Leiðtogi framtíðarinnar í borginni Jensína Edda Hermannsdóttir skrifar 5. mars 2022 08:31 Ég var svo lánsöm að fá að starfa með Þórdísi Sigurðardóttur, sem nú býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík í fimm ár. Ég get með sanni sagt að það sem einkennir hana er afar mikill metnaður og kjarkur til að vilja gera betur, þora og brenna fyrir árangri. Þórdís Sigurðardóttir blæs samstarfsfólki sínu byr í brjóst með metnaði sínum, virðingu og gáfum. Þórdís vinnur af heilindum og treystir fólki til verka, en hvort tveggja er lykilatriði að mínu mati til að ná settu marki og einnig aðalsmerki góðra stjórnmálamanna. Styrkur og leiðtogahæfni Það er heillavænlegast í lífinu að við séum öll saman á árunum, samtaka um að skapa samfélag sem lyftir okkur og grípur. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og við eigum að láta okkur varða um velferð hvers annars. Góður skóli skipar stóran í velgengni samfélaga. Mín reynsla er að góður skóli getur lyft fjölskyldum og stækkað samfélagið í kringum sig með framlagi sínu. Það væri mikill ávinningur að fá Þórdísi til starfa fyrir Reykjavíkurborg og sjá hana beita sér í skólamálum í þágu borgarinnar allrar. Ég hef innilega trú á henni, því ég þekki hana af góðum verkum, í henni býr mikill kraftur, innri styrkur, leiðtogahæfni og brennandi sýn á betra samfélag. Lyftum upp kvennastéttum Ég hef unnið að skólamálum og velferð barna og fjölskyldna síðan á síðustu öld og ég veit af eigin raun að ef það er eitthvað sem þarfnast viðsnúnings þá er það að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn. Kerfið er þungt í vöfum en treysta þarf skólafólki fyrir störfunum sínum, því í trausti verður til afl. Um leið væri líka verið að lyfta heilli stétt, því sannarlega eru í skólunum kvennastéttir. Það væri bæði eftirsóknarvert og aðdáunarvert framtak. Með því að valdefla fólkið sem starfar með börnunum væri verið að valdefla konur og það er stórt jafnréttismál og væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Skóli er fólkið sem er þar og gott fólk gerir góðan skóla. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er svo mikið lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Fólk sem vinnur saman sem ein heild nær lengra. Viðreisnarfólkí Reykjavík er lánsamt að eiga kost á því að geta kosið leiðtoga eins og Þórdísi Sigurðardóttur í 1. sæti. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var svo lánsöm að fá að starfa með Þórdísi Sigurðardóttur, sem nú býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík í fimm ár. Ég get með sanni sagt að það sem einkennir hana er afar mikill metnaður og kjarkur til að vilja gera betur, þora og brenna fyrir árangri. Þórdís Sigurðardóttir blæs samstarfsfólki sínu byr í brjóst með metnaði sínum, virðingu og gáfum. Þórdís vinnur af heilindum og treystir fólki til verka, en hvort tveggja er lykilatriði að mínu mati til að ná settu marki og einnig aðalsmerki góðra stjórnmálamanna. Styrkur og leiðtogahæfni Það er heillavænlegast í lífinu að við séum öll saman á árunum, samtaka um að skapa samfélag sem lyftir okkur og grípur. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og við eigum að láta okkur varða um velferð hvers annars. Góður skóli skipar stóran í velgengni samfélaga. Mín reynsla er að góður skóli getur lyft fjölskyldum og stækkað samfélagið í kringum sig með framlagi sínu. Það væri mikill ávinningur að fá Þórdísi til starfa fyrir Reykjavíkurborg og sjá hana beita sér í skólamálum í þágu borgarinnar allrar. Ég hef innilega trú á henni, því ég þekki hana af góðum verkum, í henni býr mikill kraftur, innri styrkur, leiðtogahæfni og brennandi sýn á betra samfélag. Lyftum upp kvennastéttum Ég hef unnið að skólamálum og velferð barna og fjölskyldna síðan á síðustu öld og ég veit af eigin raun að ef það er eitthvað sem þarfnast viðsnúnings þá er það að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn. Kerfið er þungt í vöfum en treysta þarf skólafólki fyrir störfunum sínum, því í trausti verður til afl. Um leið væri líka verið að lyfta heilli stétt, því sannarlega eru í skólunum kvennastéttir. Það væri bæði eftirsóknarvert og aðdáunarvert framtak. Með því að valdefla fólkið sem starfar með börnunum væri verið að valdefla konur og það er stórt jafnréttismál og væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Skóli er fólkið sem er þar og gott fólk gerir góðan skóla. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er svo mikið lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Fólk sem vinnur saman sem ein heild nær lengra. Viðreisnarfólkí Reykjavík er lánsamt að eiga kost á því að geta kosið leiðtoga eins og Þórdísi Sigurðardóttur í 1. sæti. Höfundur er leikskólastjóri.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun