Eignarhald í laxeldi á Íslandi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 2. mars 2022 20:01 Fiskeldi á Íslandi er ung atvinnugrein í örum vexti en mikill uppgangur hefur verið í fiskeldi á heimsvísu undanfarna áratugi. Gríðarleg framþróun hefur einnig orðið í laxeldi í nágrannalöndum okkar í Norður-Atlantshafi; laxeldi er til að mynda umfangsmeira í hagkerfi Noregs en hefðbundinn sjávarútvegur. Mikilvægt er að við horfum til þróunar í nágrannalöndum og nýtum okkur þá reynslu sem þar hefur orðið til svo að hægt verði að byggja upp heilbrigða starfsemi hér á landi. Nú berast fréttir af frekari samþjöppun laxeldisfyrirtækja á Íslandi. Ekki er að finna takmarkanir á eignarhald í laxeldi hérlendis og því er ekkert því til fyrirstöðu að einn aðili eignist öll gild rekstrarleyfi hérlendis og stýri þannig allri framleiðslu á eldisfiski og seiðaeldi á sjó og landi. Við það skapast sú hætta að einn aðili stjórni stórum landsvæðum með þeim afleiðingum að samfélög, sveitarstjórnir og stjórnvöld eigi meira undir honum en góðu hófi gegnir. Horfum til þeirra sem hafa reynslu Samkeppnislög ná illa utan um samþjöppun í laxeldi á Íslandi þar sem laxeldisfyrirtæki selja meginþorra framleiðslu sinnar úr landi. Undirrituð hefur áhyggjur af þróun mála hérlendis og hefur af því tilefni lagt fram þingsályktunartillögu ásamt nokkrum þingmönnum Framsóknar þess efnis að stjórnvöldum hér á landi verði falið að skipi starfshóp sem hefur það að markmiði að koma með tillögur hvernig takmarka mætti samþjöppun eignarhalds aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þá verði hópnum samhliða því falið að skoða hvort takmarka ætti með einhverjum hætti eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þegar útlit var að sama staða kæmi upp í Færeyjum brugðust frændur okkar í Færeyjum við með því að setja inn ákvæði í þarlend fiskeldislög sem takmarka að lögaðili geti eignast meira en helming útgefinna laxeldisleyfa. Við erum ekki ein sem erum að velta þessu fyrir okkur, nú ræða stjórnvöld í Noregi um að hömlur þurfi að setja á hve fyrirtækin mættu eiga stóra hlutdeild í eldisleyfum. Erlendir aðilar halda á stærsta hluta leyfanna Þá eru laxeldisfyrirtæki á Íslandi í meirihlutaeigu útlendinga, í íslenskum lögum er ekki að finna takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila í fiskeldi. Undirrituð telur brýnt að skoðað verði hvort takmarka beri slíkt eignarhald erlendra aðila. Líta má til þess að í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991, er ákvæði um að fiskveiðar í íslenskri efnahagslögsögu séu eingöngu heimilar fyrirtækjum sem eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Mikilvægt er að kannað i hvort setja þurfi sambærilegar reglur að því er snertir laxeldi. Færeyingar fóru þá leið að setja lagaákvæði þess efnis að enginn lögaðili, sem er ekki búsettur í Færeyjum, geti átt meira en 20% af atkvæðisbærum hlutum í fyrirtækjum sem hafa laxeldisleyfi. Laxeldi er mikilvæg atvinnugrein Við stöndum á tímamótum þar sem við þurfum að spyrja okkur hvort við viljum halda áfram á sömu leið eða tryggja með lagasetningu að laxeldi á Íslandi verði ekki í eigu örfárra aðila, að fjölbreytni ríki í greininni og að eignarhald verði staðbundið. Við framþróun laxeldisfyrirtækja á Íslandi þarf að horfa til byggðasjónarmiða og sjá til þess að eldið skili tekjum til þeirra samfélaga þar sem fyrirtækin eru staðsett. Undirrituð er svo sannarlega hlynnt laxeldi á Íslandi en telur þýðingarmikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila. Laxeldi á Íslandi verður að vaxa og dafna í sátt við umhverfi og samfélag. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Framsóknarflokkurinn Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fiskeldi á Íslandi er ung atvinnugrein í örum vexti en mikill uppgangur hefur verið í fiskeldi á heimsvísu undanfarna áratugi. Gríðarleg framþróun hefur einnig orðið í laxeldi í nágrannalöndum okkar í Norður-Atlantshafi; laxeldi er til að mynda umfangsmeira í hagkerfi Noregs en hefðbundinn sjávarútvegur. Mikilvægt er að við horfum til þróunar í nágrannalöndum og nýtum okkur þá reynslu sem þar hefur orðið til svo að hægt verði að byggja upp heilbrigða starfsemi hér á landi. Nú berast fréttir af frekari samþjöppun laxeldisfyrirtækja á Íslandi. Ekki er að finna takmarkanir á eignarhald í laxeldi hérlendis og því er ekkert því til fyrirstöðu að einn aðili eignist öll gild rekstrarleyfi hérlendis og stýri þannig allri framleiðslu á eldisfiski og seiðaeldi á sjó og landi. Við það skapast sú hætta að einn aðili stjórni stórum landsvæðum með þeim afleiðingum að samfélög, sveitarstjórnir og stjórnvöld eigi meira undir honum en góðu hófi gegnir. Horfum til þeirra sem hafa reynslu Samkeppnislög ná illa utan um samþjöppun í laxeldi á Íslandi þar sem laxeldisfyrirtæki selja meginþorra framleiðslu sinnar úr landi. Undirrituð hefur áhyggjur af þróun mála hérlendis og hefur af því tilefni lagt fram þingsályktunartillögu ásamt nokkrum þingmönnum Framsóknar þess efnis að stjórnvöldum hér á landi verði falið að skipi starfshóp sem hefur það að markmiði að koma með tillögur hvernig takmarka mætti samþjöppun eignarhalds aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þá verði hópnum samhliða því falið að skoða hvort takmarka ætti með einhverjum hætti eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þegar útlit var að sama staða kæmi upp í Færeyjum brugðust frændur okkar í Færeyjum við með því að setja inn ákvæði í þarlend fiskeldislög sem takmarka að lögaðili geti eignast meira en helming útgefinna laxeldisleyfa. Við erum ekki ein sem erum að velta þessu fyrir okkur, nú ræða stjórnvöld í Noregi um að hömlur þurfi að setja á hve fyrirtækin mættu eiga stóra hlutdeild í eldisleyfum. Erlendir aðilar halda á stærsta hluta leyfanna Þá eru laxeldisfyrirtæki á Íslandi í meirihlutaeigu útlendinga, í íslenskum lögum er ekki að finna takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila í fiskeldi. Undirrituð telur brýnt að skoðað verði hvort takmarka beri slíkt eignarhald erlendra aðila. Líta má til þess að í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991, er ákvæði um að fiskveiðar í íslenskri efnahagslögsögu séu eingöngu heimilar fyrirtækjum sem eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Mikilvægt er að kannað i hvort setja þurfi sambærilegar reglur að því er snertir laxeldi. Færeyingar fóru þá leið að setja lagaákvæði þess efnis að enginn lögaðili, sem er ekki búsettur í Færeyjum, geti átt meira en 20% af atkvæðisbærum hlutum í fyrirtækjum sem hafa laxeldisleyfi. Laxeldi er mikilvæg atvinnugrein Við stöndum á tímamótum þar sem við þurfum að spyrja okkur hvort við viljum halda áfram á sömu leið eða tryggja með lagasetningu að laxeldi á Íslandi verði ekki í eigu örfárra aðila, að fjölbreytni ríki í greininni og að eignarhald verði staðbundið. Við framþróun laxeldisfyrirtækja á Íslandi þarf að horfa til byggðasjónarmiða og sjá til þess að eldið skili tekjum til þeirra samfélaga þar sem fyrirtækin eru staðsett. Undirrituð er svo sannarlega hlynnt laxeldi á Íslandi en telur þýðingarmikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila. Laxeldi á Íslandi verður að vaxa og dafna í sátt við umhverfi og samfélag. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun