Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar 3. mars 2022 08:00 Það er nauðsynlegt fyrir íslenska stjórnmálamenn sem hafa verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem þeir hafa efni á lengur. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi hefur verið voðalega þægileg fyrir ákveðna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á Íslandi þegar heimurinn var frekar rólegur og íslenskir stjórnmálamenn gátu klúðrað málum á Ísland í rólegheitum. Síðan verið nóg um rangfærslur um Evrópusambandið á Íslandi og allt það sem þar hefur verið haldið fram fyllir nokkrar bækur og er gott dæmi um upplýsingaóreiðu og hvað rangfærslur fara illa með umræðuna og koma upp andstöðu við ákveðna hluti. Íslendingar eru eingöngu á móti Evrópusambandinu vegna þess að logið hefur verið að þeim um Evrópusambandið frá árinu 1990 með skipulögðum hætti. Ástæða þess að Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið er efnahagslegs eðlis og tengist einnig öryggi Íslands, en það er alveg ljóst að núna er hætta á því að stór-styrjöld brjótist út í Evrópu þar sem NATO sem þarf að verjast innrás Rússlands inn í aðildarríki sín og hugsanlega ríki sem eru í dag utan við NATO í dag. Ef það brýst út stór-styrjöld í Evrópu, þá er efnahagur Íslands farinn í heild sinni og þar liggur ástæðan fyrir því afhverju Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið. Aðild að Evrópusambandinu myndi tryggja efnahagslegan stuðning og tryggja aðild Íslands að nauðsynlegum dreifileiðum fyrir matvæli og aðrar nauðsynjar. Auk þess sem að íslenska krónan er búin að vera í svona ástandi og aðild að evrunni myndi tryggja nauðsynlegan efnahagslegan stöðugleika á Íslandi á mjög erfiðum tímum efnahagslega sem mig grunar að séu á leiðinni. Ef að stór-styrjöld brýst út og ég er orðinn nokkuð viss um að stór-styrjöld muni brjótast út, miðað við þær kröfur sem Putin setti fram á Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltsríkin og NATO, þá er alveg ljóst að efnahagslegar afleiðingar af því munu verða miklar og mun meiri en þær sem íslendingar hafa upplifað á síðustu árum. Það er alveg ljóst að á Íslandi er hætta á því að það verði langtíma vöruskortur á Íslandi og það er alveg ljóst að aðild Íslands að EFTA og EES dugar ekki í svona aðstæðum. Þar að auki þá tryggir aðild Íslands að Evrópusambandinu aðild að þeim ákvörðunum og stefnum sem Evrópusambandið setur sér og á svona tímum, þá er nauðsynlegt að hafa rödd við ákvarðanatöku sem varðar íslendinga og Ísland til lengri tíma. Án slíkra tækifæra þá er hætta því að á Íslandi muni ríkja langvarandi efnahagskreppa í marga áratugi eftir að átök klárast í Evrópu og endurbygging efnahagsins hefst innan Evrópusambandsins. Það er einnig ljóst að innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu Evrópusambandsins varanlega í Evrópu. Hvaða afleiðingar það mun hafa til lengri tíma er ekki eitthvað sem ég get sagt til um núna en það er alveg ljóst að það yrði mjög slæmt fyrir Ísland að standa fyrir utan þær breytingar og stefnu sem munu koma í kjölfarið á næstu áratugum. Það að standa fyrir utan Evrópusambandið er skoðun og stefna sem íslendingar og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki lengur efni á að halda í lengur. Íslenska krónan er gjaldmiðill sem íslendingar hafa ekki lengur á lengur vegna breyttrar stöðu mála í Evrópu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Utanríkismál Jón Frímann Jónsson Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er nauðsynlegt fyrir íslenska stjórnmálamenn sem hafa verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem þeir hafa efni á lengur. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi hefur verið voðalega þægileg fyrir ákveðna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á Íslandi þegar heimurinn var frekar rólegur og íslenskir stjórnmálamenn gátu klúðrað málum á Ísland í rólegheitum. Síðan verið nóg um rangfærslur um Evrópusambandið á Íslandi og allt það sem þar hefur verið haldið fram fyllir nokkrar bækur og er gott dæmi um upplýsingaóreiðu og hvað rangfærslur fara illa með umræðuna og koma upp andstöðu við ákveðna hluti. Íslendingar eru eingöngu á móti Evrópusambandinu vegna þess að logið hefur verið að þeim um Evrópusambandið frá árinu 1990 með skipulögðum hætti. Ástæða þess að Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið er efnahagslegs eðlis og tengist einnig öryggi Íslands, en það er alveg ljóst að núna er hætta á því að stór-styrjöld brjótist út í Evrópu þar sem NATO sem þarf að verjast innrás Rússlands inn í aðildarríki sín og hugsanlega ríki sem eru í dag utan við NATO í dag. Ef það brýst út stór-styrjöld í Evrópu, þá er efnahagur Íslands farinn í heild sinni og þar liggur ástæðan fyrir því afhverju Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið. Aðild að Evrópusambandinu myndi tryggja efnahagslegan stuðning og tryggja aðild Íslands að nauðsynlegum dreifileiðum fyrir matvæli og aðrar nauðsynjar. Auk þess sem að íslenska krónan er búin að vera í svona ástandi og aðild að evrunni myndi tryggja nauðsynlegan efnahagslegan stöðugleika á Íslandi á mjög erfiðum tímum efnahagslega sem mig grunar að séu á leiðinni. Ef að stór-styrjöld brýst út og ég er orðinn nokkuð viss um að stór-styrjöld muni brjótast út, miðað við þær kröfur sem Putin setti fram á Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltsríkin og NATO, þá er alveg ljóst að efnahagslegar afleiðingar af því munu verða miklar og mun meiri en þær sem íslendingar hafa upplifað á síðustu árum. Það er alveg ljóst að á Íslandi er hætta á því að það verði langtíma vöruskortur á Íslandi og það er alveg ljóst að aðild Íslands að EFTA og EES dugar ekki í svona aðstæðum. Þar að auki þá tryggir aðild Íslands að Evrópusambandinu aðild að þeim ákvörðunum og stefnum sem Evrópusambandið setur sér og á svona tímum, þá er nauðsynlegt að hafa rödd við ákvarðanatöku sem varðar íslendinga og Ísland til lengri tíma. Án slíkra tækifæra þá er hætta því að á Íslandi muni ríkja langvarandi efnahagskreppa í marga áratugi eftir að átök klárast í Evrópu og endurbygging efnahagsins hefst innan Evrópusambandsins. Það er einnig ljóst að innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu Evrópusambandsins varanlega í Evrópu. Hvaða afleiðingar það mun hafa til lengri tíma er ekki eitthvað sem ég get sagt til um núna en það er alveg ljóst að það yrði mjög slæmt fyrir Ísland að standa fyrir utan þær breytingar og stefnu sem munu koma í kjölfarið á næstu áratugum. Það að standa fyrir utan Evrópusambandið er skoðun og stefna sem íslendingar og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki lengur efni á að halda í lengur. Íslenska krónan er gjaldmiðill sem íslendingar hafa ekki lengur á lengur vegna breyttrar stöðu mála í Evrópu. Höfundur er rithöfundur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun