Akkurat núna Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 14. mars 2022 08:00 Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til? Svarið fer sjálfsagt eftir því hvar við erum stödd í lífskúrfunni, eðli máli samkvæmt leggjum við áherslu á það sem blasir við okkur í dag. Þegar við hugsum heildrænt um þetta ferli er gaman að sjá hve margir geta lagt málefnunum lið. Hve fjölbreyttur hópur getur áorkað miklu fyrir heildina. Heildræn nálgun Ef við nýtum heildræna nálgun á málefni borgarinnar með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í farteskinu, þá tekur slík nálgun tillit til fólks, fjármagns og umhverfis og gefur engan afslátt þvi þetta þrennt þarf allt að ganga upp til að vel megi vera. Þetta er sú nálgun sem mér hugnast best í rekstri borgarinnar; að fólkið sjálft sé jafnsett öðrum gildum i rekstrarjöfnunni. Ef þétting byggðar leiðir til að mynda til lakari lífsgæða fólks en krefst engu að síður lítils fjármagns, þá er hún ekki samfélagslega hagkvæm og ber að falla frá. Sem dæmi má taka hugmyndina um að þétta byggð við Bústaðaveg. Slök hugmynd sem búið er að ýta útaf borðinu í bili, en hjálpi mér allir heilagir þegar farið verður af stað með hana aftur eftir kosningar. Þess vegna er líka góður tími AKKURAT NÚNA, til að hugsa um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar, hvernig við viljum hafa umhverfið okkar og hvernig við viljum sjá kjörna fulltrúa verja fjármunum, tíma og umhverfi borgarinnar, okkur öllum til hagsbóta. Samningar við íþróttafélögin Heildræn nálgun á málefni íþróttasvæða borgarinnar er annað dæmi sem gott væri að nýta í ákvarðanatökum. Aðkallandi er að klára samninga við íþróttafélögin en alltof lengi er búið að draga lappirnar í þeim efnum og alltaf kemur það okkur notendunum jafn mikið í opna skjöldu. Það er samfélagslega hagkvæmt að íþróttastarf fyrir alla aldurshópa sé í boði, að aðstaða sé fyrir hendi svo starfsfólk og iðkendur njóti sín. Ef við skoðum samninga sem þessa út frá fólki, fjármagni og umhverfi þá sjáum við að fjármagnið er ekki ýkja mikið, umhverfisspjöll lítil sem engin og fólkið blómstrar. Er það ekki þannig samfélag sem við viljum búa í? Skoða mætti allar ákvarðanir borgarinnar undanfarin ár með heildrænu nálgunargleraugun á nefinu. Ég er viss um að þar kæmi okkur margt spánskt fyrir sjónir. Bókhald snýst um tekjur og gjöld, að hafa þekkingu á rekstri og þar af leiðandi fjárhagslegt frelsi til framkvæmda fremur en safna skuldum fyrir þátttöku í áhrifavaldaskólanum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sem þekkjum til heimilisbókhalds vitum hvernig þetta virkar. Sú staðreynd að við borgarbúar skuldum meira vegna ákvarðana sem ekki voru teknar með heildræna nálgun í huga finnst mér fráleit og hugnast alls ekki að svo verði áfram. AKKURAT NÚNA Það er AKKURAT NÚNA sem tækifæri er til að skipta um fólk og fulltrúa í borginni. Ég vil leggja mitt af mörkum til að heildræn ákvarðanataka verði ofan á með því að setja fólk, fjármuni og umhverfi í jöfnuna og víkja ekki frá þeirri aðferðarfræði öllum borgarbúum til velsældar. Höfundur býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til? Svarið fer sjálfsagt eftir því hvar við erum stödd í lífskúrfunni, eðli máli samkvæmt leggjum við áherslu á það sem blasir við okkur í dag. Þegar við hugsum heildrænt um þetta ferli er gaman að sjá hve margir geta lagt málefnunum lið. Hve fjölbreyttur hópur getur áorkað miklu fyrir heildina. Heildræn nálgun Ef við nýtum heildræna nálgun á málefni borgarinnar með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í farteskinu, þá tekur slík nálgun tillit til fólks, fjármagns og umhverfis og gefur engan afslátt þvi þetta þrennt þarf allt að ganga upp til að vel megi vera. Þetta er sú nálgun sem mér hugnast best í rekstri borgarinnar; að fólkið sjálft sé jafnsett öðrum gildum i rekstrarjöfnunni. Ef þétting byggðar leiðir til að mynda til lakari lífsgæða fólks en krefst engu að síður lítils fjármagns, þá er hún ekki samfélagslega hagkvæm og ber að falla frá. Sem dæmi má taka hugmyndina um að þétta byggð við Bústaðaveg. Slök hugmynd sem búið er að ýta útaf borðinu í bili, en hjálpi mér allir heilagir þegar farið verður af stað með hana aftur eftir kosningar. Þess vegna er líka góður tími AKKURAT NÚNA, til að hugsa um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar, hvernig við viljum hafa umhverfið okkar og hvernig við viljum sjá kjörna fulltrúa verja fjármunum, tíma og umhverfi borgarinnar, okkur öllum til hagsbóta. Samningar við íþróttafélögin Heildræn nálgun á málefni íþróttasvæða borgarinnar er annað dæmi sem gott væri að nýta í ákvarðanatökum. Aðkallandi er að klára samninga við íþróttafélögin en alltof lengi er búið að draga lappirnar í þeim efnum og alltaf kemur það okkur notendunum jafn mikið í opna skjöldu. Það er samfélagslega hagkvæmt að íþróttastarf fyrir alla aldurshópa sé í boði, að aðstaða sé fyrir hendi svo starfsfólk og iðkendur njóti sín. Ef við skoðum samninga sem þessa út frá fólki, fjármagni og umhverfi þá sjáum við að fjármagnið er ekki ýkja mikið, umhverfisspjöll lítil sem engin og fólkið blómstrar. Er það ekki þannig samfélag sem við viljum búa í? Skoða mætti allar ákvarðanir borgarinnar undanfarin ár með heildrænu nálgunargleraugun á nefinu. Ég er viss um að þar kæmi okkur margt spánskt fyrir sjónir. Bókhald snýst um tekjur og gjöld, að hafa þekkingu á rekstri og þar af leiðandi fjárhagslegt frelsi til framkvæmda fremur en safna skuldum fyrir þátttöku í áhrifavaldaskólanum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sem þekkjum til heimilisbókhalds vitum hvernig þetta virkar. Sú staðreynd að við borgarbúar skuldum meira vegna ákvarðana sem ekki voru teknar með heildræna nálgun í huga finnst mér fráleit og hugnast alls ekki að svo verði áfram. AKKURAT NÚNA Það er AKKURAT NÚNA sem tækifæri er til að skipta um fólk og fulltrúa í borginni. Ég vil leggja mitt af mörkum til að heildræn ákvarðanataka verði ofan á með því að setja fólk, fjármuni og umhverfi í jöfnuna og víkja ekki frá þeirri aðferðarfræði öllum borgarbúum til velsældar. Höfundur býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun