Úrbætur á LSH fyrir krabbameinssjúka og tilboð Krabbameinsfélagsins Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 7. mars 2022 17:00 Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021 var samþykkt að veita 450 milljón króna fjárstuðning til Landspítalans með því skilyrði að sú upphæð færi til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð- og krabbameinslækningar í svokallaðri K-byggingu spítalans við Hringbraut. Í nýju tölublaði Læknablaðsins lýsir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins vonbrigðum sínum með viðbrögð stjórnvalda við tilboðinu. Krabbameinsfélagið hefur átt í viðræðum við LSH um úrbætur á þjónustu við krabbameinssjúka og mun Landspítalinn hafa þróað hugmyndina um að nýta K-bygginguna sem hefur staðið ókláruð í þrjá áratugi. Með breytingum á fyrirliggjandi húsnæði væri hægt að koma dagdeild, þar sem lyfjameðferð fer fram, á einni hæð og göngudeild, þar sem viðtöl fara fram, á annarri hæð. Yfirlæknar blóðlækninga og lyflækninga krabbameina á LSH taka undir með framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og segja aðstöðuna algerlega óviðundandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Meðal þess vanda sem aðstöðuleysið skapar er að nota þarf dýrari lyf og ekki sé rými til að ráða fleira starfsfólk. Upphæðin sem Krabbameinsfélagið er reiðubúið að leggja fram er um þriðjungur þeirrar upphæðar sem áætlað er að nauðsynlegar breytingar á K-byggingunni kosti. Ég tók málið upp í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, á Alþingi í dag og spurði hvers vegna ekki hefði borist skýrt svar við tilboði Krabbameinsfélagsins. Ráðherra viðurkenndi að vandinn væri brýnn og sagði að fundað hafi verið um málið. Á honum mátti einnig skilja að þunglamalegt stjórnkerfi réði ekki við að taka skjóta ákvörðun um málið. Fyrir liggur að krabbameinstilfellum mun fjölga um 30% á næstu 15 árum og ekki síður að núverandi aðstaða á dagdeildinni þar sem lyfjagjöfin fer fram er algerlega óviðunandi. Hugmyndin um að klára K-bygginguna nýtur víðtæks stuðnings enda löngu kominn tími á framtíðaraðstöðu fyrir dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við LSH. Hvar er fyrirstaðan? Þeirri spurningu þarf að svara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021 var samþykkt að veita 450 milljón króna fjárstuðning til Landspítalans með því skilyrði að sú upphæð færi til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð- og krabbameinslækningar í svokallaðri K-byggingu spítalans við Hringbraut. Í nýju tölublaði Læknablaðsins lýsir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins vonbrigðum sínum með viðbrögð stjórnvalda við tilboðinu. Krabbameinsfélagið hefur átt í viðræðum við LSH um úrbætur á þjónustu við krabbameinssjúka og mun Landspítalinn hafa þróað hugmyndina um að nýta K-bygginguna sem hefur staðið ókláruð í þrjá áratugi. Með breytingum á fyrirliggjandi húsnæði væri hægt að koma dagdeild, þar sem lyfjameðferð fer fram, á einni hæð og göngudeild, þar sem viðtöl fara fram, á annarri hæð. Yfirlæknar blóðlækninga og lyflækninga krabbameina á LSH taka undir með framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og segja aðstöðuna algerlega óviðundandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Meðal þess vanda sem aðstöðuleysið skapar er að nota þarf dýrari lyf og ekki sé rými til að ráða fleira starfsfólk. Upphæðin sem Krabbameinsfélagið er reiðubúið að leggja fram er um þriðjungur þeirrar upphæðar sem áætlað er að nauðsynlegar breytingar á K-byggingunni kosti. Ég tók málið upp í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, á Alþingi í dag og spurði hvers vegna ekki hefði borist skýrt svar við tilboði Krabbameinsfélagsins. Ráðherra viðurkenndi að vandinn væri brýnn og sagði að fundað hafi verið um málið. Á honum mátti einnig skilja að þunglamalegt stjórnkerfi réði ekki við að taka skjóta ákvörðun um málið. Fyrir liggur að krabbameinstilfellum mun fjölga um 30% á næstu 15 árum og ekki síður að núverandi aðstaða á dagdeildinni þar sem lyfjagjöfin fer fram er algerlega óviðunandi. Hugmyndin um að klára K-bygginguna nýtur víðtæks stuðnings enda löngu kominn tími á framtíðaraðstöðu fyrir dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við LSH. Hvar er fyrirstaðan? Þeirri spurningu þarf að svara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar