Byggjum áfram á traustum grunni Almar Guðmundsson skrifar 4. mars 2022 16:01 Ég er fyrst og fremst Garðbæingur, stoltur Garðbæingur. Ég hef búið hérna meira og minna síðan ég var 2ja ára gamall og hér höfum við fjölskyldan komið okkur vel fyrir. Fyrir átta árum tók ég sæti í bæjarstjórn Garðabæjar. Þessi ár hafa verið skemmtileg og kennt mér margt. Ég er hreykinn af því sem við Sjálfstæðismenn höfum áorkað fyrir bæinn okkar á þessum kjörtímabilum. Stjórnmál eru liðsíþrótt og bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa unnið mjög vel saman undir styrkri forystu fráfarandi bæjarstjóra. Það er ekki annað hægt en að horfa björtum augum til framtíðar. Fjárhagsstaðan er sterk, ánægja með þjónustu bæjarins mælist mikil og það er eftirspurn eftir því að búa í bænum okkar. Sú sterka staða sem við Garðbæingar búum við varð hins vegar ekki til af sjálfu sér. Við getum átt á hættu að missa frá okkur þá stöðu ef við tökum henni sem sjálfsögðum hlut. Garðabær í sókn Ég er stoltur af því sem mér hefur verið treyst fyrir á tíma mínum í bæjarstjórn. Ég hef fundið mig vel í bæjarmálunum. Sú reynslu byggir að sjálfsögðu ofan á aðra reynslu sem ég hef viðað að mér úr ólíkum áttum. Á ég hér bæði við félagsstörf á vettvangi knattspyrnudeildar Stjörnunnar þar sem ég gegndi formennsku um sjö ára skeið sem og reynslu minnar úr atvinnulífinu. Ég er spenntur fyrir því hlutverki að leiða Sjálfstæðismenn í Garðabæ á komandi kjörtímabili. Það er gnótt tækifæra í Garðabæ sem hefur vaxið einna hraðast stærstu sveitarfélaga landsins síðustu ár. Við stefnum að því að halda áfram uppbyggingu með það að leiðarljósi að mæta þörfum ólíkra hópa og leyfa hverju svæði að njóta sinnar sérstöðu. Þannig byggjum við áfram á traustum grunni. Uppbygging í Garðabæ, bæði á nýjum svæðum og svæðinu í kringum Garðatorg hefur haft afar jákvæð áhrif á mannlíf í bænum. Það eru ekki mörg ár síðan Garðabær var talinn vera dæmigerður svefnbær en það orðspor höfum við svo sannarlega rekið af okkur. Hingað hafa leitað spennandi verslanir, þjónusta og aukin menningarstarfsemi. Dregið hefur úr aðgreiningu milli svæða fyrir íbúabyggð annars vegar og atvinnustarfsemi hins vegar. Þessi þróun, í bland við áherslur á sviði heilsu, íþrótta og hreyfingar eru meðal þess sem býr til gott samfélag þar sem fólki líður vel. Ég er klár í slaginn! Í prófkjöri okkar Sjálfstæðismanna hafa gefið kost á sér 17 öflugir frambjóðendur. Sá áhugi er gleðiefni fyrir bæjarfélagið okkar. Ég er tilbúinn til að leiða þann kraftmikla hóp sem prófkjörið mun skila okkur til sigurs í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Ég óska því eftir stuðning ykkar í forystusæti listans í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ laugardaginn 5. mars. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fyrst og fremst Garðbæingur, stoltur Garðbæingur. Ég hef búið hérna meira og minna síðan ég var 2ja ára gamall og hér höfum við fjölskyldan komið okkur vel fyrir. Fyrir átta árum tók ég sæti í bæjarstjórn Garðabæjar. Þessi ár hafa verið skemmtileg og kennt mér margt. Ég er hreykinn af því sem við Sjálfstæðismenn höfum áorkað fyrir bæinn okkar á þessum kjörtímabilum. Stjórnmál eru liðsíþrótt og bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa unnið mjög vel saman undir styrkri forystu fráfarandi bæjarstjóra. Það er ekki annað hægt en að horfa björtum augum til framtíðar. Fjárhagsstaðan er sterk, ánægja með þjónustu bæjarins mælist mikil og það er eftirspurn eftir því að búa í bænum okkar. Sú sterka staða sem við Garðbæingar búum við varð hins vegar ekki til af sjálfu sér. Við getum átt á hættu að missa frá okkur þá stöðu ef við tökum henni sem sjálfsögðum hlut. Garðabær í sókn Ég er stoltur af því sem mér hefur verið treyst fyrir á tíma mínum í bæjarstjórn. Ég hef fundið mig vel í bæjarmálunum. Sú reynslu byggir að sjálfsögðu ofan á aðra reynslu sem ég hef viðað að mér úr ólíkum áttum. Á ég hér bæði við félagsstörf á vettvangi knattspyrnudeildar Stjörnunnar þar sem ég gegndi formennsku um sjö ára skeið sem og reynslu minnar úr atvinnulífinu. Ég er spenntur fyrir því hlutverki að leiða Sjálfstæðismenn í Garðabæ á komandi kjörtímabili. Það er gnótt tækifæra í Garðabæ sem hefur vaxið einna hraðast stærstu sveitarfélaga landsins síðustu ár. Við stefnum að því að halda áfram uppbyggingu með það að leiðarljósi að mæta þörfum ólíkra hópa og leyfa hverju svæði að njóta sinnar sérstöðu. Þannig byggjum við áfram á traustum grunni. Uppbygging í Garðabæ, bæði á nýjum svæðum og svæðinu í kringum Garðatorg hefur haft afar jákvæð áhrif á mannlíf í bænum. Það eru ekki mörg ár síðan Garðabær var talinn vera dæmigerður svefnbær en það orðspor höfum við svo sannarlega rekið af okkur. Hingað hafa leitað spennandi verslanir, þjónusta og aukin menningarstarfsemi. Dregið hefur úr aðgreiningu milli svæða fyrir íbúabyggð annars vegar og atvinnustarfsemi hins vegar. Þessi þróun, í bland við áherslur á sviði heilsu, íþrótta og hreyfingar eru meðal þess sem býr til gott samfélag þar sem fólki líður vel. Ég er klár í slaginn! Í prófkjöri okkar Sjálfstæðismanna hafa gefið kost á sér 17 öflugir frambjóðendur. Sá áhugi er gleðiefni fyrir bæjarfélagið okkar. Ég er tilbúinn til að leiða þann kraftmikla hóp sem prófkjörið mun skila okkur til sigurs í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi. Ég óska því eftir stuðning ykkar í forystusæti listans í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ laugardaginn 5. mars. Ég er klár í slaginn! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar