Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir skrifar 4. mars 2022 15:30 Allsherjar hernaðarárás Pútíns og hans fylgjanda á Úkraínu er ógn við frið og stöðugleika í Evrópu allri. Það að ráðast inn í frjálst og fullvalda ríki er líka ógn við heimsmynd okkar og skýrt brot á alþjóðalögum. Hugur okkar er hjá úkraínsku þjóðinni sem má þola hryllilegar og grimmilegar sprengjuárásir frá hersveitum Rússa. Þessar tilhæfulausu árásir Pútíns, sem hafa í för með sér mannfall og tjón meðal almennra borgara og reka gríðarlegan fjölda fólks á flótta, sýna að stjórnvöld í Rússlandi bera enga virðingu fyrir mannslífum og rétti fólks til frelsis og lýðræðis. Það er eðlilegt að spyrja sig afhverju er þessi staða komin upp. Afhverju tekst okkur ekki að halda frið í Evrópu þrátt fyrir Evrópusambandið og markmið þess um frið, þrátt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þrátt fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, þrátt fyrir öll fallegu fyrirheitin? Svarið hlýtur að liggja í því að lýðræði sé besta tryggingin fyrir frið, þegar einræðið tekur völdin er hætt á stríði. Hvað ef? Hvað ef Lukashenko hefði ekki tekist að stela forsetastólnum og forseti Hvíta Rússlands væri sú sem að öllum líkindum var raunverulega kosin af þjóðinni 2020, Sviatlana Tsikhanouskaya? Tsikhanouskaya hefur fordæmt innrásina og gagnrýnt einræðisstjórn Hvíta Rússlands fyrir að hleypa rússneska hernum í gegnum Hvíta Rússland. Hún segir stríðið, stríð Pútíns og Lukashenko gegn lýðræði í heiminum, ég er henni sammála. Ef hún væri forseti hefði Pútín ekki geta ráðist inn í Úkraínu í gegnum og með stuðningi Hvíta Rússlands. Hvað ef Evrópa og Þýskaland í broddi fylkingar hefðu ekki gert sig háða rússnesku gasi? Ef Evrópa væri sjálfbær um orku hefðu ekki billjónir evra runnið inn í rússneskan efnahag? Rússar hafa ekki sterkan efnahag en búa yfir öðrum stærsta her í heimi á eftir Bandaríkjunum. Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með að yfirtaka Krímskaga 2014, væri hann þá nokkuð að reyna að yfirtaka Úkraínu alla núna? Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með innrás í Georgíu 2008? Hvað ef spurningarnar eru margar, hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá skelfingu sem nú ríður yfir úkraínsku þjóðina. En „hvað ef“ eru ekki lykilspurningar núna heldur hvernig stöðvum við þessa innrás, hvernig komum við í veg fyrir frekara mannfall. Hvernig komum við í veg fyrir það að ráðist sé með herafli inn í frjáls og fullvalda ríki? Svarið hlýtur að liggja í því að við stöndum öll vörð um mannréttindi og lýðræði. Eina raunhæfa leiðin til verja Úkraínu er að Pútín einangrist og að stuðningsmenn hans snúi við honum baki. Að hermenn rússneska hersins leggi niður vopn sín þegar þeir átta sig á því að þeir eru ekki að bjarga neinum eins og Pútín hefur látið í veðri vaka heldur þvert á móti þá eru þeir að berjast við bræður sínar og systur, saklaust fólk sem hefur ekkert til þessa unnið. Fólk sem einfaldlega stendur vörð um sjálfstæði þjóðar sinnar. Rödd allra sem aðhyllast mannréttindi, frið og að alþjóðalög séu virt þarf að heyrast alls staðar og þarf að heyrast hátt. Slík samstaða er eina leiðin til að friður komist aftur á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Alþingi Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Allsherjar hernaðarárás Pútíns og hans fylgjanda á Úkraínu er ógn við frið og stöðugleika í Evrópu allri. Það að ráðast inn í frjálst og fullvalda ríki er líka ógn við heimsmynd okkar og skýrt brot á alþjóðalögum. Hugur okkar er hjá úkraínsku þjóðinni sem má þola hryllilegar og grimmilegar sprengjuárásir frá hersveitum Rússa. Þessar tilhæfulausu árásir Pútíns, sem hafa í för með sér mannfall og tjón meðal almennra borgara og reka gríðarlegan fjölda fólks á flótta, sýna að stjórnvöld í Rússlandi bera enga virðingu fyrir mannslífum og rétti fólks til frelsis og lýðræðis. Það er eðlilegt að spyrja sig afhverju er þessi staða komin upp. Afhverju tekst okkur ekki að halda frið í Evrópu þrátt fyrir Evrópusambandið og markmið þess um frið, þrátt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þrátt fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, þrátt fyrir öll fallegu fyrirheitin? Svarið hlýtur að liggja í því að lýðræði sé besta tryggingin fyrir frið, þegar einræðið tekur völdin er hætt á stríði. Hvað ef? Hvað ef Lukashenko hefði ekki tekist að stela forsetastólnum og forseti Hvíta Rússlands væri sú sem að öllum líkindum var raunverulega kosin af þjóðinni 2020, Sviatlana Tsikhanouskaya? Tsikhanouskaya hefur fordæmt innrásina og gagnrýnt einræðisstjórn Hvíta Rússlands fyrir að hleypa rússneska hernum í gegnum Hvíta Rússland. Hún segir stríðið, stríð Pútíns og Lukashenko gegn lýðræði í heiminum, ég er henni sammála. Ef hún væri forseti hefði Pútín ekki geta ráðist inn í Úkraínu í gegnum og með stuðningi Hvíta Rússlands. Hvað ef Evrópa og Þýskaland í broddi fylkingar hefðu ekki gert sig háða rússnesku gasi? Ef Evrópa væri sjálfbær um orku hefðu ekki billjónir evra runnið inn í rússneskan efnahag? Rússar hafa ekki sterkan efnahag en búa yfir öðrum stærsta her í heimi á eftir Bandaríkjunum. Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með að yfirtaka Krímskaga 2014, væri hann þá nokkuð að reyna að yfirtaka Úkraínu alla núna? Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með innrás í Georgíu 2008? Hvað ef spurningarnar eru margar, hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá skelfingu sem nú ríður yfir úkraínsku þjóðina. En „hvað ef“ eru ekki lykilspurningar núna heldur hvernig stöðvum við þessa innrás, hvernig komum við í veg fyrir frekara mannfall. Hvernig komum við í veg fyrir það að ráðist sé með herafli inn í frjáls og fullvalda ríki? Svarið hlýtur að liggja í því að við stöndum öll vörð um mannréttindi og lýðræði. Eina raunhæfa leiðin til verja Úkraínu er að Pútín einangrist og að stuðningsmenn hans snúi við honum baki. Að hermenn rússneska hersins leggi niður vopn sín þegar þeir átta sig á því að þeir eru ekki að bjarga neinum eins og Pútín hefur látið í veðri vaka heldur þvert á móti þá eru þeir að berjast við bræður sínar og systur, saklaust fólk sem hefur ekkert til þessa unnið. Fólk sem einfaldlega stendur vörð um sjálfstæði þjóðar sinnar. Rödd allra sem aðhyllast mannréttindi, frið og að alþjóðalög séu virt þarf að heyrast alls staðar og þarf að heyrast hátt. Slík samstaða er eina leiðin til að friður komist aftur á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun