Þú nærð mér ekki aftur, Dagur Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar 8. mars 2022 09:00 Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili. Dagur B. Eggertsson ber hér höfuð og herðar yfir aðra, en botninn tók gjörsamlega úr í nýliðinni viku þegar borgarstjóri til átta ára og borgarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar til tuttugu ára, valdi að keyra á atriði C fyrir þessar kosningar. Reyndar átti það ekki að koma neinum á óvart að hann færi þá leið, enda búinn að reyna bæði A og B. Í Kastljósþætti í nóvember sátu þau Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir fyrir svörum. Mátti þar sjá nýja hlið á borgarstjóra sem venjulega tekst með pólitískum klækjabrögðum að stýra umræðunni sér í hag og koma sér undan erfiðum spurningum. Þegar Hildur bar upp á hann tölur sem hún hafði fengið frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um meðalaldur leikskólabarna við innritun hljóp Dagur fyrst í B með því að segja að þetta væri vandamál víðar en í Reykjavík, áður en hann hljóp svo lóðbeint í A aftur, þegar hann sagði að aldurinn sem Hildur vísaði til væri ekki alveg réttur, og þar með væri málið ekki lengur vandamál. Þessi málflutningur borgarstjóra er aumkunarverður. Fyrir liggur að borgarbúar, ungt fólk sem með réttu ættu að vera að skjóta niður rótum í hverfum borgarinnar og koma börnum sínum fyrir í leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, eru þess heldur að flýja yfir til nágrannasveitarfélagana. Á meðan á þessum flótta stendur kemst núverandi meirihluti með Dag í fararbroddi upp með að láta eins og hér sé ekkert vandamál. Ég eignaðist mitt annað barn haustið 2018. Ég og maðurinn minn vorum heima með barninu saman í þrjá mánuði og svo ég áfram ein í níu mánuði. Við tók algjört vonleysi hér í borginni. Ekki stakt pláss hjá dagforeldri og leikskólapláss fjarlægur draumur. Þrátt fyrir loforð Dags um að tryggja barninu mínu pláss á leikskóla við 12 mánaða aldur fyrir 4 árum, gátum við gleymt því að fá það loforð efnt. Loforðið fyrir fjórum árum var nefnilega bara valkostur C, rétt eins og loforðið fjórum árum þar áður. Ég og maðurinn minn erum sæmilega stödd. Eigum bíl og íbúð á hentugum stað í borginni. Því gátum við leyft okkur að leita út fyrir hverfið okkar að dagforeldri. Ekkert. Þá leituðum við enn lengra. Ekkert. Að endingu fundum við frábæra konu í Hvömmunum í Hafnarfirði. En fyrir þá áttavilltustu er það í tíma nær Vogum á Vatnsleysuströnd en heimili okkar í 108 Reykjavík. Á hverjum degi eyddum við 80 mínútum í bíl, 20 mínútum hvora leið, fram og til baka, tvisvar á dag. Í bílalausri paradís Dags B. Eggertssonar, vegna vanefnda Dags B. Eggertssonar. Ég er tónlistarkona. Ég sinni minni vinnu á hljóðfæri sem ég er með heima og mig skortir ekki verkefnin. Til þess að sinna þeim þarf ég þó, eins og aðrir, að koma barninu mínu að á leikskóla. Eftir nánast dagleg símtöl við leikskólastjóra í fleiri mánuði, útreikninga í Excel og endalausar spekúlasjónir fundum við loks pláss. Klambrar er ekki í okkar hverfi - en þó, frábær leikskóli, nema þegar hann er lokaður vegna manneklu sem virðist einhverra hluta vegna bíta fastar í leikskóla Reykjavíkur en leikskóla annarra sveitarfélaga. Meira um þann kapítúla síðar. Þegar stytting opnunartíma í leikskólum borgarinnar var til umræðu lét borgin gera úttekt á hvaða áhrif slíkt gæti haft og á hverja. Niðurstaðan var skýr. Aðgerðin myndi bitna meira á konum og mest á konum með minnst milli handanna. Sömu niðurstöðu fengu aðilar sem skoðuðu lokun skóla og leikskóla í Covid. Það var þó ekki að spyrja að því hvaða leið Samfylkingin valdi. Einu sinni var ég reyndar ung móðir með lítið milli handanna sjálf. Sem betur fer bjó ég ekki í Reykjavík þá. Þegar svona er í pottinn búið hjá borginni kemst maður auðvitað ekki hjá því að spyrja hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að borgin bæti þeim ungu foreldrum upp þann kostnað sem vinnutap, tekjumissir og endalausar bílferðir til dagforeldra í nágrannasveitarfélögum veldur. Þá er kannski þægilegra fyrir Dag að þetta fólk, með öll þessi börn, flytji bara eitthvað annað. Sveltistefna meirihlutans í skólakerfinu kemur illa niður á konum og barnafjölskyldum í borginni. Nú er kominn tími til að borin sé ábyrgð. Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í áratugi hafa atvinnustjórnmálamenn talið okkur trú um að leikskólamál séu A) ekki vandamál, B) ekki þeirra vandamál eða C) sé vandamál, en verði lagað strax á næsta kjörtímabili. Dagur B. Eggertsson ber hér höfuð og herðar yfir aðra, en botninn tók gjörsamlega úr í nýliðinni viku þegar borgarstjóri til átta ára og borgarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar til tuttugu ára, valdi að keyra á atriði C fyrir þessar kosningar. Reyndar átti það ekki að koma neinum á óvart að hann færi þá leið, enda búinn að reyna bæði A og B. Í Kastljósþætti í nóvember sátu þau Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir fyrir svörum. Mátti þar sjá nýja hlið á borgarstjóra sem venjulega tekst með pólitískum klækjabrögðum að stýra umræðunni sér í hag og koma sér undan erfiðum spurningum. Þegar Hildur bar upp á hann tölur sem hún hafði fengið frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um meðalaldur leikskólabarna við innritun hljóp Dagur fyrst í B með því að segja að þetta væri vandamál víðar en í Reykjavík, áður en hann hljóp svo lóðbeint í A aftur, þegar hann sagði að aldurinn sem Hildur vísaði til væri ekki alveg réttur, og þar með væri málið ekki lengur vandamál. Þessi málflutningur borgarstjóra er aumkunarverður. Fyrir liggur að borgarbúar, ungt fólk sem með réttu ættu að vera að skjóta niður rótum í hverfum borgarinnar og koma börnum sínum fyrir í leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, eru þess heldur að flýja yfir til nágrannasveitarfélagana. Á meðan á þessum flótta stendur kemst núverandi meirihluti með Dag í fararbroddi upp með að láta eins og hér sé ekkert vandamál. Ég eignaðist mitt annað barn haustið 2018. Ég og maðurinn minn vorum heima með barninu saman í þrjá mánuði og svo ég áfram ein í níu mánuði. Við tók algjört vonleysi hér í borginni. Ekki stakt pláss hjá dagforeldri og leikskólapláss fjarlægur draumur. Þrátt fyrir loforð Dags um að tryggja barninu mínu pláss á leikskóla við 12 mánaða aldur fyrir 4 árum, gátum við gleymt því að fá það loforð efnt. Loforðið fyrir fjórum árum var nefnilega bara valkostur C, rétt eins og loforðið fjórum árum þar áður. Ég og maðurinn minn erum sæmilega stödd. Eigum bíl og íbúð á hentugum stað í borginni. Því gátum við leyft okkur að leita út fyrir hverfið okkar að dagforeldri. Ekkert. Þá leituðum við enn lengra. Ekkert. Að endingu fundum við frábæra konu í Hvömmunum í Hafnarfirði. En fyrir þá áttavilltustu er það í tíma nær Vogum á Vatnsleysuströnd en heimili okkar í 108 Reykjavík. Á hverjum degi eyddum við 80 mínútum í bíl, 20 mínútum hvora leið, fram og til baka, tvisvar á dag. Í bílalausri paradís Dags B. Eggertssonar, vegna vanefnda Dags B. Eggertssonar. Ég er tónlistarkona. Ég sinni minni vinnu á hljóðfæri sem ég er með heima og mig skortir ekki verkefnin. Til þess að sinna þeim þarf ég þó, eins og aðrir, að koma barninu mínu að á leikskóla. Eftir nánast dagleg símtöl við leikskólastjóra í fleiri mánuði, útreikninga í Excel og endalausar spekúlasjónir fundum við loks pláss. Klambrar er ekki í okkar hverfi - en þó, frábær leikskóli, nema þegar hann er lokaður vegna manneklu sem virðist einhverra hluta vegna bíta fastar í leikskóla Reykjavíkur en leikskóla annarra sveitarfélaga. Meira um þann kapítúla síðar. Þegar stytting opnunartíma í leikskólum borgarinnar var til umræðu lét borgin gera úttekt á hvaða áhrif slíkt gæti haft og á hverja. Niðurstaðan var skýr. Aðgerðin myndi bitna meira á konum og mest á konum með minnst milli handanna. Sömu niðurstöðu fengu aðilar sem skoðuðu lokun skóla og leikskóla í Covid. Það var þó ekki að spyrja að því hvaða leið Samfylkingin valdi. Einu sinni var ég reyndar ung móðir með lítið milli handanna sjálf. Sem betur fer bjó ég ekki í Reykjavík þá. Þegar svona er í pottinn búið hjá borginni kemst maður auðvitað ekki hjá því að spyrja hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að borgin bæti þeim ungu foreldrum upp þann kostnað sem vinnutap, tekjumissir og endalausar bílferðir til dagforeldra í nágrannasveitarfélögum veldur. Þá er kannski þægilegra fyrir Dag að þetta fólk, með öll þessi börn, flytji bara eitthvað annað. Sveltistefna meirihlutans í skólakerfinu kemur illa niður á konum og barnafjölskyldum í borginni. Nú er kominn tími til að borin sé ábyrgð. Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun