærslukerfin nýtt. Ég fæ déjà vu – sama staðan er nú komin upp og fyrir 2 árum síðan þar sem öll nágrannalönd okkar kynntu hratt og örugglega mótvægisaðgerðir vegna COVID en hér var fólki og minni fyrirtækjum beint í skuldsetningu, fyrirtækjum borgað fyrir að segja fólki upp og alvöru aðgerðir komu ekki fram fyrr en mörgum mánuðum of seint. Í millitíðinni byggðist upp gríðarlegt ójafnvægi í kerfinu. Ójafnvægi sem almenningur líður fyrir í dag í formi gríðarlegra húsnæðisverðshækkana, þar sem fjármagni var dreift með mjög ómarkvissum hætti í gegnum bankakerfið. Allt gert til að fría sig pólitískri ábyrgð á ákvörðunum og afleiðingum. Hér leggst nú allt í sömu áttina hvað varðar verðlag. Bensín, húsnæði, innfluttar vörur. En ekkert heyrist frá stjórnvöldum. Engin þingmál koma um mótvægisaðgerðir frá ríkisstjórninni. Tillögu okkar í Samfylkingunni, sem er studd af fleiri flokkum í minnihlutanum, hefur verið tekið fálega af stjórnarliðum. Vitnað er til stýrihópa í húsnæðismálum sem skila mögulega langtímaáætlunum með vorinu. Á meðan líður hver vikan á eftir annarri þar sem verðbólguþrýstingur eykst án aðgerða. Þetta er ekkert annað en pólitísk ákvarðanafælni, pólitískur verkkvíði. Sem bitnar á almenningi í landinu. Hið kaldhæðnislega er að þetta mun líka bitna á ríkissjóði þegar líður á árið ef hér fer af stað víxlverkun launa- og verðlags því ríkisstjórnin skilur ekki hvaða hlutverki ríkissjóður hefur að gegna í velferðarsamfélagi. Skilur ekki mikilvægi þess að fara í sértækar aðgerðir til að draga úr þrýstingi og þenslu síðar meir. Ef ekkert er að gert, verða afleiðingar þessa aðgerðarleysis þær sömu og fyrir 2 árum síðan: aukið ójafnvægi í efnahagslífinu, aukinn verðbólguþrýstingur og aukinn kostnaður ríkissjóðs fyrir vikið. Hafa þau ekkert lært? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Alþingi Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn leidd af jafnaðarmönnum í Svíþjóð tilkynnti rétt í þessu mótvægisaðgerðir fyrir heimilin í landinu vegna verðhækkana. Fordæmin hrannast nú upp; Bretland, Frakkland, Noregur, Svíþjóð. Úrræði vegna orkuverðshækkana, bensíngreiðslur sem taka mið af búsetu, aukinn afsláttur vegna rafmagnsbíla, húsnæðisstuðningur, tilfærslukerfin nýtt. Ég fæ déjà vu – sama staðan er nú komin upp og fyrir 2 árum síðan þar sem öll nágrannalönd okkar kynntu hratt og örugglega mótvægisaðgerðir vegna COVID en hér var fólki og minni fyrirtækjum beint í skuldsetningu, fyrirtækjum borgað fyrir að segja fólki upp og alvöru aðgerðir komu ekki fram fyrr en mörgum mánuðum of seint. Í millitíðinni byggðist upp gríðarlegt ójafnvægi í kerfinu. Ójafnvægi sem almenningur líður fyrir í dag í formi gríðarlegra húsnæðisverðshækkana, þar sem fjármagni var dreift með mjög ómarkvissum hætti í gegnum bankakerfið. Allt gert til að fría sig pólitískri ábyrgð á ákvörðunum og afleiðingum. Hér leggst nú allt í sömu áttina hvað varðar verðlag. Bensín, húsnæði, innfluttar vörur. En ekkert heyrist frá stjórnvöldum. Engin þingmál koma um mótvægisaðgerðir frá ríkisstjórninni. Tillögu okkar í Samfylkingunni, sem er studd af fleiri flokkum í minnihlutanum, hefur verið tekið fálega af stjórnarliðum. Vitnað er til stýrihópa í húsnæðismálum sem skila mögulega langtímaáætlunum með vorinu. Á meðan líður hver vikan á eftir annarri þar sem verðbólguþrýstingur eykst án aðgerða. Þetta er ekkert annað en pólitísk ákvarðanafælni, pólitískur verkkvíði. Sem bitnar á almenningi í landinu. Hið kaldhæðnislega er að þetta mun líka bitna á ríkissjóði þegar líður á árið ef hér fer af stað víxlverkun launa- og verðlags því ríkisstjórnin skilur ekki hvaða hlutverki ríkissjóður hefur að gegna í velferðarsamfélagi. Skilur ekki mikilvægi þess að fara í sértækar aðgerðir til að draga úr þrýstingi og þenslu síðar meir. Ef ekkert er að gert, verða afleiðingar þessa aðgerðarleysis þær sömu og fyrir 2 árum síðan: aukið ójafnvægi í efnahagslífinu, aukinn verðbólguþrýstingur og aukinn kostnaður ríkissjóðs fyrir vikið. Hafa þau ekkert lært? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar